
Fleiri fréttir

Ríkisstjórn veitir níu milljónir til rannsókna
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu um níu milljóna króna framlag til rannsóknar á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna og dýra. Óskað var eftir framlaginu vegna vinnu við gagnasöfnun á gossvæðinu sem fram á að fara í haust, áður en gögn kunna að glatast.

Fjórar ákærðar fyrir slagsmál
Ríkissaksóknari hefur ákært fjórar rúmlega tvítugar konur fyrir líkamsárás á Akureyri.

Stúdentaráð óttast brottfall
Ríflega sautján prósent á námsbækur mun bæði draga úr bóksölu og leiða til aukins brottfalls úr námi, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður stúdentaráðs HÍ, í opnu bréfi sem hann hefur ritað fjármálaráðherra til að vara við hugmyndum um hækkun virðisaukaskatts á bækur.

Reiðarslag ef hætt verður við Helguvík
Það væri gríðarlegt reiðarslag ef eigendur Norðuráls hætta við byggingu álvers í Helguvík vegna óvissu um raforku og tafa á veitingu virkjanaleyfis segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Söfnunarsími fyrir Pakistan
UNICEF á Íslandi hefur tekið í notkun söfnunarsíma til að afla fjár til stuðnings þeim sem orðið hafa verst úti í flóðunum í Pakistan. Að minnsta kosti 15 milljónir manna hafi orðið illa úti í flóðunum í Pakistan, um helmingurinn börn, að mati UNICEF.

Greiða skólagjöld fyrir atvinnulausa
„Við erum að svara mikilli eftirspurn fyrirtækja í hugverkaiðnaði eftir fólki. Þau fáu atvinnuleyfi sem við gefum út eru vegna starfa hjá hugbúnaðarfyrirtækjum. Það er greinilega ekki fólk hér í störfin,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Framlenging á greiðslustöðvun
Héraðsdómur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings fram til 24. nóvember þessa árs. Var það gert að beiðni bankans. Er þetta í þriðja sinn sem Kaupþing fær framlengingu á greiðslustöðvun. Hinn 24. nóvember 2008 var upphaflega veitt heimild til 13. febrúar 2009, síðan var framlengt til 13. nóvember og síðast til 13. ágúst 2010.

Atvinnuauglýsingum fjölgar
atvinna Rúmlega tuttugu prósentum fleiri atvinnuauglýsingar birtust í dagblöðum fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra.

Fundurinn var mikið bakslag
Ekki náðist árangur á kjarafundi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaganna í gær.

Annar maður í haldi vegna morðrannsóknar
Síðdegis í dag var maður handtekinn í tengslum við rannsókn á andláti Hannesar Þórs Helgasonar og færður til yfirheyrslu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hjörleifur fær rúmar sextán milljónir fyrir að hætta hjá Orkuveitunni
Hjörleifur Kvaran fær minnsta kosti sextán milljónir króna í starfslokakjör en samkvæmt útvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld þá verður hann á launum næstu níu mánuðina.

Enginn sérsamningur við Sigurð Einarsson
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var eftirlýstur af Interpol frá 11. maí síðastliðnum og þar til í gær en þá var handtökuskipunin tekin út af vefsíðu Interpol. Hann hafði ekki sinnt kvaðningu sérstaks saksóknara um að mæta í yfirheyrslur.

Rítalínkostnaður Sjúkratrygginga hefur stóraukist
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna Rítalíns og skyldra lyfja við ADHD stefnir í að fara upp undir átta hundruð milljónir króna í ár, og hefur þrefaldast á fjórum árum.

Lögðu hald á 37 kíló af Khat
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli handtóku Litháa og Breta þann 10. ágúst síðastliðinn en þeir reyndust vera með samanlagt 37 kíló af fíkniefninu Khat. Um er að ræða afurð plöntu frá Norðaustur Afríku.

Handteknir eftir bílveltu
Tveir menn af erlendu bergi brotnir voru handteknir vegna bílveltunnar við vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk í dag. Grunur leikur á að annar þeirra,

Stóra Seyruvökvamálið:Fyrirtækið harmar mistökin
Holræsa- og Stífluþjónusta Suðurlands ehf., segist harma þau mistök að hafa losað seyruvökva á vatnsverndarsvæðinu á Þingvöllum um helgina.

Sáttafundi slitið
Upp úr slitnaði á sáttafundi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefndar sveitarfélaganna, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, um fjögurleytið. Viðræðunefndir aðilanna höfðu setið á fundi frá klukkan tvö og tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í viðræðum á fimmtudaginn var.

Bílvelta í Heiðmörk
Bílvelta varð í Heiðmörk við vatnsverndarsvæðið suðaustan við Elliðavatn á fjórða tímanum í dag. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn fannst enginn ökumaður en hann gerði vart við sig eftir að sjúkraflutningamenn höfðu verið á staðnum í um það bil tíu mínútur. Hann var ómeiddur. Olía lak úr bílnum og eru fulltrúar frá umhverfiseftirlitinu að kanna aðstæður og mögulega mengun vegna lekans.

Nokkrir verið handteknir vegna morðsins í Hafnarfirði
Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag vegna morðsins í Hafnarfirði á sunnudag, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar Eyjólfs og Ómar Ragnars rúlluðu síðasta spölinn
Starfsfólk Reykjadals gekk í rúman hálfan sólarhring með þjóðþekkt fólk í hjólastólum til þess að safna áheitum fyrir sumarbúðirnar og nú hefur markmiðum söfnunarinnar verið náð, en rúmlega 15 milljónir króna hafa safnast.

