Fleiri fréttir Nýtt upplýsingafrumvarp rangtúlkað upplýsingamál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að gagnrýni á frumvarp um ný upplýsingalög sé rangtúlkanir. Hún segir það sér að meinalausu að falla frá breytingunum. 21.4.2011 03:00 Strætóakstur um páskana Strætisvagnar munu ekki ganga á föstudaginn langa og páskadag. Í dag, skírdag, og á annan í páskum verður strætisvögnum ekið eftir hefðbundinni sunnudagsáætlun. 21.4.2011 02:45 Tveir stálu tólf slökkvitækjum Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi hvor fyrir að stela tólf slökkvitækjum. 21.4.2011 02:00 Búið að opna Holtavörðuheiði Búið er að opna Holtavörðuheiði, þótt lögregla og björgunarsveitir séu ennþá að athafna sig á vettvangi. 20.4.2011 21:20 Björgunarsveitin Húnar aðstoða ferðalanga á Holtavöruheiði Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú að aðstoða ferðalanga á Holtavörðuheiði en þar er mikil hálka og vindur hefur slegið í og yfir 20 m/sek. 20.4.2011 21:05 Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. 20.4.2011 20:15 Hátt í þúsund fjölskyldur leituðu til Fjölskylduhjálpar í dag Alls leituðu 910 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar í dag vegna mataraðstoðar að sögn Ásgerðar Jónu Flosadótttur. 20.4.2011 17:41 Poppar upp hvunndaginn Þegar Sveinbjörn Fjölnir Pétursson missti vinnuna sumarið 2008 fór hann strax að taka þátt í öllu sem í boði var fyrir atvinnuleitendur. Hann kom einnig fram í Kastljósi og fjallaði um málefni atvinnuleitenda, sem varð til að vekja athygli Spaugstofumanna á honum. 20.4.2011 22:00 Statoil svarar engu um Drekasvæðið Norska olíufélagið Statoil skilgreinir nú bæði Grænland og Færeyjar sem sitt nærsvæði í olíuleit en vill ekki upplýsa hvort það vilji bora á íslenska Drekasvæðinu. 20.4.2011 19:32 Svandís verður líklega tímabundið menntamálaráðherra Ekki er talið líklegt að ráðherralið Vinstri grænna taki miklum breytingum þegar Katrín Jakobsdóttir fer í fæðingarorlof. 20.4.2011 19:00 Stjórn SSNV mótmælir harðlega bensínsköttum stjórnvalda Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var þann 12.apríl síðastliðinn var meðal annars rætt um hækkandi eldsneytisverð og áhrif þess á íbúa og fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni. Eftirfarandi var fært til bókar á fundinum: 20.4.2011 17:53 Ruslakarlar brjóta hugsanlega 15 metra múrinn í vondu veðri Frá og með 1. maí 2011 verða sorpílát við heimili eingöngu sótt 15 metra frá sorpbíl. Borgarbúar hafa búið sig undir þessa breytingu með því að kaupa viðbótarþjónustu og sækja um að færa sorpgerðin nær götu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20.4.2011 17:30 Lifðu sig of mikið inn í leikinn - lögregla kölluð til Ungir tölvuleikjaspilarar vöktu svo mikið ónæði nágranna sinna í nótt að þeir sáu sig knúna til að kvarta til lögreglunnar. Lögreglan segir að ungu mennirnir hafi tekið ábendingum frá lögreglumönnum vel og lofað að taka tillit til annarra íbúa í húsinu. 20.4.2011 17:00 Einn missti meðvitund í Vestmannaeyjum - þrír í hættu Svo virðist vera sem kolsýruleki hafi komið upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í dag. Áhöfnin var um borð í bátnum þegar slysið varð. 20.4.2011 16:51 Vill afsökunarbeiðni frá Jóni Gnarr Rósa Steingrímsdóttir formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík, gerir athugasemd við ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra, á fundi Borgarstjórnar í gær. Rósa segir að Jón hafi lýst því yfir að foreldrar í borginni séu handbendi Sjálfstæðisflokksins og að afstaða þeirra gegn sameiningum í skólakerfinu tengist því. 20.4.2011 16:45 Sex starfsmenn áminntir vegna uppflettinga í sjúkraskrá Sex starfsmenn Landspítala hafa fengið áminningu vegna uppflettinga í rafrænni sjúkraskrá. Við reglubundna athugun á sjúkraskrá Landspítala gerði eftirlitsnefnd með sjúkraskránni athugasemd við uppflettingu níu starfsmanna við reglubundna athugun á notkun sjúkraskrárinnar. Í þremur tilfellum reyndist um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn fengu áminningu. 