Fleiri fréttir Hass haldlagt í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði hald á lítilræði af hassi í gærkvöldi sem fannst í bifreið tveggja pilta um tvítugt. Efnið fannst eftir að lögregla stöðvaði piltana við reglubundið eftirlit og er talið hafa verið til einkaneyslu. 14.9.2006 07:30 Rannveig hættir í stjórnmálum Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi ákvað rétt í þessu á aðalfundi kjördæmisráðs að halda lokað prófkjör fyrir flokksmenn til að velja á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Rannveig Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. 13.9.2006 22:00 Eitt númer í tveimur GSM símtækjum Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum mögulegt að hafa eitt og sama símanúmerið í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar til dæmis þeim sem eru með símtæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma. 13.9.2006 21:45 Vonast til að geta hafið hvalveiðar í október Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., vonast til að geta hafið hvalveiðar í október miðað við yfirlýsingar stjórnvalda. Hann vonast til að fá haffærniskírteini í næstu viku og hvalstöðin í Hvalfirði er í endurnýjun. 13.9.2006 21:32 Reykvísk börn fá frístundakort Reykvísk börn eiga von á frístundakorti frá borginni með úttekt til að stunda íþróttir, tónlist og annað tómstundastarf. Upphæðin á að hækka í áföngum og verða fjörutíu þúsund, samkvæmt stefnu borgaryfirvalda. 13.9.2006 21:29 Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Maðurinn, sem ók bifreið á hús Vífilfells á Akureyri í byrjun mars með þeim afleiðingum að farþegi lést, var undir áhrifum áfengis. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 13.9.2006 21:27 Með góða reynslu af samvinnu við Barnahús Dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra segir góða reynslu af samvinnu dómstólsins og starfsfólks Barnahúss. Hann segist þó skilja að Héraðsdómur Reykjavíkur noti eigið starfsfólk þegar börn eru yfirheyrð. 13.9.2006 21:25 Segir fjármálaráðherra fagna of snemma Verðbólgan minnkar og fjármálaráðherra fagnar. En Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ráðherra fagna góðu gengi of snemma. 13.9.2006 21:22 Meiri innflutningur á vinnafli til Íslands og Noregs Innflutningur vinnuafls til Íslands og Noregs hefur verið mun meiri en til flestra ríkja evrópska efnahagssvæðisins á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út. 13.9.2006 21:18 Spá hækkun stýrvaxta Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir í fjórtán prósent á morgun. Geiningardeildin gerir þannig ráð fyrir hálfs prósentu hækkun á stýrivöxtum en jafnframt sé um að ræða síðustu hækkunina í þessari uppsveiflu. Stýrivextir taki svo að lækka á nýjan leik á næsta ári. 13.9.2006 20:53 Blóðbönd tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna Íslenska kvikmyndin Blóðbönd er meðal þeirra 49 kvikmynda sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í Póllandi þann 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var frumsýnd hér á landi í febrúar. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson en handrit skrifaði Jón Atli Jónasson. 13.9.2006 20:00 Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna. 13.9.2006 19:05 Ferðatöskumálið upplýst Ferðataskan sem lögreglan í Kópavogi fann í gær með smókingfötum og öðrum fatnaði, er komin til eigenda sín. Ferðatöskunni hafði verið stolið úr ólæstri bifreið nokkrum dögum áður en eigandi töskunnar kom til lögrelunnar í dag og endurheimti fötin sín. 13.9.2006 18:15 37 milljónir króna söfnuðust í Göngum til góðs 37 milljónir söfnuðust í landsöfnum Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, um síðustu helgi. Það er tveimur milljónum krónum meira en safnaðist í söfnuninni fyrir tveimur árum. 13.9.2006 18:00 Áformum um stóriðju verði slegið á frest Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. 13.9.2006 17:45 Gaf safninu ágrip úr dagbókum sínum frá stríðsárunum Fyrrum breskur hermaður gaf í dag Íslenska stríðsminjasafninu á Reyðarfirði teikningar og ljósmyndir frá þeim tíma er hann dvaldist hér á landi við herskyldu fyrir sextíu og fimm árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma en fjöllunum hafi hann þó aldrei gleymt. 13.9.2006 17:24 Atvinnuleysi í ágúst 1,2 prósent Eins komma tveggja prósenta atvinnuleysi mældist í ágústmánuði síðastliðnum samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 11 prósent minni í ágúst en í júlí og hefur atvinnulausum fækkað um þriðjung frá því í ágúst 2005. 13.9.2006 17:15 Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. 13.9.2006 17:07 Seðlabankinn kynnir breytingu stýrivaxta á morgun Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar með fjölmiðlum á morgun til þess að kynna ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti. Stýrivextir eru nú 13,5% en þeir voru síðast hækkaðir þann 16. ágúst. Fundurinn fer fram í fundarsal bankans að Sölvhóli og hefst klukkan 11. 13.9.2006 15:27 Kínverjinn farinn af landi brott Kínverjinn, sem veitti sjálfum sér áverka í vinnubúðum á Kárahnjúkum 20. ágúst síðastliðinn, er farinn úr landi og hefur látið af störfum. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum, segir að maðurinn hafi farið af landi brott stuttu eftir að hann losnaði af sjúkrahúsi. 13.9.2006 15:13 Náttúra landsins verði sett í forgang Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. 13.9.2006 14:57 Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé. 13.9.2006 14:51 Ítrekað ekið á hæðarslár Lögregla kvartar enn undan því að ekið sé á hæðarslár sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Síðdegis í gær var þrisvar ekið á hæðarslárnar þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta. 13.9.2006 14:30 Latibær verðlaunaður í Þýskalandi Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru útnefndir eitt besta barnaefni í þýsku sjónvarpi á föstudaginn var. Verðlaunin sem kennd eru við EMIL, sem er þekkt persóna í TV Spielfilm, sjónvarps- og kvikmyndatímariti í Þýskalandi. 13.9.2006 14:15 Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. 13.9.2006 14:00 Þrjú tonn af jarðvegi hreinsuð upp vegna olíuleka Betur fór en á horfðist þegar á bilinu 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir hádegi í dag. Olíuleiðsla í vélinni gaf sig en ekki liggur fyrir hvers vegna. 13.9.2006 13:55 Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. 13.9.2006 13:45 Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. 13.9.2006 13:30 Mengunarslys við Hólmsá Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur. 13.9.2006 12:48 Ekki sanngjarnt að fólk missi réttindin í nýrri vinnu Flutningur réttinda launafólks á milli sjúkrasjóða í stéttarfélögum er sanngirnismál, það eru formenn ASÍ og BSRB sammála um. Mikill munur á bolmagni sjúkrasjóða í opinbera kerfinu og á almenna markaðnum kemur hins vegar í veg fyrir að launafólk fái réttindi sín flutt þegar það skiptir um vinnu frá hinu opinbera yfir á almenna markaðinn eða öfugt. 13.9.2006 11:57 Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. 13.9.2006 11:45 Atlantsolía lækkar bensínverð Forráðamenn Atlantsolíu hafa ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og kostar hann nú 121 krónu og 60 aura og 120 krónur og sextíu aura fyrir dælulyklahafa. Bensín hefur nú lækkað um tæpar 10 krónur síðan um miðjan júlí eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 13.9.2006 11:30 Flaggað í hálfa stöng í Bankastræti Þeir sem leið áttu um Bankastrætið í morgunsárið hafa líklega tekið eftir breytingu í umhverfinu. Tólf bleikum fánum var nefnilega flaggað í hálfa stöng í ljósastaurum við götuna. 13.9.2006 11:15 Viðskiptahalli 161 milljarður á síðasta ári Viðskiptahalli síðasta árs reyndist 161 milljarður króna samkvæmt nýjum bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landsframleiðsla á árinu 2005 hafi verið 1.012 milljarðar og aukist um 7,5 prósent að raungildi frá fyrra ári. 13.9.2006 10:39 Ferðataska full af fötum Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. 13.9.2006 10:15 Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. 13.9.2006 10:02 Innflutningur á selskinnum inna EBS verði bannaður Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. 