Fleiri fréttir

Telur Pfizer svara í vikunni

Sóttvarnarlæknir vonar að lyfjafyrirtækið Pfizer svari í vikunni hvort það sé tilbúið að taka þátt í rannsókn sem felur í sér að stór hluti landsmanna yrði bólusettur. Fyrirtækið hafi tekið mjög jákvætt í tillögur þess efnis. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum á næstu dögum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur sem segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki.

Saumarnir teknir úr Guð­mundi Felix

Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir.

Trump situr á digrum sjóðum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember.

Lára kveður skjáinn

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum.

Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði

Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga.

Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna

Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn.

Gunnar Ingiberg vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu Gunnars Ingibergs til fjölmiðla.

Ekki með virka COVID-sýkingu

Skipverjinn sem fékk jákvæða niðurstöðu úr seinni skimun reyndist ekki vera með virka COVID-sýkingu.

Milljónir barna missa bæði af mat og menntun

Skólamáltíðir eru í mörgum sárafátækum samfélögum næringarríkasta máltíðin sem börn fá. Vegna lokunar skóla í heimsfaraldri missa milljónir barna þessa máltíð.

Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga

Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga.

BBC fjallar um örar breytingar á Skafta­­fells­­jökli

Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um kórónuveiruna og stöðuna á faraldinum hér innanlands sem virðist vera afar góð, sérstaklega í samanburði við löndin í kringum okkur. Ekkert smit greindist innnanlands í gær og þau hafa verið tiltölulega fá síðustu daga.

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum

Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

Ógnin í fjallinu

Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði.

Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf

Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hófu á dögunum öflugt samstarf með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka.

Ekki miklar breytingar í veðrinu

Það er ekki útlit fyrir miklar breytingar í veðrinu eftir hæglætis veður um helgina og bjarta daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar

Herinn í Mjanmar hefur tekið yfir stjórn landsins en í nótt voru nokkrir af helstu leiðtogum landsins hnepptir í varðhald, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín.

Sjá næstu 50 fréttir