20.4.2011 15:54 Konur með krabbamein kasta til bata Nokkrar konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini munu fara saman í tveggja daga veiðiferð í Sogið í Grímsnesi í maí. Þar munu þær fá tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða, ef heppnin er með. 20.4.2011 15:45 Jóhönnu að meinalausu að hverfa frá 110 ára ákvæðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sé sér algjörlega að meinalausu að horfið verði frá því að gera einstök skjöl óaðgengileg almenningi í 110 ár í stað 80 ára eins og gert er ráð fyrir í breytingum á upplýsingalögum. Á Facebook-síðu sinni segir Jóhanna að breytingarnar hafi verið gerðar tortryggilegar í fjölmiðlum með rangtúlkunum. 20.4.2011 15:40 Ákærðir fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl Tveir pólskir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 1,5 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa til söludreifingar hér á landi. Mennirnir neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. 20.4.2011 15:10 Verulega neikvæð áhrif af lagningu vegar um Berufjarðardal Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Axarvegar og Hringvegar um Skriðdal og Berufjarðarbotn. 20.4.2011 15:01 Bátur fékk í skrúfuna Bátur fékk í skrúfuna rétt við Gróttu eftir hádegið í dag og varð stjórnvana. Kalla þurfti út þyrlu Landhelgisgæslunnar auk liðs frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og slökkviliðinu. Búið er að koma bátnum í tog og er verið að fara með hann til hafnar, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Tveir bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fylgja honum. 20.4.2011 13:54 Siv á víða undir högg að sækja Það er víðar en á Íslandi sem stjórnmálamenn sem heita Siv hafa orðið að skotspæni skopmyndateiknara að undanförnu. Í norska blaðinu Verdens Gang birtust á dögunum myndir af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins þar í landi. Þar er hún sýnd uppi í rúmi með Mullah Krekar, sem er vafasamur íraskur kúrdi sem fékk hæli í Noregi. Framfaraflokkurinn er hins vegar þekktur fyrir að hafa varan á þegar málefni útlendinga eru annars vegar. 20.4.2011 13:23 Hanna Birna hættir sem forseti borgarstjórnar - Sóley hættir líka Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur ákveðið að hætta sem forseti borgarstjórnar og Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að hætta sem 1. varaforseti borgarstjórnar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þær sendu frá sér í dag. 20.4.2011 12:08 Varað við snjóflóðahættu á Vestfjörðum Veðurstofa Íslands beinir þeim tilmælum til útivistarfólks að gæta varúðar á norðanverðum Vestfjörðum en nokkur snjóflóð hafa fallið undanfarið, meðal annars af mannavöldum. Þá eru snjóalög ótrygg á svæðinu. 20.4.2011 11:49 666 innbrot í bíla Alls voru 3331 innbrot framin í bíla á árunum 2006-2010, eða að meðaltali 666 innbrot á ári. Í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra kemur fram að þó nokkur aukning hafi orðið á árinu 2009 en þá voru brotin 834 eða 32% fleiri en árin á undan. Þessi þróun gekk svo til baka árið 2010 en þá voru brotin um 600, rétt eins og árin 2006-2008. Á árunum 2006-2009 voru um 90% brotanna á höfuðborgarsvæðinu en þetta hlutfall fór niður í 84% árið 2010. Innbrot í bíla er fjórðungur allra innbrota sem framin voru árið 2010. 20.4.2011 10:49 Pólskir flugdólgar gistu fangageymslur í Keflavík Farþegaþota frá pólska félaginu LOT Polish Airlines neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli í fyrradag þar sem drukknir farþegar voru til mikilla vandræða. Annar þeirra sló meðal annars flugfreyju í andlitið og þurfti áhöfnin að yfirbuga manninn með aðstoð farþega. 