13.9.2006 09:30 Fundað vegna öldu umferðarslysa Félagasamtök, ráðuneyti og stofnanir efna til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu á morgun klukkan 17.15 undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!" Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu. 13.9.2006 09:26 Fluttur á slysadeild Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 13.9.2006 09:00 Þyrla sótti slasaðan hestamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann var fluttur á gæsludeild Landspítalans. 13.9.2006 07:45 Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,6 milljarða Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,6 milljarða króna í ágústmánuði og dregst heldur saman frá því í júlí, þegar vöruskiptahallinn var rúmir 19 milljarðar. Eldsneytisinnflutningur dregst þónokkuð saman frá fyrra mánuði, en sá innflutningur er afar sveiflukenndur. 13.9.2006 07:28 Vatnsleki í íbúðarblokk í Kópavogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr á tíunda tímanum í kvöld vegna bilunar í heitavatnskrana í íbúðarblokk í Ástúni. Nokkuð mikið af heitu vatni hafði leikið úr einni íbúðinni og niður um þrjár hæðir en greiðlega gekk að stöðva lekann þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn. Einn íbúi brenndist lítillega þegar hann reyndi að stöðva lekann en hann kom sér sjálfur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. 12.9.2006 22:43 Lögregla fann stóra ferðatösku Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í kvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er ljóst hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en ef einhver saknar fata sinna þá getur sá hinn sami haft samband við lögregluna í Kópavogi. 12.9.2006 22:31 Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. 12.9.2006 22:07 Bann við innflutningi á selskinnum til umræðu á þingi ESB Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. Dýraverndarsamtökin ætla að láta kné fylgja kviði og fara framá að einnig verði bönnuð sala á pelsum og öðrum tilbúnum flíkum úr selskinni. 12.9.2006 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hass haldlagt í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði hald á lítilræði af hassi í gærkvöldi sem fannst í bifreið tveggja pilta um tvítugt. Efnið fannst eftir að lögregla stöðvaði piltana við reglubundið eftirlit og er talið hafa verið til einkaneyslu. 14.9.2006 07:30
Rannveig hættir í stjórnmálum Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi ákvað rétt í þessu á aðalfundi kjördæmisráðs að halda lokað prófkjör fyrir flokksmenn til að velja á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Rannveig Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. 13.9.2006 22:00
Eitt númer í tveimur GSM símtækjum Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum mögulegt að hafa eitt og sama símanúmerið í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar til dæmis þeim sem eru með símtæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma. 13.9.2006 21:45
Vonast til að geta hafið hvalveiðar í október Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., vonast til að geta hafið hvalveiðar í október miðað við yfirlýsingar stjórnvalda. Hann vonast til að fá haffærniskírteini í næstu viku og hvalstöðin í Hvalfirði er í endurnýjun. 13.9.2006 21:32
Reykvísk börn fá frístundakort Reykvísk börn eiga von á frístundakorti frá borginni með úttekt til að stunda íþróttir, tónlist og annað tómstundastarf. Upphæðin á að hækka í áföngum og verða fjörutíu þúsund, samkvæmt stefnu borgaryfirvalda. 13.9.2006 21:29
Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Maðurinn, sem ók bifreið á hús Vífilfells á Akureyri í byrjun mars með þeim afleiðingum að farþegi lést, var undir áhrifum áfengis. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 13.9.2006 21:27
Með góða reynslu af samvinnu við Barnahús Dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra segir góða reynslu af samvinnu dómstólsins og starfsfólks Barnahúss. Hann segist þó skilja að Héraðsdómur Reykjavíkur noti eigið starfsfólk þegar börn eru yfirheyrð. 13.9.2006 21:25
