Fleiri fréttir Myndir ársins Geir H. Haarde, forsætisráðherra, opnaði sýningu blaðaljósmyndara, Myndir ársins, í Gerðarsafni í dag að viðstöddu fjölmenni. Sýningin skartar rúmlega 200 myndum frá tæplega 40 ljósmyndurum. Mynd ársins sem þið sjáið hér að ofan tók Eggert Jóhannesson af Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs þegar hann hélt upp á sextugsafmæli sitt í Glaðheimum, reiðhöll Gusts í Kópavogi, 29.september. 23.2.2008 16:09 Hvalkjötið enn óselt Þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um fyrirkomulag á sölu á kjötinu þangað. Sjávarútvegsráðherra er heldur þó í vonina um að það takist. 23.2.2008 12:28 Sprengja sprakk á Spáni Lítil sprengja sprakk fyrir utan sjónvarps og útvarpssendi rétt fyrir utan borgina Bilbao í Baskahéruðum Spánar morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni. 23.2.2008 12:07 Opið í Skálafelli í fyrsta skipti í 3 ár Mörg skíðasvæði eru opin í dag. Til að mynda eru diskalyftur opnar í Skálafelli í fyrsta skipti í um þrjú ár. Stefnt er að opna stólalyftuna þar síðar í dag eða á morgun. 23.2.2008 11:15 Háskóli Íslands styrkir afburðarnemendur Háskólaráð hefur samþykkt að setja á stofn afreks- og hvatningasjóð til styrktar afburðanemendum. Þetta kom fram í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands við brautskráningu í dag. 23.2.2008 11:10 Geir og Þorgerður vilja ekki Vilhjálm sem oddvita Hvorki Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði áfram oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. 23.2.2008 11:00 Leit að Piper vélinni hætt Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél sem leitað hefur verið frá því á fimmudag hefur verið hætt. Vonskuveður er enn á svæðinu en ölduhæð þar er tíu metrar á sekúndu. Leitað hefur verið verið á öllu því svæði þar sem talið var að að björgunarbátur flugvélarinnar gæti fundist. 23.2.2008 10:18 Skíðasvæðið í Tindastól opið í dag Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði verður opið frá klukkan 11 til 17 í dag. Þar er -6°c, suðaustan átt, 4 m/sek, léttskýjað og fínasta skíðafæri að sögn staðarhaldara. 23.2.2008 09:53 Fjórir á spítala eftir árekstur við Eyrarbakka Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur varð við Eyrabakka rétt eftir miðnætti. Áreksturinn varð þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Farþegarnir eru ekki mikið slasaðir að sögn lögreglu. 23.2.2008 09:49 Málþing um stóriðju á Vestfjörðum Málþing um stóriðju á Vestfjörðum verður haldið á Bíldudal í dag og á Ísafirði á morgun. Tilefni þess er að nú liggja fyrir skýrslur um staðarval fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. 23.2.2008 09:44 Nánir vinir Vilhjálms gætu grætt milljarða á lóðabraski Magnús Jónatansson, einn nánasti vinur og stuðningsmaður borgarstjórans fyrrverandi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, og félagar hans í eignarhaldsfélaginu Lindberg gætu grætt milljarða á lóðabraski í Örfirisey. Til þess að þarf þó fyrst að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðisins í íbúðabyggð. 23.2.2008 09:42 Nadja heil á húfi Nadja Karitas, ung stúlka sem leitað hefur verið að undanfarna daga er fundin heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík. Ekkert amaði að henni samkvæmt sömu upplýsingum. 23.2.2008 09:39 Fjórir handteknir í Reykjanesbæ Einn ökumaður var tekinn í Reykjanesbæ í gærkvöld grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fannst lítilræði af meintum kannabisefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu í bifreiðinni og voru því fjórir farþegar, sem voru í bifreiðinni einnig handteknir og fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Allir aðilarnir voru lausir að lokinni yfirheyrslu. 23.2.2008 09:28 Hvetur Össur líka til þess að fara snemma í háttinn „Nú sé ég að kollegi minn í ríkisstjórn skrifar um lítið annað á sinni heimasíðu en Dag B. Eggertsson. Það fer samt enginn á taugum í Samfylkingunni við það,“ sagði Össur Skarphéðinsson í dag og átti þar við tilvitnun Björns Bjarnasonar í orð Dags B Eggertssonar. 