Fleiri fréttir

Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur.

Að kaupa raf­magns­hjól ein besta á­kvörðun sem hann hefur tekið

Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó.

Lögreglan rannsakar andlát í Sky Lagoon

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar andlát sem varð í Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 

Hálka á götum höfuð­borgarinnar

Svo virðist sem veturinn komi snemma þetta árið og hafa einhverjir ökumenn orðið varir við hálku á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Stelpur rokka áfram í Tógó

Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi.

Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér.

Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta

Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði.

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Trump stefnir frænku sinni og New York Times

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá.

Meirihluti barna í 91 ríki fær ekki nauðsynlega næringu

Loftslagsbreytingar, átök og kórónuveirufaraldurinn eru að valda því að fjöldi barna í heiminum býr við næringarskort. Samkvæmt Unicef er ástandið raunar svo slæmt að flest börn í 91 ríki fá ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda.

Skúrir eða slyddu­él í flestum lands­hlutum

Lægðin sem olli óveðri á landinu í gær er nú komin austur fyrir Jan Mayen, en nú í morgunsárið mælist enn hvassviðri úti við norðausturströndina. Þar dregur úr vindi á næstu klukkustundum.

Kæra Happ­drætti há­skólans og Há­spennu til lög­reglu

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra.

Ford Bronco Raptor væntanlegur á næsta ári

Ford hefur nú staðfest hið illa varðveitta leyndarmál að Ford Bronco Raptor er væntanlegur á næsta ári. Hann mun líklega nota 450 hestafla vélina sem F-150 Raptor notar og vera á sérstakri fjöðrun, stærri dekkjum og hærri en upprunalega útgáfan.

Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum

Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.

Grímseyjarkirkja brunnin til grunna

Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 

Valli rostungur hefur ekki sést síðan í morgun

Rostungurinn Valli hefur ekkert látið sjá sig við bryggjuna á Höfn í Hornafirði síðan snemma í morgun. Valli sást fyrst á föstudag og undi sér vel í höfninni síðustu daga þar sem hann hafði meðal annars komið sér fyrir uppi á olíubryggju.

Fengu ekki að syrgja eðli­lega því dánar­búið var í höndum ó­kunnugs manns

Fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini þykir stórfurðulegt að Landsréttur hafi litið fram hjá hinsta vilja hennar í erfðaskrá. Eignir konunnar sátu eftir í höndum nýs eiginmanns sem losaði sig við ýmsa muni hennar án þess að láta fjölskylduna vita. Hæstiréttur hefur nú dæmt syninum í vil og verður dánarbúi hennar skipt á milli þeirra. 

Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnar­skrá

Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu.

Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit

Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag.

„Miklu hvassara en maður bjóst við“

Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini. Þeim þykir það sæta furðu að Landsréttur hafi hunsað hinstu ósk móðurinnar í erfðaskrá.

Ís­lenskir ráð­herrar sækja alls­herjar­þing SÞ að heiman

Alþjóðalög, sjálfbær nýting auðlinda, mannréttindi og jafnrétti, auk aðgerða vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga, eru þau málefni sem verða í forgrunni hjá Íslandi á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer nú fram í New York.

Gera Freyju út frá Siglufirði

Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.

Sjá næstu 50 fréttir