Fleiri fréttir

UNICEF og Barcelona vinna saman

UNICEF og spænska knattspyrnufélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, munu á fimmtudaginn skrifa undir fimm ára samstarfssamning vegna HIV-smitaðra barna og barna sem hafa orðið munaðarlaus vegna alnæmis.

Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar

Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans.

Annan í Katar

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Katar til viðræðna við yfirvöld þar í landi, og fyrst og fremst til að ræða átök Ísraelsmanna og Hizbollah-samtakanna.

Silja ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar

Silja Bára Ómarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hún hefur síðastliðin þrjú ár stafa hjá Jafnréttisstofu ásamt því að kenna við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands.

Segir glæpahring starfandi hér á landi

Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi.

Sameining spítalanna misráðin

Læknafélag Íslands telur að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin og að hagræðingin sem stefnt var að hafi einungis komið fram í fækkun sjúkrarúma. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun félagsins á aðalfundi þess fyrir helgi.

Kvikmynd á leiðinni?

Undirbúningur að kvikmynd um Baugsmálið er hafinn. Þetta segir Jóhannes Jónsson í Bónus í viðtali við Sirrý í þættinum Örlagadeginum, sem sýndur verður á NFS í kvöld.

Ræðst á næstu vikum

Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans.

Fíkniefnahundur á Litla-Hraun

Ákvörðun hefur verið tekin um að fá fíkniefnahund á Litla-Hraun. Þjálfari hundsins hefur þegar hafið leitina að rétta hundinum og vonast til að hann verði kominn til starfa í fangelsinu eftir um tvo mánuði.

Vildu ekki senda viðgerðarmann um helgi

Öryggishnappur hjá eldri konu í Stórholtinu var óvirkur í rúman sólarhring eftir að verktaki gróf í sundur símalínuna. Þá voru aðrir íbúar við götuna án netsambands og sumir án sjónvarps. Ekki stóð til að gera við bilunina fyrr en á morgun, þar til Síminn vissi að málið væri komið í fjölmiðla.

Um 5000 manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík

Hátt í fimm þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í dag þegar álverið var opnað fyrir almenning. Boðið var upp a skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, sem og menningu og fræðslu af ýmsum toga fyrir unga sem aldna. Til að lágmarka umferð einkabíla um svæðið voru rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Álverið var síðast opnað almenningi fyrir níu árum eða um það leyti sem kerskáli þrjú var tekinn í notkun.

Ekki einsdæmi að reynt sé að hafa áhrif á fræðimenn

Páll Skúlason fyrrum rektor Háskóla Íslands segir að þrír menn innan háskólans hafi komið að máli við sig vegna málflutnings Stefáns Ólafssonar prófessors um efnahagsmál. Hann segir að þegar háskólamenn tjái sig opinberlega þá geri þeir það í eigin nafni en ekki háskólans.

Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna

Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna.

Viðskiptaháskólinn á Bifröst verður Háskólinn á Bifröst

Viðskiptaháskólinn á Bifröst skiptir um nafn og verður Háskólinn á Bifröst, og Bifröst University á ensku. Magnús Árni Magnússon, fráfarandi aðstoðarrektor, kynnti nýtt nafn og ástæðu nafnabreytingar. Nafnið er í takt við nýja tíma því skólinn hefur aukið námsframboð sitt á síðustu árum og býður nú fjölbreytt nám við þrjár deildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Skólinn var settur við hátíðlega athöfn í dag og munu um 700 manns stunda þar nám í vetur. Þetta er áttugasta og níunda starfsár skólans sem hefur starfað á tveimur stöðum undir fjórum nöfnum á ýmsum skólastigum.

Lífleg Ljósanótt

Um fjörtíu þúsund manns voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi og voru hátíðarhöldin í gær þau fjölsóttustu til þessa en Ljósanótt var haldin nú í sjöunda sinn.

Fjölbreyttur varningur til sölu á sveitamarkaði

Nú stendur yfir markaðsdagur í gamla sláturhúsinu við Laxá Í Leirársveit. Sveitamarkaðurinn hefur verið opinn alla daga í sumar en þar er til sölu heimaframleiddur varningur af ýmsu tagi, handverk og vörur sem hvergi er á boðstólum annars staðar. Þetta er í næst síðasta sinn sem markaðurinn er haldinn í sumar en hann verður einnig næstkomandi sunnudag. Þá mun hann opna að nýju í lok nóvermber og þá verður settur upp jólamarkaður.

Enginn slasaðist þegar flugvél nauðlenti í Eyjafirði

Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti skammt frá svokölluðum Gamla Hjalteyrarvegi í Eyjafirði á öðrum tímanum í dag. Tveir menn voru innanborðs, flugkennari og nemandi hans, en þeir eru ómeiddir. Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að þeir þurftu að nauðlenda. Vélin steyptist á hvolf í lendingunni og er nokkuð skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á staðinn en búið er að loka vettvangi og verið er að rannsaka orsakir slyssins.

Gefur kost á sér í 3. sæti í SV-kjördæmi

Valdimar Leó Friðriksson, 9. þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann óskar eftir stuðningi Samfylkingarfólks í 3. sæti listans fyrir Suðvesturkjördæmi.