22.2.2008 22:59 Nadja Karitas fundin heil á húfi Lögreglan á Dalvík lýsti eftir stúlku í fyrradag, Nadju Karitas. Hún er nú fundin og amaði ekkert að henni að sögn lögreglu. Stúlkan sem er fjórtán ára er nú komin í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur. 22.2.2008 22:47 Hálka á Hellisheiði Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja um allt Suður- og Vesturland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld. 22.2.2008 22:54 Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssonum hefur veri sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna en dómari féllst ekki á það. 22.2.2008 19:04 Réði sig hjá samkeppnisaðilanum og er krafinn um þrjátíu milljónir Tæplega þrítugur maður hefur verið krafinn um hátt í þrjátíu milljónir í bætur af fyrirtæki þar sem hann starfaði fyrir að hafa ráðið sig eftir starfslok þar hjá samkeppnisaðilanum. 22.2.2008 19:02 Tvær bílveltur á Suðurnesjum í dag Tvær bílveltur voru á Suðurnesjum í dag. Um klukkan átta í morgun valt bíll í Grindavík og þremur tímum síðar á Garðsvegi. 22.2.2008 18:49 Vilhjálmur ætlar að standa af sér storminn Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og taka við sæti borgarstjóra að ári. Þetta hefur fréttastofa eftir öruggum heimildum. 22.2.2008 18:45 Farsælast fyrir Össur að sofa á nóttunni segir Geir Ætli menn að verða ráðherrar lengi eiga þeir að vinna og skrifa á daginn, en sofa á nóttunni, segir forsætisráðherra. 22.2.2008 18:43 Kópavogsbær styrkir Sunnuhlíð Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt tímabundna fjárveitingu til sjálfseignarstofnunarinnar Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Þetta er gert sökum þess að ekki hefur tekist á síðastliðnum tveimur mánuðum að manna vaktir að fullu. 22.2.2008 18:17 Leitað eftir hugmyndum að nafni á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Eignarhaldsfélagið Portus hefur ákveðið að leita til almennings um hugmyndir að nafni á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem rís við höfnina í Reykjavík. 22.2.2008 16:40 Ákærð fyrir að trufla störf lögreglu Tuttugu og eins árs gömul kona hefur verið ákærð fyrir að trufla störf lögreglu og neita að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að víkja á brott þegar hún var stödd fyrir utan veitingastaðinn Gauk á Stöng aðfararnótt sunnudagsins 7. október síðastliðinn. Stúlkan braut gegn 19. grein lögreglulaga, en þar segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. 22.2.2008 16:31 Áætlanir um að Baugsmál verði tekið fyrir í Hæstarétti í maí Áætlanir eru um að sá angi Baugsmálsins sem enn er fyrir dómstólum verði tekinn fyrir í Hæstarétti í maí. Ekki er þó búið að festa dagsetningu þar um. 22.2.2008 16:28 Leitað að Piper-vél fram í myrkur Leitað verður að bandarísku Piper Cherokee flugvélinni, sem hvarf af ratsjám fyrir austan land í gær, fram í myrkur. 22.2.2008 16:19 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skattalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 21,5 milljónir króna í sekt fyrir að brjóta lög um virðisaukaskatt og tekjuskatt. 22.2.2008 15:40 Mánaðarfangelsi fyrir að berja mann með billjarðkjuða Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að slá annan mann með billjarðkjuða í höfuðið þannig að fórnarlambið hlaut skurð á ennið. 22.2.2008 15:18 Kennarar fá um 70 þúsund króna aukagreiðslu vegna manneklu Kennarar og háskólamenntað starfsfólk í skólum borgarinnar fá samtals um 70 þúsund krónur í eingreiðslu vegna manneklu sem plagað hefur skólana í vetur. 22.2.2008 14:38 Ólafur Ragnar ræddi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti í gær erindi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á málþingi sem fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum efndi til í höfuðstöðvum samtakanna í New York. 22.2.2008 14:29 Mótvægisaðgerðir ræddar að nýju vegna veiðistöðvunar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin muni ræða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á aflamarki. Loðnuveiðar voru stöðvaðar á hádegi í gær, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins. 22.2.2008 14:21 Skorað á stjórnvöld að lækka eldsneytisgjald Neytendasamtökin taka undir áskörun Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Í frétt á vef samtakanna eru sögð full rök fyrir því að gjaldið sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskatti. Þá minna samtökin á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi. 22.2.2008 14:11 Forsætisráðherra: Breiðavíkurdrengirnir fá bætur Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta semja frumvarp um hugsanlegar bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 22.2.2008 12:57 Enn er leitað að Nödju Karitas Enn hefur ekkert spurst til 14 ára gamallar stúlku sem fór frá Dalvík í fyrradag. Stúlkan, Nadja Karitas Gulla Hallström, hvarf í hádeginu á miðvikudaginn og er talið að hún hafi ætlað til Reykjavíkur. 22.2.2008 12:50 Vill heilsársveg á hálendinu vegna lengingar flugbrautar Lenging flugbrautarinnar á Akureyri eykur nauðsyn þess að hálendið opnist almennilega fyrir ferðamenn með tengingu norðurs og suðurs. Þetta segir talsmaður í ferðaþjónustu sem vill heilsársveg. 22.2.2008 12:45 Hittast í dag til að skipuleggja loðnuleit Fulltrúar útvegsmanna og Hafrannsóknastofnunar ætla að hittast í dag til þess að skipuleggja leit að loðnu á tveimur Hafrannsóknaskipum og nokkrum loðnuskipum í næstu viku. 22.2.2008 12:30 Vill funda með Eyjamönnum um tillögur þeirra Sjávarútvegsráðherra segir hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja í sjávarútvegsmálum athyglisverðar en vill ræða við menn þar áður en hann tekur efnislega afstöðu. 22.2.2008 12:17 Bréf umboðsmanns kemur Árna ekki á óvart Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir það ekki vera áfellisdóm að Umboðsmaður Alþingis taki skipun hans á Þorsteini Davíðssyni í embætti héraðsdómara til efnislegrar meðferðar. 22.2.2008 12:11 Annmarkar á ákvarðanatöku varðandi vistun á Breiðavík Annmarkar voru á verklagi og málsmeðferð við töku ákvarðana í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun barna stóran hluta þess tímabils sem Breiðavík var starfandi, einkum á árunum 1952 til 1965-1966. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri skýrslu nefndar Breiðavíkurmálið sem kynnt var í morgun. 22.2.2008 11:45 Áfram leitað að flugvél í dag ef aðstæður leyfa TF-SYN, Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, og varðskip frá stofnuninni hafa í morgun leitað flugvélarinnar sem saknað hefur verið fyrir austan land eftir að hún hafnaði í sjónum í gær. Reiknað er með að leit haldi áfram í dag ef aðstæður leyfa. 22.2.2008 11:30 Össur neitar að tjá sig meira um Gíslaskrif Össur Skarphéðinsson neitaði í dag að tjá sig um skrif sín á bloggsíðu sinni um Gísla Martein Baldursson. Ráðherrann var að koma af ríkisstjórnarfundi þegar blaðamenn reyndu að ná af honum tali. Össur vildi ekki veita viðtöl en sagðist þegar hafa tjáð sig um málið. 22.2.2008 11:14 Stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélaginu á lokastigi Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vonast til að stjórnsýsluúttekt á á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar verði lokið í næstu viku en segir það þó ekki öruggt. 22.2.2008 11:02 Penninn og Habitat mega renna saman Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna samruna Pennans og eignarhaldsfélagsins Smára sem rekur Habitat. 22.2.2008 10:33 Hafa þungar áhyggjur af ástandi Norðfjarðarflugvallar Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggjum af bágbornu ástandi og viðhaldsskorti á Norðfjarðarflugvelli. 22.2.2008 10:16 RKÍ aðstoðar Rauðu Davíðsstjörnuna Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Rauðu Davíðsstjörnuna, við að setja á fót verkefni í sálrænum stuðningi 22.2.2008 10:09 Sjá næstu 50 fréttir
