Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar vegna þeirra hertu sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra ákvað að grípa til í dag vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Sóttvarnalæknir óttast að neyðarástand skapist á sjúkrahúsum landsins og segir núverandi bylgju faraldursins þá stærstu frá upphafi.

Land­spítalinn á hættu­stig

Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi.

Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey

Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. 

Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði

Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum.

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Hægriöfgamaður grunaður um að skipuleggja voðaverk í Svíþjóð

Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa ætlað að valda eyðileggingu sem ógnaði almenningi. Maðurinn er talinn hafa tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, hreyfingu norrænna nýnasista sem teygir anga sína meðal annars til Íslands.

Svona var 190. upplýsingafundurinn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir framgang faraldursins hér á landi.

Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum.

Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í bar­áttunni við far­aldurinn

Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna.

For­eldrar orðnir lang­þreyttir á á­standinu og vilja sjá al­vöru að­gerðir

Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda.

Gular viðvaranir sunnanlands á morgun

Gular viðvaranir taka gildi í nótt víða á sunnanverðu landinu. Víðast er spáð snjókomu eða slyddu og norðaustanhvassviðri eða stormi. 

Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar

Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar.

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hertar sóttvarnaaðgerðir sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið.

Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda

Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu.

Sextán ára og eldri fái örvunarskammt

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19.

Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður

Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir.

Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn

Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr.

Segja ómannúðlegt að vera tekinn af lífi samdægurs

Tveir fangar á dauðadeild hafa sótt mál gegn japönskum stjórnvöldum vegna framkvæmdar á dauðarefsingunni. Málið snýst þó ekki um aftökuna sjálfa, þar sem menn eru hengdir, heldur að boðað sé til hennar samdægurs.

Anders­son tekin við sem for­maður af Löfven

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012.

MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg.

Hyundai með flestar nýskráningar í október

Alls voru 122 Hyundai bifreiðar nýskráðar, það voru flestar nýskráningar allra framleiðenda. Toyota var í öðru sæti með 84 eintök nýskráð og Volvo í þriðja sæti með 71 eintak. Alls voru nýskráð 1020 ökutæki í október, þar af 788 fólksbifreiðar, samkvæmt opinberum tölum á vef Samgöngustofu.

Sjá næstu 50 fréttir