Fleiri fréttir Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda Forsætisráðherra segir ekki víst að þótt skattar á matvöru lækki hafi það áhrif til verðlækkunar. Ígildi skattsins gæti runnið eitthvað annað. Skýrsla matvælaverðsnefndar forsætisráðherra var rædd á fundi ríkissins. 19.7.2006 07:30 Jónas áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. 19.7.2006 07:30 Flöskuháls í skólakerfinu Rektor Listaháskólans er ánægður með tillögur nefndar menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms. Hann segir framhaldsskólastigið flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. 19.7.2006 07:30 Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.- 19.7.2006 07:27 Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 42 í árásum í nótt en 25 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela. 19.7.2006 07:16 Ég vil að veturinn komi bara strax „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ 19.7.2006 07:15 Átta sinnum meira magn fíkniefna Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs. 19.7.2006 07:15 Komin heilu og höldnu Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta. 19.7.2006 07:10 Ekki víst að sjóðurinn veikist Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir ekki sjálfgefið að lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs veiki sjóðinn. „Það þarf ekki að vera til lengri tíma,“ sagði Magnús í gær en tók fram að hann ætti eftir að fara yfir málið með sérfræðingum. Hann benti á að breyting á mati S&P hefði svifið yfir vötnum í nokkurn tíma en Moodys, sem er sambærilegt fyrirtæki, gæfi sjóðnum áfram bestu einkunn. 19.7.2006 07:00 Vonast eftir friðsemd og ró Andrea Hólm og maður hennar, Hassan Jami Chahla, hafa ekki enn náð sambandi við nánustu fjölskyldu hans sem býr í þeim hluta Beirútborgar þar sem árásir Ísraela hafa aukist dag frá degi að undanförnu. 19.7.2006 07:00 Það er fleira dýrt en maturinn „Það liggur fyrir að á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er unnið að því að semja um tolla og innanlandsstuðning og þar liggur landbúnaðurinn undir,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun þar sem rætt var um skýrslu formanns matvælaverðsnefndar. 19.7.2006 07:00 Vegið að kókópuffs-kynslóðinni Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. 19.7.2006 07:00 Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar Íslendingarnar sem utanríkisráðuneytið flutti frá átakasvæðum í Líbanon lentu heilir á höldnu í Kaupmannahöfn í gær. Vel gekk að koma fólki frá Beirút til Damaskus. Stóðu vel að fólksflutningum frá Líbanon, segir Már Þórarinsson. 19.7.2006 07:00 Átján ára mál rannsakað Innri endurskoðandi KB banka sætir nú lögreglurannsókn fyrir að hafa notað skjal frá útlánaeftirliti Búnaðarbankans til að gera kröfur við gjaldþrot Stokkfisks. Eigandi fyrirtækisins kærði málið í nóvember í fyrra eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við efni skjalsins. 19.7.2006 06:45 Fær ættleiðingu ekki greidda Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu eina milljón króna í bætur frá ríkinu vegna læknamistaka en vísaði hins vegar frá bótakröfu hennar vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar barna frá Kína. 19.7.2006 06:45 Tíu aðrar leiðir vannýttari Stjórn Strætó bs. ákvað að leggja niður leið S5, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, vegna þess að mestan hluta leiðarinnar aka aðrar leiðir líka. 19.7.2006 06:45 Ýmsar reglur sem gæta verður að Fríhöfnin er í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn hennar líta svo á að hún sé í samkeppni við aðrar fríhafnir í Evrópu og segja verð allt að 50 prósentum lægra en gengur og gerist í Reykjavík. Ísland er eitt af fáum ríkjum Vestur-Evrópu þar sem hægt er að selja vörur og þjónustu til allra farþega, bæði við komu til landsins og brottför. 19.7.2006 06:30 Ekkert ákveðið um framboð Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra gerist fámáll, inntur eftir eigin vangaveltum um framboð til embætta innan Framsóknarflokksins. „Ég hef ekkert ákveðið en útiloka ekki neitt. Ég hef svo sem ekkert hugleitt þetta sérstaklega. Það eru ýmsir sem vilja fá eitthvað að gera þarna og það er bara ágætt,“ sagði Magnús í gær. 19.7.2006 06:30 Ríkið heldur að sér höndum Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni ekki grípa til neinna ráðstafana vegna hækkandi eldsneytisverðs. Öll olíufélögin hafa hækkað bensínlítra um þrjár krónur og 40 aura og dísilolíulítra um tvær krónur. 