Myndir ársins Geir H. Haarde, forsætisráðherra, opnaði sýningu blaðaljósmyndara, Myndir ársins, í Gerðarsafni í dag að viðstöddu fjölmenni. Sýningin skartar rúmlega 200 myndum frá tæplega 40 ljósmyndurum. Mynd ársins sem þið sjáið hér að ofan tók Eggert Jóhannesson af Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs þegar hann hélt upp á sextugsafmæli sitt í Glaðheimum, reiðhöll Gusts í Kópavogi, 29.september. 23.2.2008 16:09
Hvalkjötið enn óselt Þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um fyrirkomulag á sölu á kjötinu þangað. Sjávarútvegsráðherra er heldur þó í vonina um að það takist. 23.2.2008 12:28
Sprengja sprakk á Spáni Lítil sprengja sprakk fyrir utan sjónvarps og útvarpssendi rétt fyrir utan borgina Bilbao í Baskahéruðum Spánar morgun. Enginn slasaðist í sprengingunni. 23.2.2008 12:07
Opið í Skálafelli í fyrsta skipti í 3 ár Mörg skíðasvæði eru opin í dag. Til að mynda eru diskalyftur opnar í Skálafelli í fyrsta skipti í um þrjú ár. Stefnt er að opna stólalyftuna þar síðar í dag eða á morgun. 23.2.2008 11:15
Háskóli Íslands styrkir afburðarnemendur Háskólaráð hefur samþykkt að setja á stofn afreks- og hvatningasjóð til styrktar afburðanemendum. Þetta kom fram í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands við brautskráningu í dag. 23.2.2008 11:10
Geir og Þorgerður vilja ekki Vilhjálm sem oddvita Hvorki Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði áfram oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. 23.2.2008 11:00
Leit að Piper vélinni hætt Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél sem leitað hefur verið frá því á fimmudag hefur verið hætt. Vonskuveður er enn á svæðinu en ölduhæð þar er tíu metrar á sekúndu. Leitað hefur verið verið á öllu því svæði þar sem talið var að að björgunarbátur flugvélarinnar gæti fundist. 23.2.2008 10:18
Skíðasvæðið í Tindastól opið í dag Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði verður opið frá klukkan 11 til 17 í dag. Þar er -6°c, suðaustan átt, 4 m/sek, léttskýjað og fínasta skíðafæri að sögn staðarhaldara. 23.2.2008 09:53
Fjórir á spítala eftir árekstur við Eyrarbakka Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur varð við Eyrabakka rétt eftir miðnætti. Áreksturinn varð þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Farþegarnir eru ekki mikið slasaðir að sögn lögreglu. 23.2.2008 09:49
Málþing um stóriðju á Vestfjörðum Málþing um stóriðju á Vestfjörðum verður haldið á Bíldudal í dag og á Ísafirði á morgun. Tilefni þess er að nú liggja fyrir skýrslur um staðarval fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. 23.2.2008 09:44
Nánir vinir Vilhjálms gætu grætt milljarða á lóðabraski Magnús Jónatansson, einn nánasti vinur og stuðningsmaður borgarstjórans fyrrverandi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, og félagar hans í eignarhaldsfélaginu Lindberg gætu grætt milljarða á lóðabraski í Örfirisey. Til þess að þarf þó fyrst að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðisins í íbúðabyggð. 23.2.2008 09:42
Nadja heil á húfi Nadja Karitas, ung stúlka sem leitað hefur verið að undanfarna daga er fundin heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík. Ekkert amaði að henni samkvæmt sömu upplýsingum. 23.2.2008 09:39
Fjórir handteknir í Reykjanesbæ Einn ökumaður var tekinn í Reykjanesbæ í gærkvöld grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fannst lítilræði af meintum kannabisefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu í bifreiðinni og voru því fjórir farþegar, sem voru í bifreiðinni einnig handteknir og fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Allir aðilarnir voru lausir að lokinni yfirheyrslu. 23.2.2008 09:28
Hvetur Össur líka til þess að fara snemma í háttinn „Nú sé ég að kollegi minn í ríkisstjórn skrifar um lítið annað á sinni heimasíðu en Dag B. Eggertsson. Það fer samt enginn á taugum í Samfylkingunni við það,“ sagði Össur Skarphéðinsson í dag og átti þar við tilvitnun Björns Bjarnasonar í orð Dags B Eggertssonar. 22.2.2008 22:59
