Fleiri fréttir

Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér

Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi.

Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim

Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunnin innanlands í gær þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samkomutakmörkunum er mótmælt víða um heim og fóru fjölmenn mótmæli fram í Ísrael í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

YouTu­be setur Sky News í Ástralíu í bann

Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19.

Lést í haldi lögreglu í nótt

Maður í geðrofsástandi sem var handtekinn fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið lést í haldi lögreglu í nótt.

Nýtt farsóttarhús opnað í dag

Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni.

Starfs­maður á Grund greindist smitaður

Starfs­maður á hjúkrunar­heimili Grundar við Hring­braut greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19 í gær­kvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund.

Fimm­tán far­þegar Herjólfs greindust smitaðir

Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja.

Reyndu að smygla sér inn á fullt tjald­svæði

Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt.

„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið teki í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar.

83 greindust innanlands

Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greind­ust inn­an­lands í gær voru 42 í sótt­kví en 41 utan sóttkvíar við greiningu.

Síðasta myndin úr vél Johns Snorra

Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigur­jóns­sonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leið­angrinum, náði GoPro-mynda­vélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánu­daginn var.

Fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins fer hörðum orðum um Pál Hreins­son

Carl Bau­den­bacher, fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins, fer afar hörðum orðum um eftir­mann sinn Pál Hreins­son í að­sendri grein sem birtist í Morgun­blaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálf­stæði sínu, hafi hann ein­hvern tíma verið sjálf­stæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjá­verkum fyrir ís­lenska for­sætis­ráðu­neytið“.

Grátt yfir höfuð­­borgar­­svæðinu

Þoku­loft verður víða við sjávar­síðuna á Suð­vestur­landinu í dag og má gera ráð fyrir ein­hverri súld á því svæði. Spáð er nokkuð skýjuðu veðri á öllu landinu í dag, nema á Norð­austur­horni landsins þar sem verður glampandi sól.

Sjá næstu 50 fréttir