Fleiri fréttir

„Íslenskri“ lægð kennt um ófarir Tyrkja

Þúsundir Tyrkja sátu fastir í bílum vegna snjókomu við Eyjahaf. Loka þurfti vegum í Istanbúl og hafa þúsundir manna unnið við hreinsunarstörf eftir mikla snjókomu frá því í gær en almannavarnir Istanbúl segja að kenna megi íslenskri lægð um ófarirnar.

Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt

Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag.

Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag.

Aukinn stuðningur Íslands við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) lýsti í gær ánægju sinni með framlag frá Íslandi um frekari stuðning við skólamáltíðir í Malaví. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe var Ísland fyrsta þjóðin til að styðja við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví árið 2012.

Miklar breytingar á sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Stjórnin fundi um málið á næstu dögum

Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 

Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum

Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt.

Þing­maður VG segist hafa verið mis­notaður af starfs­manni SÁÁ

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun ráðherra um breytingar á reglum í kórónuveirufaraldrinum en búist er við tíðindum af ríkisstjórnarfundi sem enn stendur yfir.

Lögreglan rannsakar Borisar-boðin

Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum.

Í basli á leið yfir Hellisheiði

Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina.

1.558 greindust innan­lands í gær og hafa aldrei verið fleiri

1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 55 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins, en fyrri metdagur var 30. desember síðastliðinn þar sem 1.553 greindust innanlands.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær.

Kallaði blaðamann Fox heimskan tíkarson

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, kallaði Peter Doocy, blaðamann Fox, heimskan tíkarson í gær. Biden virtist ætla að hvísla það en blótaði óvart í hljóðnema.

Riða greindist í kind sem send var til slátrunar

Nýverið barst Matvælastofnun tilkynning um að riða hafi greinst í sýni úr fé sem sent var til slátrunar. Um var að ræða sýni úr kind frá bænum Sporði á Vatnsnesi en sauðfjárbússkap var hætt þar í haust og ekkert fé lengur á bænum.

Endurtaka forsetakosningar á Ítalíu

Ítalskir þingmenn náðu ekki samstöðu um hver skyldi verða næsti forseti landsins í gær þegar leynileg kosning fór fram í þinginu. Leiðtogar stjórnmálaflokka funda nú til þess að komast að samstöðu um forsetaframbjóðanda og koma í veg fyrir stjórnarkreppu.

Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó

Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins.

Ferða­löngum snúið við vegna vonsku­veðurs

Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring.

Kröpp lægð nálgast landið og appel­sínu­gular við­varanir

Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig.

Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar

Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 

„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“

Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum.

James Webb kominn á á­fanga­stað

James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið.

Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans.

Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana

ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum.

Agresywny kierowca przebywa w areszcie

Jeden z kierowców zatrzymał swój samochód blokując drogę przejazdu pojazdowi znajdującemu się za nim, wysiadł z auta i agresywnie zaczął kopać w szybę drugiego auta.

Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga

Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hefur margfaldast á síðustu tíu árum, þrátt fyrir aukna meðvitund um skaðsemi lyfjanna og hertar reglur. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og í Kompás að loknum fréttum.

Hjarðó­næmi fyrir páska

Sótt­varna­læknir og Kári Stefáns­son telja báðir lík­legt að við verðum laus við far­aldurinn fyrir páska. Til­lögur að af­léttingar­á­ætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill af­nema bæði sótt­kví og ein­angrun.

Sjá næstu 50 fréttir