Nadja Karitas fundin heil á húfi Lögreglan á Dalvík lýsti eftir stúlku í fyrradag, Nadju Karitas. Hún er nú fundin og amaði ekkert að henni að sögn lögreglu. Stúlkan sem er fjórtán ára er nú komin í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur. 22.2.2008 22:47
Hálka á Hellisheiði Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja um allt Suður- og Vesturland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld. 22.2.2008 22:54
Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssonum hefur veri sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna en dómari féllst ekki á það. 22.2.2008 19:04
Réði sig hjá samkeppnisaðilanum og er krafinn um þrjátíu milljónir Tæplega þrítugur maður hefur verið krafinn um hátt í þrjátíu milljónir í bætur af fyrirtæki þar sem hann starfaði fyrir að hafa ráðið sig eftir starfslok þar hjá samkeppnisaðilanum. 22.2.2008 19:02
Tvær bílveltur á Suðurnesjum í dag Tvær bílveltur voru á Suðurnesjum í dag. Um klukkan átta í morgun valt bíll í Grindavík og þremur tímum síðar á Garðsvegi. 22.2.2008 18:49
Vilhjálmur ætlar að standa af sér storminn Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og taka við sæti borgarstjóra að ári. Þetta hefur fréttastofa eftir öruggum heimildum. 22.2.2008 18:45
Farsælast fyrir Össur að sofa á nóttunni segir Geir Ætli menn að verða ráðherrar lengi eiga þeir að vinna og skrifa á daginn, en sofa á nóttunni, segir forsætisráðherra. 22.2.2008 18:43
Kópavogsbær styrkir Sunnuhlíð Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt tímabundna fjárveitingu til sjálfseignarstofnunarinnar Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Þetta er gert sökum þess að ekki hefur tekist á síðastliðnum tveimur mánuðum að manna vaktir að fullu. 22.2.2008 18:17
Leitað eftir hugmyndum að nafni á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Eignarhaldsfélagið Portus hefur ákveðið að leita til almennings um hugmyndir að nafni á Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem rís við höfnina í Reykjavík. 22.2.2008 16:40
Ákærð fyrir að trufla störf lögreglu Tuttugu og eins árs gömul kona hefur verið ákærð fyrir að trufla störf lögreglu og neita að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að víkja á brott þegar hún var stödd fyrir utan veitingastaðinn Gauk á Stöng aðfararnótt sunnudagsins 7. október síðastliðinn. Stúlkan braut gegn 19. grein lögreglulaga, en þar segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. 22.2.2008 16:31
Áætlanir um að Baugsmál verði tekið fyrir í Hæstarétti í maí Áætlanir eru um að sá angi Baugsmálsins sem enn er fyrir dómstólum verði tekinn fyrir í Hæstarétti í maí. Ekki er þó búið að festa dagsetningu þar um. 22.2.2008 16:28
Leitað að Piper-vél fram í myrkur Leitað verður að bandarísku Piper Cherokee flugvélinni, sem hvarf af ratsjám fyrir austan land í gær, fram í myrkur. 22.2.2008 16:19
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skattalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 21,5 milljónir króna í sekt fyrir að brjóta lög um virðisaukaskatt og tekjuskatt. 22.2.2008 15:40
Mánaðarfangelsi fyrir að berja mann með billjarðkjuða Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að slá annan mann með billjarðkjuða í höfuðið þannig að fórnarlambið hlaut skurð á ennið. 22.2.2008 15:18
Kennarar fá um 70 þúsund króna aukagreiðslu vegna manneklu Kennarar og háskólamenntað starfsfólk í skólum borgarinnar fá samtals um 70 þúsund krónur í eingreiðslu vegna manneklu sem plagað hefur skólana í vetur. 22.2.2008 14:38
Ólafur Ragnar ræddi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti í gær erindi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á málþingi sem fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum efndi til í höfuðstöðvum samtakanna í New York. 22.2.2008 14:29