19.7.2006 06:30 Einn sá yngsti frá upphafi Pilturinn sem kærður hefur verið fyrir að nauðga sextán ára gamalli stúlku á sunnudagskvöldið er einn sá yngsti sem kærður hefur verið fyrir þess háttar brot, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík og Barnaverndarstofu. 19.7.2006 06:15 Hentugar þyrlur ekki til Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins leggur til að þrjár nýjar, stórar og langdrægar björgunarþyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna á árunum 2010 til 2015. Þyrlan TF-LÍF, sú stærri í flotanum, verði seld en TF-SIF ekki. 19.7.2006 06:15 Vilja að farið sé norðar yfir fjörðinn Leið ehf. hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir á þjóðvegi 1 milli Brúar og Staðarskála í Hrútafirði væru ekki líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu framkvæmdirnar því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. 19.7.2006 06:15 Sofia nýr þátttakandi Actavis er styrktaraðili forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum, en Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefur nú bæst í þann hóp sem tekur þátt í forvarnarverkefninu. Verkefnið er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. 19.7.2006 06:15 Íbúasamtök Grafarvogs vilja ekki að þverun verði gerð með uppfyllingu í Eiðisvík Íbúasamtök Grafarvogs gagnrýna að ekki sé gert ráð fyrir fleiri en tveimur áþekkum valkostum í drögum að matsáætlun um framkvæmd annars áfanga Sundabrautar og benda á að hvorugur valkostanna komi til móts við hagsmuni nárrúruverndar og lífsgæða íbúa. 18.7.2006 21:07 Betri nýting á fjármunum í forvarnastarfi Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi og móta heildstæða forvarnastefnu sem byggi á betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar er veitt í verkefni á þessu sviði. 18.7.2006 21:00 Búskap hætt á Hrafnseyri Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, er komin í röð eyðijarða. Þetta fyrrum höfuðból var mannlaust í vetur, í fyrsta sinn frá landnámi. Þar er þó reynt að halda uppi öflugri starfsemi yfir sumartímann, en það nýjasta er að bjóða upp á háskólanám. 18.7.2006 18:57 2500 ábendingar um barnaklám Ábendingalínu Barnaheillar vegna barnakláms á Netinu hafa borist 2500 ábendingar síðustu ár. Talsmenn tengslasíðna eins og MySpace og Bebo hafa viðurkennt að þeir geti lagt meira á sig til að halda kynferðisglæpamönnum frá börnum. 18.7.2006 18:45 Húsavíkurdagar framundan Húsavíkurhátíðin, Mærudagar og Sænskir dagar, verður haldin 24. til 30. júlí. 18.7.2006 18:44 Vel sótt sýning Sýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttir vakti mikla athygli á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn en sýningin er ný nýafstaðin. 18.7.2006 17:51 Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. 18.7.2006 17:50 Fullveldishátíð Hríseyjar haldin um næstu helgi Fullveldishátíðin í Hrísey verður haldin hátíðlega um næstu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin en hún var upphaflega haldin árið 1997 til að fagna því að tillaga um sameiningu Hríseyjar og Dalvíkur var felld. 18.7.2006 17:47 Rafmagn komið á í Kópavogi Rafmagn er komið aftur á í Kópavogi en grafið var í háspennustreng við Smiðjuveg um klukkan þrjú í dag. Rafmagnslaust varð í Engihjalla, Hlíðarhjalla, Stórahjalla og hluta Smiðjuvegs. Rafmagn kom á að nýju rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 18.7.2006 17:45 Biðtími hámark 3 mínútur Strætó bs. segir að með breytingum á tímatöflum verði biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6 að hámarki 3 mínútur. 18.7.2006 17:34 Samgönguráðherra beitir sér ekki fyrir breytingu vaktakerfis Samgönguráðherra hyggst ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. 18.7.2006 17:07 Skaðabótakröfu vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá skaðabótakröfu konu sem krafði íslenska ríkið um greiðslu kostnaðar vegna ættleiðingar. 18.7.2006 16:55 Tökum upp hanskann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs og Óskar Bergsson kynntu í dag umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar sem hefst laugardaginn 22. júlí í Breiðholti. 18.7.2006 16:32 Leiðangri Árna Friðrikssonar lokið Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, hefur lokið tveggja vikna leiðangri á Reykjaneshrygg og í landgrunnshlíðum beggja vegna hans. 18.7.2006 16:13 Skálholtshátíð um næstu helgi Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 21. til 23. júlí. Hátíðin verður með nokkuð sérstöku móti í ár, þar sem nú verður minnst þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. 18.7.2006 15:57 Sammála um að verja íslenskan landbúnað Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við matvælaskýrslunni liggja ekki fyrir á þessari stundu. Geir H. Haarde segir að stjórnarflokkarnir séu þó sammála um að verja íslenskan landbúnað. 18.7.2006 15:42 Háspennubilun Háspennubilun varð í Kópavogi. Hluti Smiðjuvegar, Stórihjalli, Engihjalli og Hlíðarhjalli eru nú án rafmagns. Verið er að leita að biluninni og vonast Orkuveita Reykjavíkur til að rafmagn komist á sem fyrst. 18.7.2006 15:34 Tröð opnuð Tröð á Hellissandi, svæði Skógræktar- og landverndarfélags Íslands var opnað síðastliðinn laugardag, undir merkjum "Opins skógar". 18.7.2006 15:09 SUS fagnar nýrri skýrslu matvælanefndar Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar nýútkominni skýrslu formanns matvælanefndar forsætisráðherra, um að afnám tolla og annarra innflutningshafta sé besta leiðin til að lækka matvælaverð á Íslandi. 18.7.2006 14:52 Miðasala hafin á Morrisey Miðasala á tónleika Morrisey, stofnanda The Smiths, er hafin. Morrisey mun halda tónleika hér á landi 12. ágúst næstkomandi. 18.7.2006 13:57 Bílvelta í Norðurárdal Roskin kona slasaðist og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík, eftir að bíll hennar valt í Norðurárdal undir kvöld. Hún mun þó ekki vera alvarlega slösuð en er þó enn á sjúkrahúsi. 18.7.2006 12:53 Mannlaus jeppi veltur út af vegi Engan sakaði þegar mannlaus jeppi valt út af veginum skammt frá Hellu í gærkvöldi og skemmdist mikið. Jeppinn hafði verið á kerru, sem jepplingur dró. 18.7.2006 12:50 Sjá næstu 50 fréttir
Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda Forsætisráðherra segir ekki víst að þótt skattar á matvöru lækki hafi það áhrif til verðlækkunar. Ígildi skattsins gæti runnið eitthvað annað. Skýrsla matvælaverðsnefndar forsætisráðherra var rædd á fundi ríkissins. 19.7.2006 07:30
Jónas áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. 19.7.2006 07:30
Flöskuháls í skólakerfinu Rektor Listaháskólans er ánægður með tillögur nefndar menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms. Hann segir framhaldsskólastigið flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. 19.7.2006 07:30
Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.- 19.7.2006 07:27
Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 42 í árásum í nótt en 25 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela. 19.7.2006 07:16
Ég vil að veturinn komi bara strax „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ 19.7.2006 07:15
Átta sinnum meira magn fíkniefna Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs. 19.7.2006 07:15
Komin heilu og höldnu Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta. 19.7.2006 07:10
Ekki víst að sjóðurinn veikist Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir ekki sjálfgefið að lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs veiki sjóðinn. „Það þarf ekki að vera til lengri tíma,“ sagði Magnús í gær en tók fram að hann ætti eftir að fara yfir málið með sérfræðingum. Hann benti á að breyting á mati S&P hefði svifið yfir vötnum í nokkurn tíma en Moodys, sem er sambærilegt fyrirtæki, gæfi sjóðnum áfram bestu einkunn. 19.7.2006 07:00
Vonast eftir friðsemd og ró Andrea Hólm og maður hennar, Hassan Jami Chahla, hafa ekki enn náð sambandi við nánustu fjölskyldu hans sem býr í þeim hluta Beirútborgar þar sem árásir Ísraela hafa aukist dag frá degi að undanförnu. 19.7.2006 07:00
Það er fleira dýrt en maturinn „Það liggur fyrir að á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er unnið að því að semja um tolla og innanlandsstuðning og þar liggur landbúnaðurinn undir,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun þar sem rætt var um skýrslu formanns matvælaverðsnefndar. 19.7.2006 07:00
Vegið að kókópuffs-kynslóðinni Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. 19.7.2006 07:00
Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar Íslendingarnar sem utanríkisráðuneytið flutti frá átakasvæðum í Líbanon lentu heilir á höldnu í Kaupmannahöfn í gær. Vel gekk að koma fólki frá Beirút til Damaskus. Stóðu vel að fólksflutningum frá Líbanon, segir Már Þórarinsson. 19.7.2006 07:00
Átján ára mál rannsakað Innri endurskoðandi KB banka sætir nú lögreglurannsókn fyrir að hafa notað skjal frá útlánaeftirliti Búnaðarbankans til að gera kröfur við gjaldþrot Stokkfisks. Eigandi fyrirtækisins kærði málið í nóvember í fyrra eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við efni skjalsins. 19.7.2006 06:45
Fær ættleiðingu ekki greidda Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu eina milljón króna í bætur frá ríkinu vegna læknamistaka en vísaði hins vegar frá bótakröfu hennar vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar barna frá Kína. 19.7.2006 06:45
Tíu aðrar leiðir vannýttari Stjórn Strætó bs. ákvað að leggja niður leið S5, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, vegna þess að mestan hluta leiðarinnar aka aðrar leiðir líka. 19.7.2006 06:45
Ýmsar reglur sem gæta verður að Fríhöfnin er í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn hennar líta svo á að hún sé í samkeppni við aðrar fríhafnir í Evrópu og segja verð allt að 50 prósentum lægra en gengur og gerist í Reykjavík. Ísland er eitt af fáum ríkjum Vestur-Evrópu þar sem hægt er að selja vörur og þjónustu til allra farþega, bæði við komu til landsins og brottför. 19.7.2006 06:30
Ekkert ákveðið um framboð Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra gerist fámáll, inntur eftir eigin vangaveltum um framboð til embætta innan Framsóknarflokksins. „Ég hef ekkert ákveðið en útiloka ekki neitt. Ég hef svo sem ekkert hugleitt þetta sérstaklega. Það eru ýmsir sem vilja fá eitthvað að gera þarna og það er bara ágætt,“ sagði Magnús í gær. 19.7.2006 06:30
Ríkið heldur að sér höndum Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni ekki grípa til neinna ráðstafana vegna hækkandi eldsneytisverðs. Öll olíufélögin hafa hækkað bensínlítra um þrjár krónur og 40 aura og dísilolíulítra um tvær krónur. 19.7.2006 06:30
Einn sá yngsti frá upphafi Pilturinn sem kærður hefur verið fyrir að nauðga sextán ára gamalli stúlku á sunnudagskvöldið er einn sá yngsti sem kærður hefur verið fyrir þess háttar brot, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík og Barnaverndarstofu. 19.7.2006 06:15
Hentugar þyrlur ekki til Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins leggur til að þrjár nýjar, stórar og langdrægar björgunarþyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna á árunum 2010 til 2015. Þyrlan TF-LÍF, sú stærri í flotanum, verði seld en TF-SIF ekki. 19.7.2006 06:15
Vilja að farið sé norðar yfir fjörðinn Leið ehf. hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir á þjóðvegi 1 milli Brúar og Staðarskála í Hrútafirði væru ekki líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu framkvæmdirnar því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. 19.7.2006 06:15
Sofia nýr þátttakandi Actavis er styrktaraðili forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum, en Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefur nú bæst í þann hóp sem tekur þátt í forvarnarverkefninu. Verkefnið er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. 19.7.2006 06:15
Íbúasamtök Grafarvogs vilja ekki að þverun verði gerð með uppfyllingu í Eiðisvík Íbúasamtök Grafarvogs gagnrýna að ekki sé gert ráð fyrir fleiri en tveimur áþekkum valkostum í drögum að matsáætlun um framkvæmd annars áfanga Sundabrautar og benda á að hvorugur valkostanna komi til móts við hagsmuni nárrúruverndar og lífsgæða íbúa. 18.7.2006 21:07
Betri nýting á fjármunum í forvarnastarfi Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi og móta heildstæða forvarnastefnu sem byggi á betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar er veitt í verkefni á þessu sviði. 18.7.2006 21:00