20.4.2011 10:29 Páskaáætlun Strætó Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Í tilkynningu segir að á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, verði ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. 20.4.2011 09:33 Olli ónæði á Eyrarbakka, fluttur til Reykjavíkur Lögreglan á Selfossi var í gærkvöldi kölluð að húsi á Eryarbakka vegna manns, sem þar var gestkomandi, en var drukkinn og til vandræða. 20.4.2011 07:24 TF LÍF aftur komin í gagnið hjá Landhelgisgæslunni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF er aftur komin í gagnið eftir stóra skoðun og hefur Gæsaln nú tvær þyrlur til afnota, en aðeins eina þyrluáhöfn eins og stendur. 20.4.2011 07:22 Lögreglan leitar að þjófum á Akureyri Óprúttnir náungar hafa verið á ferð um Akureyri undanfarnar nætur og farið in í ólæsta bíla, þaðan sem þeir hafa stolið ýmsum verðmætum. 20.4.2011 07:17 Banaslys á Norðurlandsvegi Banaslys varð á Norðurlandsvegi í Víðidal, á móts við bæinn Jörfa, þegar jepplingur og stór flutningabíll lentu þar í árkestri á áttunda tímanum í gærkvöldi. 20.4.2011 07:05 Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. 20.4.2011 06:45 Ráðuneytið segir ekkert breytt Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki þekkjast boðið. 20.4.2011 06:30 Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. 20.4.2011 06:00 Laun hækka um átta prósent Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og verkalýðsfélaganna vegna Elkem var undirritaður í gærmorgun. Samningurinn gildir til þriggja ára. 20.4.2011 06:00 Helmingur óttast atvinnuleysi Um helmingur starfsfólks bankanna óttast atvinnuleysi. Rúm 40 prósent hafa upplifað breytingar á starfi sínu síðan í bankahruninu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins, Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í vinnuvernd á líðan, heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum. 20.4.2011 05:30 Átök á lokafundinum um skólasameiningar „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ 20.4.2011 05:00 Réttur almennings aukinn Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. 20.4.2011 05:00 Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) telur að stjórnvöld fari ranga leið í byggðaaðgerðum. 20.4.2011 04:00 Díoxín mælist enn allt of mikið í Eyjum Magn díoxíns í útblæstri sorpbrennslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum er enn hátt yfir viðmiðum, samkvæmt mælingu sem gerð var í mars. Mælingar benda til að árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar, en ryk er þó enn yfir mörkum. 20.4.2011 04:00 Konurnar fá störf að nýju „90% starfsmanna leikskóla eru konur. Það gefur að skilja að þegar kemur til breytinga í leikskólum þá hreyfir það við störfum kvenstjórnenda,“ segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. 19.4.2011 20:55 Alvarlegt slys á Norðurlandsvegi - búið að opna veginn Búið er að hleypa umferð á um Norðurlandsveg í Víðidal við Jörfa en búast má við umferðartöfum þar næsta klukkutímann vegna alvarlegs umferðalsyss sem varð þar um klukkan átta í kvöld. 19.4.2011 20:31 Árekstur á Norðurlandsvegi Lögregla, sjúkrabílar og tækjabílar eru á leið á vettvang hvar umferðarslys varð fyrir um 10 mínútum á Norðurlandsvegi um Víðidal við bæinn Jörfa samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. 19.4.2011 20:03 Nefbraut stúlku og hrinti annarri - man ekkert vegna athyglisbrests Rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir líkamsárás gegn tveimur stúlkum með ársbili í dag. Maðurinn nefbraut aðra stúlkuna í september árið 2009. Atvikið átti sér stað í Bankastræti í Reykjavík en hann skallaði hana að tilefnislausu. 19.4.2011 20:00 Kynferðisbrotamál - framburður unglingsstúlku ekki nóg Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku. Dómari taldi framburð unglingsstúlku ekki fullnægjandi til þess að sakfella manninn, sem var drukkinn þegar atvikið átti sér stað. 19.4.2011 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Nýtt upplýsingafrumvarp rangtúlkað upplýsingamál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að gagnrýni á frumvarp um ný upplýsingalög sé rangtúlkanir. Hún segir það sér að meinalausu að falla frá breytingunum. 21.4.2011 03:00
Strætóakstur um páskana Strætisvagnar munu ekki ganga á föstudaginn langa og páskadag. Í dag, skírdag, og á annan í páskum verður strætisvögnum ekið eftir hefðbundinni sunnudagsáætlun. 21.4.2011 02:45
Tveir stálu tólf slökkvitækjum Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi hvor fyrir að stela tólf slökkvitækjum. 21.4.2011 02:00
Búið að opna Holtavörðuheiði Búið er að opna Holtavörðuheiði, þótt lögregla og björgunarsveitir séu ennþá að athafna sig á vettvangi. 20.4.2011 21:20
Björgunarsveitin Húnar aðstoða ferðalanga á Holtavöruheiði Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú að aðstoða ferðalanga á Holtavörðuheiði en þar er mikil hálka og vindur hefur slegið í og yfir 20 m/sek. 20.4.2011 21:05
Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. 20.4.2011 20:15
Hátt í þúsund fjölskyldur leituðu til Fjölskylduhjálpar í dag Alls leituðu 910 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar í dag vegna mataraðstoðar að sögn Ásgerðar Jónu Flosadótttur. 20.4.2011 17:41
Poppar upp hvunndaginn Þegar Sveinbjörn Fjölnir Pétursson missti vinnuna sumarið 2008 fór hann strax að taka þátt í öllu sem í boði var fyrir atvinnuleitendur. Hann kom einnig fram í Kastljósi og fjallaði um málefni atvinnuleitenda, sem varð til að vekja athygli Spaugstofumanna á honum. 20.4.2011 22:00
Statoil svarar engu um Drekasvæðið Norska olíufélagið Statoil skilgreinir nú bæði Grænland og Færeyjar sem sitt nærsvæði í olíuleit en vill ekki upplýsa hvort það vilji bora á íslenska Drekasvæðinu. 20.4.2011 19:32
Svandís verður líklega tímabundið menntamálaráðherra Ekki er talið líklegt að ráðherralið Vinstri grænna taki miklum breytingum þegar Katrín Jakobsdóttir fer í fæðingarorlof. 20.4.2011 19:00
Stjórn SSNV mótmælir harðlega bensínsköttum stjórnvalda Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var þann 12.apríl síðastliðinn var meðal annars rætt um hækkandi eldsneytisverð og áhrif þess á íbúa og fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni. Eftirfarandi var fært til bókar á fundinum: 20.4.2011 17:53
Ruslakarlar brjóta hugsanlega 15 metra múrinn í vondu veðri Frá og með 1. maí 2011 verða sorpílát við heimili eingöngu sótt 15 metra frá sorpbíl. Borgarbúar hafa búið sig undir þessa breytingu með því að kaupa viðbótarþjónustu og sækja um að færa sorpgerðin nær götu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20.4.2011 17:30
Lifðu sig of mikið inn í leikinn - lögregla kölluð til Ungir tölvuleikjaspilarar vöktu svo mikið ónæði nágranna sinna í nótt að þeir sáu sig knúna til að kvarta til lögreglunnar. Lögreglan segir að ungu mennirnir hafi tekið ábendingum frá lögreglumönnum vel og lofað að taka tillit til annarra íbúa í húsinu. 20.4.2011 17:00
Einn missti meðvitund í Vestmannaeyjum - þrír í hættu Svo virðist vera sem kolsýruleki hafi komið upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í dag. Áhöfnin var um borð í bátnum þegar slysið varð. 20.4.2011 16:51
Vill afsökunarbeiðni frá Jóni Gnarr Rósa Steingrímsdóttir formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík, gerir athugasemd við ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra, á fundi Borgarstjórnar í gær. Rósa segir að Jón hafi lýst því yfir að foreldrar í borginni séu handbendi Sjálfstæðisflokksins og að afstaða þeirra gegn sameiningum í skólakerfinu tengist því. 20.4.2011 16:45
Sex starfsmenn áminntir vegna uppflettinga í sjúkraskrá Sex starfsmenn Landspítala hafa fengið áminningu vegna uppflettinga í rafrænni sjúkraskrá. Við reglubundna athugun á sjúkraskrá Landspítala gerði eftirlitsnefnd með sjúkraskránni athugasemd við uppflettingu níu starfsmanna við reglubundna athugun á notkun sjúkraskrárinnar. Í þremur tilfellum reyndist um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn fengu áminningu. 20.4.2011 15:54
Konur með krabbamein kasta til bata Nokkrar konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini munu fara saman í tveggja daga veiðiferð í Sogið í Grímsnesi í maí. Þar munu þær fá tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða, ef heppnin er með. 20.4.2011 15:45
Jóhönnu að meinalausu að hverfa frá 110 ára ákvæðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sé sér algjörlega að meinalausu að horfið verði frá því að gera einstök skjöl óaðgengileg almenningi í 110 ár í stað 80 ára eins og gert er ráð fyrir í breytingum á upplýsingalögum. Á Facebook-síðu sinni segir Jóhanna að breytingarnar hafi verið gerðar tortryggilegar í fjölmiðlum með rangtúlkunum. 20.4.2011 15:40
Ákærðir fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl Tveir pólskir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 1,5 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa til söludreifingar hér á landi. Mennirnir neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. 20.4.2011 15:10
Verulega neikvæð áhrif af lagningu vegar um Berufjarðardal Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Axarvegar og Hringvegar um Skriðdal og Berufjarðarbotn. 20.4.2011 15:01
Bátur fékk í skrúfuna Bátur fékk í skrúfuna rétt við Gróttu eftir hádegið í dag og varð stjórnvana. Kalla þurfti út þyrlu Landhelgisgæslunnar auk liðs frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og slökkviliðinu. Búið er að koma bátnum í tog og er verið að fara með hann til hafnar, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Tveir bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fylgja honum. 20.4.2011 13:54
Siv á víða undir högg að sækja Það er víðar en á Íslandi sem stjórnmálamenn sem heita Siv hafa orðið að skotspæni skopmyndateiknara að undanförnu. Í norska blaðinu Verdens Gang birtust á dögunum myndir af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins þar í landi. Þar er hún sýnd uppi í rúmi með Mullah Krekar, sem er vafasamur íraskur kúrdi sem fékk hæli í Noregi. Framfaraflokkurinn er hins vegar þekktur fyrir að hafa varan á þegar málefni útlendinga eru annars vegar. 20.4.2011 13:23
Hanna Birna hættir sem forseti borgarstjórnar - Sóley hættir líka Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur ákveðið að hætta sem forseti borgarstjórnar og Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að hætta sem 1. varaforseti borgarstjórnar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þær sendu frá sér í dag. 20.4.2011 12:08
Varað við snjóflóðahættu á Vestfjörðum Veðurstofa Íslands beinir þeim tilmælum til útivistarfólks að gæta varúðar á norðanverðum Vestfjörðum en nokkur snjóflóð hafa fallið undanfarið, meðal annars af mannavöldum. Þá eru snjóalög ótrygg á svæðinu. 20.4.2011 11:49
666 innbrot í bíla Alls voru 3331 innbrot framin í bíla á árunum 2006-2010, eða að meðaltali 666 innbrot á ári. Í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra kemur fram að þó nokkur aukning hafi orðið á árinu 2009 en þá voru brotin 834 eða 32% fleiri en árin á undan. Þessi þróun gekk svo til baka árið 2010 en þá voru brotin um 600, rétt eins og árin 2006-2008. Á árunum 2006-2009 voru um 90% brotanna á höfuðborgarsvæðinu en þetta hlutfall fór niður í 84% árið 2010. Innbrot í bíla er fjórðungur allra innbrota sem framin voru árið 2010. 20.4.2011 10:49
Pólskir flugdólgar gistu fangageymslur í Keflavík Farþegaþota frá pólska félaginu LOT Polish Airlines neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli í fyrradag þar sem drukknir farþegar voru til mikilla vandræða. Annar þeirra sló meðal annars flugfreyju í andlitið og þurfti áhöfnin að yfirbuga manninn með aðstoð farþega. 20.4.2011 10:29