Mótvægisaðgerðir ræddar að nýju vegna veiðistöðvunar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin muni ræða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á aflamarki. Loðnuveiðar voru stöðvaðar á hádegi í gær, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins. 22.2.2008 14:21
Skorað á stjórnvöld að lækka eldsneytisgjald Neytendasamtökin taka undir áskörun Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Í frétt á vef samtakanna eru sögð full rök fyrir því að gjaldið sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskatti. Þá minna samtökin á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi. 22.2.2008 14:11
Forsætisráðherra: Breiðavíkurdrengirnir fá bætur Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta semja frumvarp um hugsanlegar bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. 22.2.2008 12:57
Enn er leitað að Nödju Karitas Enn hefur ekkert spurst til 14 ára gamallar stúlku sem fór frá Dalvík í fyrradag. Stúlkan, Nadja Karitas Gulla Hallström, hvarf í hádeginu á miðvikudaginn og er talið að hún hafi ætlað til Reykjavíkur. 22.2.2008 12:50
Vill heilsársveg á hálendinu vegna lengingar flugbrautar Lenging flugbrautarinnar á Akureyri eykur nauðsyn þess að hálendið opnist almennilega fyrir ferðamenn með tengingu norðurs og suðurs. Þetta segir talsmaður í ferðaþjónustu sem vill heilsársveg. 22.2.2008 12:45
Hittast í dag til að skipuleggja loðnuleit Fulltrúar útvegsmanna og Hafrannsóknastofnunar ætla að hittast í dag til þess að skipuleggja leit að loðnu á tveimur Hafrannsóknaskipum og nokkrum loðnuskipum í næstu viku. 22.2.2008 12:30
Vill funda með Eyjamönnum um tillögur þeirra Sjávarútvegsráðherra segir hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja í sjávarútvegsmálum athyglisverðar en vill ræða við menn þar áður en hann tekur efnislega afstöðu. 22.2.2008 12:17
Bréf umboðsmanns kemur Árna ekki á óvart Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir það ekki vera áfellisdóm að Umboðsmaður Alþingis taki skipun hans á Þorsteini Davíðssyni í embætti héraðsdómara til efnislegrar meðferðar. 22.2.2008 12:11
Annmarkar á ákvarðanatöku varðandi vistun á Breiðavík Annmarkar voru á verklagi og málsmeðferð við töku ákvarðana í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun barna stóran hluta þess tímabils sem Breiðavík var starfandi, einkum á árunum 1952 til 1965-1966. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri skýrslu nefndar Breiðavíkurmálið sem kynnt var í morgun. 22.2.2008 11:45
Áfram leitað að flugvél í dag ef aðstæður leyfa TF-SYN, Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, og varðskip frá stofnuninni hafa í morgun leitað flugvélarinnar sem saknað hefur verið fyrir austan land eftir að hún hafnaði í sjónum í gær. Reiknað er með að leit haldi áfram í dag ef aðstæður leyfa. 22.2.2008 11:30
Össur neitar að tjá sig meira um Gíslaskrif Össur Skarphéðinsson neitaði í dag að tjá sig um skrif sín á bloggsíðu sinni um Gísla Martein Baldursson. Ráðherrann var að koma af ríkisstjórnarfundi þegar blaðamenn reyndu að ná af honum tali. Össur vildi ekki veita viðtöl en sagðist þegar hafa tjáð sig um málið. 22.2.2008 11:14
Stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélaginu á lokastigi Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vonast til að stjórnsýsluúttekt á á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar verði lokið í næstu viku en segir það þó ekki öruggt. 22.2.2008 11:02
Penninn og Habitat mega renna saman Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna samruna Pennans og eignarhaldsfélagsins Smára sem rekur Habitat. 22.2.2008 10:33
Hafa þungar áhyggjur af ástandi Norðfjarðarflugvallar Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir þungum áhyggjum af bágbornu ástandi og viðhaldsskorti á Norðfjarðarflugvelli. 22.2.2008 10:16
RKÍ aðstoðar Rauðu Davíðsstjörnuna Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Rauðu Davíðsstjörnuna, við að setja á fót verkefni í sálrænum stuðningi 22.2.2008 10:09