Kostar 14 dollara að ferðast án áritunar til BNA
Frá og með 8. september þurfa allir sem ferðast án áritunar til Bandaríkjanna að greiða gjald sem nemur 14 Bandaríkjadollurum (u.þ.b. 1.600 krónur) þegar þeir sækja um ESTA ferðaheimild.

Sigurður Einarsson kominn til landsins
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til Íslands Samkomulag hefur náðst við Sigurð um að hann mæti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í fyrramálið, að því er fram kemur á fréttavef RÚV

Níu milljónir til að rannsaka áhrif eldgossins á heilsufar
Níu milljónum króna verður varið til rannsóknar á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna og dýra, samkvæmt tillögu sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn. Óskað var eftir framlaginu vegna vinnu við gagnasöfnun á gossvæðinu sem fram á að fara í haust, en mikilvægt er að það náist svo gögnin glatist ekki.

Dregið úr kynbundnum launamun hjá borginni
Árangur hefur náðst síðasta áratug við að draga úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg. Úttekt um málið var lögð fram á síðasta borgarráðsfundi og staðfestir hún niðurstöður rannsóknar frá 2008 sem sýnir að Reykjavíkurborg hefur náð árangri á síðasta áratug við að draga úr launamun kynjanna.

Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark
Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS.

Útilokar ekki frekari uppsagnir
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir að

Bruninn á Laugavegi líklega af mannavöldum
Líklegt þykir að eldur sem kom upp í húsi á Laugavegi fjögur í morgun hafi verið af mannavöldum. Mildi þykir að ekki fór verr en mikill eldsmatur er í húsinu sem er eitt af þeim sem Reykjavíkurborg keypti á sínum tíma og stendur til að gera upp í upprunalegri mynd. Verkstjóri sem var að mæta til vinnu sá reyk á annari hæð og kallaði strax á slökkvilið.

Starfsmenn kirkjunnar þurfa að heimila aðgang að sakaskrá
Þjóðkirkjan er nú að fara af stað með átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að heimila aðgang að sakaskrá með tilliti til kynferðislegs ofbeldis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kirkjuráð sendi frá sér í dag.

Nítján morð á níu árum
Í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra segir að á árunum 2000 til 2009 hefur nítján einstaklingum verið ráðinn bani samkvæmt skilgreiningu 211. gr. hegningarlaga. Þar segir að yfirleitt séu tengsl milli gerenda og þolenda en tvö tilvik séu þar sem tengslin voru engin.

Eldur kom upp í húsnæði á Laugavegi 4
Eldur kom upp í húsnæði að Laugavegi 4 nú á áttunda tímanum. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn. Reykkafarar fóru inn í húsið og náðu að slökkva eldinn á tiltölulega stuttum tíma, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Verið er að slökkva í síðustu glæðunum.

Útkall hjá slökkviliði: Grauturinn brann við
Slökkviliðið var kallað út um klukkan sex í morgun þar sem tilkynning hafði borist um reykjarlykt og skynjara í gangi í Mávahlíð í Reykjavík. Þegar dælubíll og sjúkrabílar komu á staðinn kom í ljós að reykurinn stafaði frá potti á eldavél. Sjúkraliðar snéru því frá en slökkvilliðsmennirnir reykræstu íbúðina.

Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum
Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Morðvopns leitað og málssókn yfirvofandi
Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags.

Vill nýjan dómara í máli níumenninga
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum.

Eimskip getur ekki tapað á siglingunum
Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja.

Vilja bæta árangur drengja í skólum
Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna.

Fjögur útköll á 15 tímum
Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fjórum sinnum á rúmum hálfum sólarhring.

Vill strangt eftirlit með forvirkum rannsóknum
„Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir."

Fækkað um 1.240 á einu ári
Landsmönnum fækkaði um 0,4 prósent frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár. Þeta er í fyrsta sinn sem landsmönnum fækkar á einu ári síðan árið 1888 þegar töluverður hópur Íslendinga fluttist vestur um haf til Ameríku. Þá fækkaði landsmönnum um 1.724 frá árinu 1887 eða um 2,4 prósent.

Kemur í veg fyrir smitáhrif
Samningur gekk formlega í gildi í gær á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem miðar að því að tryggja fjármálastöðugleika í löndunum öllum. Hann kveður á um sameiginleg viðbrögð ríkjanna allra gegn áfalli sem eitt þeirra verður fyrir og draga á úr hættunni á að fjármálakreppa breiði úr sér yfir landamæri. Ástand sem bundið er við einstakt ríki fellur ekki undir samkomulagið, líkt og segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Undir samkomulagið undirrituðu fulltrúar fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlita landanna allra, þar á meðal Íslands.

Þarf að koma atvinnulífinu af stað
„Það er ekki síður þörf á raunsæi en rómantík," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hefur tekið undir ósk þingmanna Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra komi á fund iðnaðarnefndar til að ræða áform ríkisstjórnarinnar um stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Útboð vegna bólusetningar við eyrnabólgu
Stefnt er að því að útboð vegna bólusetningar allra ungbarna gegn pneumókokkasýkingum verði auglýst ekki síðar en 29. ágúst næstkomandi.

„Erum öll Helga Björk“
Bágum kjörum og niðurskurði hins opinbera við ellilífeyrisþega og öryrkja síðustu ár var mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorgun, eða um það leyti sem fyrirtöku í máli gegn níumenningunum svokölluðu var frestað handan við götuna í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hjálpa til við hagræðingu
Samlagssjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í nýsköpunarfyrirtækinu ICEconsult fyrir áttatíu milljónir króna.

Fimmti hver heyrnarskertur
Fimmti hver táningur sem tók þátt í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum hafði misst heyrn að einhverju leyti. Sérfræðingar hvetja til þess að fólk lækki í tónlistarspilurum þó tengsl á milli spilaranna og heyrnarskerðingar hafi ekki verið staðfest.