Fleiri fréttir

Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni

Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.

Boston og NBA í bobba í Kína

Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda.

Öll í faginu taka slysaskotið til sín

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn.

Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat

Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld segjum við frá því að lögregla er ósammála héraðsdómara um að hún hafi ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Vinnubrögð hennar voru harðlega gagnrýnd í dómsal í gær.

Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins

Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri.

Dr. Football sektaður um hálfa milljón

Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar.

Kvöldfréttir lengri um helgar

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar býður nú upp á lengri fréttatíma á Stöð 2 um helgar. Fréttatíminn, sem samanstendur af kvöldfréttum og sportpakka, verður nú 25 mínútur alla daga vikunnar.

Reið­hjóla­slys varð til þess að SÍ endur­skoðar bætur aftur­virkt

Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu fjögur árin sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku. Tilefnið er dómur Hæstaréttar frá því í sumar, þar sem tekist var á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss árið 2015.

Kannast ekkert við byrlunar­far­aldur í Reykja­vík

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum.

Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli

Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg.

Telja að jafnvægi náist ekki nema meira sé byggt

Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru ósammála hagfræðingum Landsbankans um að jafnvægi sé mögulegt á húsnæðismarkaðnum á næstunni. Telja þeir margt benda til að slíkt jafnvægi náist ekki nema núverandi byggingaráform verði aukin.

Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður

Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við afbrotafræðing um dómsniðurstöðuna í Rauðagerðismálinu svokallaða sem féll í gær.

Margt í boði í borginni í tilefni af haustfríi

Haustfrí hófst í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í söfnum borgarinnar. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum meðan haustfríið varir. Sérstakur vefur hefur verið opnaður með allri dagskrá í Reykjavík. Það sama er upp á teningnum í Menningarhúsum Kópavogs.  

Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum

Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 

66 greindust innan­lands í gær

66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 24 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent.

Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland

Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár.

Hægt vaxandi suð­austan­átt með hlýnandi veðri

Landsmenn mega reikna með hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri þar sem muni fari að rigna sunnan- og vestanlands. Allhvass eða hvass vindur þar seinnipartinn, en mun hægari fyrir norðan og austan og þurrt norðaustantil fram á kvöld.

Breyttar á­bendingar um notkun magnýls gegn krans­æða­sjúk­dóm

„Þetta er nokkurn veginn í takt við það sem við höfum verið að gera hérna á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og það hefur verið að skýrast á undanförnum árum að aspirín er ekki jafn hættulítið og ávinningurinn kannski ekki jafn mikill og talið var.“

Einn vin­sælasti rappari Sví­þjóðar skotinn til bana

Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni.

Rafael Nadal hvetur fólk til að eiga rafbíla

Tennisleikarinn heimsþekkti Rafael Nadal hvetur fólk til að eignast rafbíla og keyra um á umhverfismildari hátt. Nadal fékk afhentan nýjan Kia EV6 rafbíl við hátíðlega athöfn í heimabæ tenniskappans í Manacor á Mallorca. Nadal mun nota bílinn á ferðalögum sínum og tenniskeppnum víða í Evrópu.

Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd

Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist.

Þingmenn vilja ákæra Bannon

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna.

Jarðskjálfti 5,9 að stærð á Nýja-Sjálandi

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 að stærð reið yfir á Norðureyju Nýja-Sjálands nú fyrir stuttu. Upptök skjálftans voru á miðri eyjunni en hann er sagður hafa fundist víðast hvar í landinu, þar á meðal á Suðureyjunni.

Vilja kjarna­þjónustu í hús­næði við ný í­þrótta­mann­virki KR

Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur. 

Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, fékk sjálfbærnisverðlaun Gautaborgar í dag, sem kallast Win Win. hann fékk um fimmtán milljónir króna í verðlaunafé.

Sjá næstu 50 fréttir