Búskap hætt á Hrafnseyri Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, er komin í röð eyðijarða. Þetta fyrrum höfuðból var mannlaust í vetur, í fyrsta sinn frá landnámi. Þar er þó reynt að halda uppi öflugri starfsemi yfir sumartímann, en það nýjasta er að bjóða upp á háskólanám. 18.7.2006 18:57
2500 ábendingar um barnaklám Ábendingalínu Barnaheillar vegna barnakláms á Netinu hafa borist 2500 ábendingar síðustu ár. Talsmenn tengslasíðna eins og MySpace og Bebo hafa viðurkennt að þeir geti lagt meira á sig til að halda kynferðisglæpamönnum frá börnum. 18.7.2006 18:45
Húsavíkurdagar framundan Húsavíkurhátíðin, Mærudagar og Sænskir dagar, verður haldin 24. til 30. júlí. 18.7.2006 18:44
Vel sótt sýning Sýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttir vakti mikla athygli á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn en sýningin er ný nýafstaðin. 18.7.2006 17:51
Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. 18.7.2006 17:50
Fullveldishátíð Hríseyjar haldin um næstu helgi Fullveldishátíðin í Hrísey verður haldin hátíðlega um næstu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin en hún var upphaflega haldin árið 1997 til að fagna því að tillaga um sameiningu Hríseyjar og Dalvíkur var felld. 18.7.2006 17:47
Rafmagn komið á í Kópavogi Rafmagn er komið aftur á í Kópavogi en grafið var í háspennustreng við Smiðjuveg um klukkan þrjú í dag. Rafmagnslaust varð í Engihjalla, Hlíðarhjalla, Stórahjalla og hluta Smiðjuvegs. Rafmagn kom á að nýju rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 18.7.2006 17:45
Biðtími hámark 3 mínútur Strætó bs. segir að með breytingum á tímatöflum verði biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6 að hámarki 3 mínútur. 18.7.2006 17:34
Samgönguráðherra beitir sér ekki fyrir breytingu vaktakerfis Samgönguráðherra hyggst ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. 18.7.2006 17:07
Skaðabótakröfu vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá skaðabótakröfu konu sem krafði íslenska ríkið um greiðslu kostnaðar vegna ættleiðingar. 18.7.2006 16:55
Tökum upp hanskann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs og Óskar Bergsson kynntu í dag umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar sem hefst laugardaginn 22. júlí í Breiðholti. 18.7.2006 16:32
Leiðangri Árna Friðrikssonar lokið Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, hefur lokið tveggja vikna leiðangri á Reykjaneshrygg og í landgrunnshlíðum beggja vegna hans. 18.7.2006 16:13
Skálholtshátíð um næstu helgi Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 21. til 23. júlí. Hátíðin verður með nokkuð sérstöku móti í ár, þar sem nú verður minnst þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins. 18.7.2006 15:57
Sammála um að verja íslenskan landbúnað Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við matvælaskýrslunni liggja ekki fyrir á þessari stundu. Geir H. Haarde segir að stjórnarflokkarnir séu þó sammála um að verja íslenskan landbúnað. 18.7.2006 15:42
Háspennubilun Háspennubilun varð í Kópavogi. Hluti Smiðjuvegar, Stórihjalli, Engihjalli og Hlíðarhjalli eru nú án rafmagns. Verið er að leita að biluninni og vonast Orkuveita Reykjavíkur til að rafmagn komist á sem fyrst. 18.7.2006 15:34
Tröð opnuð Tröð á Hellissandi, svæði Skógræktar- og landverndarfélags Íslands var opnað síðastliðinn laugardag, undir merkjum "Opins skógar". 18.7.2006 15:09
SUS fagnar nýrri skýrslu matvælanefndar Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar nýútkominni skýrslu formanns matvælanefndar forsætisráðherra, um að afnám tolla og annarra innflutningshafta sé besta leiðin til að lækka matvælaverð á Íslandi. 18.7.2006 14:52
Miðasala hafin á Morrisey Miðasala á tónleika Morrisey, stofnanda The Smiths, er hafin. Morrisey mun halda tónleika hér á landi 12. ágúst næstkomandi. 18.7.2006 13:57
Bílvelta í Norðurárdal Roskin kona slasaðist og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík, eftir að bíll hennar valt í Norðurárdal undir kvöld. Hún mun þó ekki vera alvarlega slösuð en er þó enn á sjúkrahúsi. 18.7.2006 12:53
Mannlaus jeppi veltur út af vegi Engan sakaði þegar mannlaus jeppi valt út af veginum skammt frá Hellu í gærkvöldi og skemmdist mikið. Jeppinn hafði verið á kerru, sem jepplingur dró. 18.7.2006 12:50