Árleg messa í Eyrarkirkju í dag

Árviss messa verður haldin í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi kl. 14 í dag. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því hefð hafi myndast fyrir tíu árum eða svo að messa árlega í kirkjunni. Kirkjan er merkileg fyrir margar sakir en hún var reist árið 1866 og gerð upp fyrir áratug síðan. Kirkjan var friðuð í byrjun árs 1990. Það er Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri sem messar og Sigríður Ragnarsdóttir er organisti.

Nokkuð um þjófnað á gaskútum

Undanfarið hefur talsvert borið á þjófnaði á gaskútum og eru slík mál til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Nokkrir voru handteknir vegna þessa fyrir helgina en einn mannanna tók gaskút ófrjálsri hendi og hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Þá liggur einn aðili undir grun og verður hann færður til yfirheyrslu fljótlega. Enginn hefur tilkynnt þjófnað á gaskútum um helgina en sölumenn gaskúta hafa verið mjög á verðbergi síðustu daga.

Ungmennin yfirheyrð í dag

Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt.

Féll niður af húsþaki

Maður á þrítugsaldri var fluttur á gjörgæslu Landspítalans í nótt eftir að hann féll niður af húsþaki í miðborginni. Maðurinn fór út á svalir og þaðan þakið en hann hugðist njóta útsýnisins. Maðurinn rann í dögginni á þakinu með fyrrgreindum afleiðingum en fallið var um átta metrar. Maðurinn er nokkuð slasaður en líðan hans er stöðug og hann er með meðvitund. Nóttin var annars erilsöm hjá lögreglu en mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum og höfðu leigubílar vart undan að ferja fólkið heim í morgunsárið.

Lögregla beitti kylfum í óeirðum

Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en um 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna samkvæmis. Ungur maður hafði kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu öryggisverðir lögreglu vita. Þegar lögregla kom á staðinn og hugðist handtaka manninn veittist hópurinn að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna.

Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum

Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets.

Lögin ekki í lagi

Menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir breytingu á lögum um rétt barna af erlendum uppruna til skólavistar. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa þurft að brjóta lögin til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Bónorðinu fálega tekið

Steingrímur J. Sigfússon vill stofna hræðslubandalag, segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Hugmyndir Steingríms um kosningabandalag fá heldur dræmar undirtektir hjá formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna.

Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni

Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu.

Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Keflavík

Mjög harður árekstur varð á Hafnargötu á móts við Aðalstöðina í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svo stöddu. Báðir bílanir eru mikið skemmdir en talir er að ökumaður annars bílsins hafi misst sjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingu.

TF-Líf sótti mann sem fékk verk fyrir brjóstið

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem hafði fengið verk fyrir brjóstið þegar hann var að ganga upp á Esjuna um klukkan þrjú í dag. Maðurinn var undir Þverfellshorni en erfitt færi er á þessum slóðum og því varð að kalla út TF-Líf. Nokkuð hvasst var á Esjunni og miklir sviftivindar en björgunaraðgerðir gengu vel. Maðurinn var fluttur á hjartamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er góð og stöðug en hann mun gangast undir rannsóknir í dag.

Frábær sigur á Norður-Írum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku.

Keppt í þríþraut á Ísafirði og Bolungarvík

Hópurinn Vasa2000 og Heilsubærinn Bolungarvík gangast fyrir árlegri keppni í þríþraut í dag. Á Fréttavef Bæjarins besta segir að keppnin fari fram í Bolungarvík og á Ísafirði og á leiðinni þar á milli. Keppni hefst með 700 metra sundi í sundlauginni í Bolungarvík en að því loknu taka við 17 km hjólreiðar um Óshlíð til Ísafjarðar og loks 7 km hlaup eftir Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin. Um fjörtíu manns eru skráðir til leiks að þessu sinni en þáttaka hefur aukist ár frá ári.

Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli

Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft.

300 Hornfirðingar í helgarferð í boði Skinneyjar-Þinganess

Það er rólegt um að litast á Höfn í Hornafirði þessa dagana en 300 Hornfirðingar fóru í helgarferð til Tallin í Eistlandi í boði Skinneyjar-Þinganess á miðvikudaginn. Útgerðin fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var starfsfólki og mökum boðið til Eistlands.

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík

Margt fólk var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og var ölvun talsverð. Erill var hjá lögreglunni, sex gistu fangageymslur og fjórar minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar.

Ölvun á Ljósanótt

Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar.

Ísland yfir 3-0 í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur yfir 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins, sem er sannarlega í vænlegri stöðu. Það eina sem skyggir á frábæran árangur liðsins er að Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleiknum en í hans stað er Helgi Valur Daníelsson kominn inn í íslenska liðið.

Eiður Smári kemur Íslendingum í 3-0

Íslenska landsliðið er komið í 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið á 37. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir skyndisókn íslenska liðsins og er þar með orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Ríkharði Jónssyni með 17 mörk.

Ísland komið í 2-0

Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar.

Stórt orð, háskóli

Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri.

Blæs á alla gagnrýni

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur.

Íslandsmeistarmót í kranastjórnun

Íslandsmeistarmótið í kranastjórnun var haldið í dag. Rúmlega 50 manns tóku þátt í keppninni í ár en keppendur þurftu að fara sérstaka þrautabraut á sem stystum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir