Fleiri fréttir

Lést i kjölfar bruna af safa úr risahvönn

Þeir sem ætla að fjarlægja risahvannir þurfa að gæta þess að vera vel varðir. Þetta segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að sögn Starra sá samstarfsmaður hans, dr. Pawel Wasovicz grasafræðingur, frétt um 67 ára gamla konu í Póllandi sem lést af völdum brunasára fyrir viku eftir að hún reyndi að fjarlægja risahvönn.

Isavia telur áhættu vegna lokunar flugbrautar þolanlega

„Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati sem Isavia hefur gert vegna hugsanlegrar lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli.

Sextán kostir í nýtingarflokki

Uppsett afl virkjanakosta í nýtingarflokki jafngildir 1,5 Kárahnjúkavirkjunum. Enginn skortur á virkjanakostum, segir Landvernd. Ekki ávísun á virkjun að kostur sé í nýtingarflokki, segir formaður atvinnuveganefndar.

Fyrsta PIP-púðamálið tapast í áfrýjunarrétti

Franskur áfrýjunarréttur hefur hafnað bótaskyldu í fyrstu hópmálsókninni vegna PIP-brjóstafyllinga. 204 íslenskar konur hafa einnig höfðað mál gegn eftirlitsaðila framleiðsluaðilans. Lögmaður segir niðurstöðuna lítil áhrif hafa á Íslendingana.

Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý

Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur.

Rannsaka hótun í garð lögreglustjóra

Kona er grunuð um að hafa hótað lögreglustjóranum á Suðurlandi og öðrum starfsmönnum embættisins lífláti og líkamsmeiðingum. Húsleit var framkvæmd á heimili konunnar og hún í kjölfarið handtekin. Málið er hjá ríkissaksóknara.

Óvinsælasti Íslandsvinurinn var að grínast

„Ég hef lært mína lexíu: Maður á aldrei að rugla í hinni glæsilegu íslensku þjóð,” segir Oliver Maria Schmitt sem úthúðaði landi og þjóð í löngum og nokkuð kaldhæðnum pistil í liðinni viku.

Löggum fjölgað á djamminu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri vinna saman að tilraunaverkefni sem miðar að auknu sýnilegu eftirliti í miðborg Reykjavíkur.

Bifhjólamaðurinn þungt haldinn

Bifhjólamanninum sem lenti í slysi á Holtavörðuheiði á laugardag er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans.

Sjá næstu 50 fréttir