Fleiri fréttir

Hestastyttur út um allt inni í stofu

Sigurlín Grímsdóttir á bænum Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi safnar styttum á hestum en hún á vel yfir þrjú hundruð styttur. Engin þeirra er eins.

Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild

Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi.

Bílstóll barnsins sem lést var laus

Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa unnu í dag að rannsókn umferðarslyssins sem varð við Núpsvötn í gær. Bílstóll fannst laus í Land Cruiser-jeppanum sem fór út af veginum við Núpsvatnsbrú og barnið sem lést var ekki í stólnum. Blóðsýni á ökumanni bifreiðarinnar leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamenn sem leigðu bílaleigubíl í dag eru sagðir áhyggjufullir eftir banaslysið við Núpsvötn í gær. Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum

Vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum í hættu.

Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn.

Thatcher hafði efasemdir um Mandela eftir þeirra fyrsta símtal

Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu.

Næturstrætó ekur áfram á næsta ári

Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar.

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.

Beraði sig í Leifsstöð

Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Benjamín gegn Benjamín

Benjamín Gantz stofnaði nýjan flokk í Ísrael sem mælist næstvinsælastur á eftir flokki forsætisráðherrans, Benjamíns Netanjahú. Kosningar fara fram í apríl, var flýtt þar sem samsteypustjórn undir forsæti Netanjahús liðaðist í sundur.

Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár

Haustið 2018 hefur verið óvenjulega snjólétt. Í Reykjavík teljast aðeins þrír dagar hafa verið með alhvítri jörð. Eru sextán ár frá því jörð var alhvít í færri daga. Veðurfræðingur segir ekkert benda til þess að snjó kyngi niður á næstunni.

Engar eignir fundist upp í tap Hörpu

Kári Sturluson og KS Productions fengu fyrirframgreiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum en peningurinn hefur ekki skilað sér aftur.

Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn

Eiginmenn kvennanna eru alvarlega slasaðir ásamt tveimur börnum sem voru í bílnum sem fór fram á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Auk kvennanna fórst ungt barn.

Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda

Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin.

Sjá næstu 50 fréttir