Segir fjármálaráðherra fagna of snemma Verðbólgan minnkar og fjármálaráðherra fagnar. En Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ráðherra fagna góðu gengi of snemma. 13.9.2006 21:22
Meiri innflutningur á vinnafli til Íslands og Noregs Innflutningur vinnuafls til Íslands og Noregs hefur verið mun meiri en til flestra ríkja evrópska efnahagssvæðisins á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út. 13.9.2006 21:18
Spá hækkun stýrvaxta Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir í fjórtán prósent á morgun. Geiningardeildin gerir þannig ráð fyrir hálfs prósentu hækkun á stýrivöxtum en jafnframt sé um að ræða síðustu hækkunina í þessari uppsveiflu. Stýrivextir taki svo að lækka á nýjan leik á næsta ári. 13.9.2006 20:53
Blóðbönd tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna Íslenska kvikmyndin Blóðbönd er meðal þeirra 49 kvikmynda sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í Póllandi þann 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var frumsýnd hér á landi í febrúar. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson en handrit skrifaði Jón Atli Jónasson. 13.9.2006 20:00
Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna. 13.9.2006 19:05
Ferðatöskumálið upplýst Ferðataskan sem lögreglan í Kópavogi fann í gær með smókingfötum og öðrum fatnaði, er komin til eigenda sín. Ferðatöskunni hafði verið stolið úr ólæstri bifreið nokkrum dögum áður en eigandi töskunnar kom til lögrelunnar í dag og endurheimti fötin sín. 13.9.2006 18:15
37 milljónir króna söfnuðust í Göngum til góðs 37 milljónir söfnuðust í landsöfnum Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, um síðustu helgi. Það er tveimur milljónum krónum meira en safnaðist í söfnuninni fyrir tveimur árum. 13.9.2006 18:00
Áformum um stóriðju verði slegið á frest Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. 13.9.2006 17:45
Gaf safninu ágrip úr dagbókum sínum frá stríðsárunum Fyrrum breskur hermaður gaf í dag Íslenska stríðsminjasafninu á Reyðarfirði teikningar og ljósmyndir frá þeim tíma er hann dvaldist hér á landi við herskyldu fyrir sextíu og fimm árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma en fjöllunum hafi hann þó aldrei gleymt. 13.9.2006 17:24
Atvinnuleysi í ágúst 1,2 prósent Eins komma tveggja prósenta atvinnuleysi mældist í ágústmánuði síðastliðnum samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 11 prósent minni í ágúst en í júlí og hefur atvinnulausum fækkað um þriðjung frá því í ágúst 2005. 13.9.2006 17:15
Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. 13.9.2006 17:07
Seðlabankinn kynnir breytingu stýrivaxta á morgun Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar með fjölmiðlum á morgun til þess að kynna ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti. Stýrivextir eru nú 13,5% en þeir voru síðast hækkaðir þann 16. ágúst. Fundurinn fer fram í fundarsal bankans að Sölvhóli og hefst klukkan 11. 13.9.2006 15:27
Kínverjinn farinn af landi brott Kínverjinn, sem veitti sjálfum sér áverka í vinnubúðum á Kárahnjúkum 20. ágúst síðastliðinn, er farinn úr landi og hefur látið af störfum. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum, segir að maðurinn hafi farið af landi brott stuttu eftir að hann losnaði af sjúkrahúsi. 13.9.2006 15:13
Náttúra landsins verði sett í forgang Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. 13.9.2006 14:57
Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé. 13.9.2006 14:51
Ítrekað ekið á hæðarslár Lögregla kvartar enn undan því að ekið sé á hæðarslár sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Síðdegis í gær var þrisvar ekið á hæðarslárnar þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta. 13.9.2006 14:30
Latibær verðlaunaður í Þýskalandi Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru útnefndir eitt besta barnaefni í þýsku sjónvarpi á föstudaginn var. Verðlaunin sem kennd eru við EMIL, sem er þekkt persóna í TV Spielfilm, sjónvarps- og kvikmyndatímariti í Þýskalandi. 13.9.2006 14:15
Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. 13.9.2006 14:00