Páskaáætlun Strætó Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Í tilkynningu segir að á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, verði ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. 20.4.2011 09:33
Olli ónæði á Eyrarbakka, fluttur til Reykjavíkur Lögreglan á Selfossi var í gærkvöldi kölluð að húsi á Eryarbakka vegna manns, sem þar var gestkomandi, en var drukkinn og til vandræða. 20.4.2011 07:24
TF LÍF aftur komin í gagnið hjá Landhelgisgæslunni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF er aftur komin í gagnið eftir stóra skoðun og hefur Gæsaln nú tvær þyrlur til afnota, en aðeins eina þyrluáhöfn eins og stendur. 20.4.2011 07:22
Lögreglan leitar að þjófum á Akureyri Óprúttnir náungar hafa verið á ferð um Akureyri undanfarnar nætur og farið in í ólæsta bíla, þaðan sem þeir hafa stolið ýmsum verðmætum. 20.4.2011 07:17
Banaslys á Norðurlandsvegi Banaslys varð á Norðurlandsvegi í Víðidal, á móts við bæinn Jörfa, þegar jepplingur og stór flutningabíll lentu þar í árkestri á áttunda tímanum í gærkvöldi. 20.4.2011 07:05
Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. 20.4.2011 06:45
Ráðuneytið segir ekkert breytt Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki þekkjast boðið. 20.4.2011 06:30
Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. 20.4.2011 06:00
Laun hækka um átta prósent Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og verkalýðsfélaganna vegna Elkem var undirritaður í gærmorgun. Samningurinn gildir til þriggja ára. 20.4.2011 06:00
Helmingur óttast atvinnuleysi Um helmingur starfsfólks bankanna óttast atvinnuleysi. Rúm 40 prósent hafa upplifað breytingar á starfi sínu síðan í bankahruninu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins, Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í vinnuvernd á líðan, heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum. 20.4.2011 05:30
Átök á lokafundinum um skólasameiningar „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ 20.4.2011 05:00
Réttur almennings aukinn Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. 20.4.2011 05:00
Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) telur að stjórnvöld fari ranga leið í byggðaaðgerðum. 20.4.2011 04:00
Díoxín mælist enn allt of mikið í Eyjum Magn díoxíns í útblæstri sorpbrennslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum er enn hátt yfir viðmiðum, samkvæmt mælingu sem gerð var í mars. Mælingar benda til að árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar, en ryk er þó enn yfir mörkum. 20.4.2011 04:00
Konurnar fá störf að nýju „90% starfsmanna leikskóla eru konur. Það gefur að skilja að þegar kemur til breytinga í leikskólum þá hreyfir það við störfum kvenstjórnenda,“ segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. 19.4.2011 20:55
Alvarlegt slys á Norðurlandsvegi - búið að opna veginn Búið er að hleypa umferð á um Norðurlandsveg í Víðidal við Jörfa en búast má við umferðartöfum þar næsta klukkutímann vegna alvarlegs umferðalsyss sem varð þar um klukkan átta í kvöld. 19.4.2011 20:31
Árekstur á Norðurlandsvegi Lögregla, sjúkrabílar og tækjabílar eru á leið á vettvang hvar umferðarslys varð fyrir um 10 mínútum á Norðurlandsvegi um Víðidal við bæinn Jörfa samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. 19.4.2011 20:03
Nefbraut stúlku og hrinti annarri - man ekkert vegna athyglisbrests Rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir líkamsárás gegn tveimur stúlkum með ársbili í dag. Maðurinn nefbraut aðra stúlkuna í september árið 2009. Atvikið átti sér stað í Bankastræti í Reykjavík en hann skallaði hana að tilefnislausu. 19.4.2011 20:00
Kynferðisbrotamál - framburður unglingsstúlku ekki nóg Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku. Dómari taldi framburð unglingsstúlku ekki fullnægjandi til þess að sakfella manninn, sem var drukkinn þegar atvikið átti sér stað. 19.4.2011 19:30