Fleiri fréttir

Ennþá ágreiningur um stór mál

Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið.

Bob Dylan yfir sig hreykinn af Nóbelsverðlaununum

Bob Dylan var ekki á staðnum til að veita verðlaununum viðtöku en í ræðu sem að sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð las upp fyrir hans hönd sagðist hann yfir sig hreykinn af verðlaununum.

Forseti Ítalíu hefur valið nýjan forsætisráðherra landsins

Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hefur valið Paolo Gentiloni sem næsta forsætisráðherra landsins. Matto Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði stöðu sinni lausri í seinustu viku eftir að Ítalir höfnuðu breytingum á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lögreglan varar við netveiðum

Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi.

38 létust í Istanbúl

39 létust og minnst 166 særðust í sprengingunum tveimur fyrir utan knattspyrnuvöll í Istanbúl í Tyrklandi í gær

Benedikt stillir bjartsýni um gang viðræðna í hóf

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman.

Gróðusetja tré á aðventunni

Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram.

Trump blæs á sögusagnir: „Ætla ekki að verja neinum tíma í The Apprentice“

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segir að hann muni ekki verja neinum tíma í að vinna í nýrri þáttaröð raunveruleikaþáttarins Celebrity Apprentice eftir að hann tekur við embætti forseta.Trump tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar á næsta ári eða 18 dögum eftir að nýja serían af Celebrity Apprentice hefst.

Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa

Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum.

„Ekkert minna en traust á dómstólunum undir“

Bjarni Benediktsson segir að enn eigi eftir að svara því hvort að dómarar sem áttu í föllnum fjármálafyrirtækjum fyrir hrun og dæmdu í málum sem tengdust þeim eftir hrun hafi verið vanhæfir í einstökum málum

Víglínan í heild sinni

Í dag eru sex vikur liðnar frá kosningum án þess að búið sé að mynda ríkisstjórn.

Sjá næstu 50 fréttir