Þrjú tonn af jarðvegi hreinsuð upp vegna olíuleka Betur fór en á horfðist þegar á bilinu 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir hádegi í dag. Olíuleiðsla í vélinni gaf sig en ekki liggur fyrir hvers vegna. 13.9.2006 13:55
Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. 13.9.2006 13:45
Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. 13.9.2006 13:30
Mengunarslys við Hólmsá Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur. 13.9.2006 12:48
Ekki sanngjarnt að fólk missi réttindin í nýrri vinnu Flutningur réttinda launafólks á milli sjúkrasjóða í stéttarfélögum er sanngirnismál, það eru formenn ASÍ og BSRB sammála um. Mikill munur á bolmagni sjúkrasjóða í opinbera kerfinu og á almenna markaðnum kemur hins vegar í veg fyrir að launafólk fái réttindi sín flutt þegar það skiptir um vinnu frá hinu opinbera yfir á almenna markaðinn eða öfugt. 13.9.2006 11:57
Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. 13.9.2006 11:45
Atlantsolía lækkar bensínverð Forráðamenn Atlantsolíu hafa ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og kostar hann nú 121 krónu og 60 aura og 120 krónur og sextíu aura fyrir dælulyklahafa. Bensín hefur nú lækkað um tæpar 10 krónur síðan um miðjan júlí eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 13.9.2006 11:30
Flaggað í hálfa stöng í Bankastræti Þeir sem leið áttu um Bankastrætið í morgunsárið hafa líklega tekið eftir breytingu í umhverfinu. Tólf bleikum fánum var nefnilega flaggað í hálfa stöng í ljósastaurum við götuna. 13.9.2006 11:15
Viðskiptahalli 161 milljarður á síðasta ári Viðskiptahalli síðasta árs reyndist 161 milljarður króna samkvæmt nýjum bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landsframleiðsla á árinu 2005 hafi verið 1.012 milljarðar og aukist um 7,5 prósent að raungildi frá fyrra ári. 13.9.2006 10:39
Ferðataska full af fötum Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. 13.9.2006 10:15
Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. 13.9.2006 10:02
Innflutningur á selskinnum inna EBS verði bannaður Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. 13.9.2006 09:30
Fundað vegna öldu umferðarslysa Félagasamtök, ráðuneyti og stofnanir efna til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu á morgun klukkan 17.15 undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!" Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu. 13.9.2006 09:26
Fluttur á slysadeild Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. 13.9.2006 09:00
Þyrla sótti slasaðan hestamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann var fluttur á gæsludeild Landspítalans. 13.9.2006 07:45
Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,6 milljarða Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,6 milljarða króna í ágústmánuði og dregst heldur saman frá því í júlí, þegar vöruskiptahallinn var rúmir 19 milljarðar. Eldsneytisinnflutningur dregst þónokkuð saman frá fyrra mánuði, en sá innflutningur er afar sveiflukenndur. 13.9.2006 07:28
Vatnsleki í íbúðarblokk í Kópavogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað úr á tíunda tímanum í kvöld vegna bilunar í heitavatnskrana í íbúðarblokk í Ástúni. Nokkuð mikið af heitu vatni hafði leikið úr einni íbúðinni og niður um þrjár hæðir en greiðlega gekk að stöðva lekann þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn. Einn íbúi brenndist lítillega þegar hann reyndi að stöðva lekann en hann kom sér sjálfur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. 12.9.2006 22:43
Lögregla fann stóra ferðatösku Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í kvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er ljóst hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en ef einhver saknar fata sinna þá getur sá hinn sami haft samband við lögregluna í Kópavogi. 12.9.2006 22:31
Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. 12.9.2006 22:07
Bann við innflutningi á selskinnum til umræðu á þingi ESB Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. Dýraverndarsamtökin ætla að láta kné fylgja kviði og fara framá að einnig verði bönnuð sala á pelsum og öðrum tilbúnum flíkum úr selskinni. 12.9.2006 20:30