Fleiri fréttir Velferðarráðherra biðlar til tannlækna um samvinnu Velferðarráðherra biðlar til tannlækna að koma til samvinnu við ríkið um tannlæknaþjónustu fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri. Markmiðið er að ríkið greiði 75 prósent af allri þjónustu barna. 11.5.2011 19:00 Ákæra gegn Geir illa ígrunduð og óskýr að mati verjanda Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, útilokar ekki að reynt verði að fá málinu vísað frá Landsdómi. Hann segir ákæruna gegn Geir illa ígrundaða og óskýra og efast um hvort hægt sé að reka mál fyrir Landsdómi á grundvelli hennar. 11.5.2011 18:39 Útgerðamenn ætla að berjast gegn kvótafrumvarpi Útgerðarmenn ætla að berjast gegn hinum umdeildu kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og finna þeim flest til foráttu. Verið sé að færa vinnu frá atvinnumönnum í hobbístarfsemi, draga úr hagræðingu, sérhæfingu, uppbyggingu og skerða afkomu og tekjur þjóðarinnar af auðlindinni. 11.5.2011 18:30 Gæslan leitaði hvítabjarna Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði ísbjarna á friðlandinu á Hornströndum eftir hádegi í dag. Segir Landhelgisgæslan að mikill almennur þrýstingur hafi verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík 2. maí síðastliðinn. 11.5.2011 16:16 Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendurskoðunar Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í skýrslu um málefni sorpbrennslna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna skýrslunnar sem birt var í dag. 11.5.2011 14:09 Fjórir mánuðir óskilorðsbundið fyrir kannabisræktun Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur kannabisræktun. Maðurinn játaði að hafa ræktað og haft í vörslum sínum 143 kannabisplöntur og um fimmtán grömm af maríjúana. 11.5.2011 13:33 Ríkisendurskoðun gagnrýnir umhverfisráðuneytið harðlega Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið brást skyldum sínum í eftirliti með sorpbrennslustöðvum. Þetta er niðurstaða Ríkisendurskoðunar sem skilaði skýrslu um málið í dag. Evrópusambandið gaf árið 2000 út tilskipun sem meðal annars setti strangari reglur en áður höfðu gilt um hámarkslosun sorpbrennslustöðva á mengandi efnum út í andrúmsloftið. Íslendingum bar að innleiða tilskipunina vegna aðildar að EES samningnum en gerðu það ekki. 11.5.2011 13:25 Assange fékk friðarverðlaun Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, fékk í gær gullmedalíu Friðarstofnunarinnar í Sidney. Assange er sá fjórði sem hlotnast þessi heiður í fjórtán ára sögu verðlaunanna en þau eru tengd háskólanum í borginni og studd af borgaryfirvöldum. Assange er enn að berjast gegn framsali frá Bretlandi til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. 11.5.2011 13:17 Opnunarhátíð Hörpunnar á sama tíma og Eurovision Eurovision partý eru órjúfanlegur hluti af Eurovision hefðinni og líklega verða göturnar í Reykjavík fáfarnar þegar íslenska lagið verður flutt í Dusseldorf. Nema kannski í nágrenni við Hörpuna, en opnunarhátíð tónlistarhússins er einmitt á laugardaginn og mun dagskráin halda áfram langt fram á kvöld. 11.5.2011 13:00 Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. 11.5.2011 12:11 Ólafur Elíasson: Óánægður með að Harpan opni ókláruð Ólafur Elíasson gagnrýnir íslenska ríkið fyrir upplýsingaskort þegar kemur að tónlistarhúsinu Hörpunni. Fjölmargir erlendir aðilar hafi ekki hugmynd um að húsið sé nú að opna. Hann segist þurfa að veita sjálfum sér meðferð vegna þess að húsið opni nú hálfklárað á byggingarsvæði. 11.5.2011 12:04 Bifreiðastöður nálægt þróttavöllum vandamál Bifreiðastöður ökutækja nærri íþróttavöllum hafa í gegnum tíðina verið vandamál. Ökumenn leggja þá gjarnan sem næst leikvöngum og þá upp á graseyjum, gangstéttum og göngustígum. Í stöku tilvikum er einnig lagt á og við gangbrautir. 11.5.2011 11:56 Þúsundir flýja Róm vegna jarðskjálfta Bílastraumur hefur verið frá Róm í dag af ótta við að þar verði risastór jarðskjálfti. Sá ótti er byggður á spádómi jarðskjálftafræðingsins Raffaele Bendandi sem lést árið 1979. 11.5.2011 11:49 Móðir Sjonna: Sjonni var með okkur „Við erum að springa úr gleði, það er ekkert annað hægt," sagði Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir, móðir Sjonna Brink, í gærkvöldi eftir að ljóst var að lagið Aftur heim eða Coming home var komið áfram úr undanriðli Eurovision. 11.5.2011 11:44 Kanar fá eiginkonur Osamas Líklegt er talið að Bandaríkjamenn fái að yfirheyra eiginkonur Osama bin Ladens, að sögn bresku Sky fréttastofunnar. Opinberlega segja Pakistanar að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá. 11.5.2011 10:53 Konungur sáttur við forsætisráðherra Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fela ekki Haraldi konungi að sæma norska hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna um síðustu helgi. Mjög sterk viðbrögð urðu við því þegar norska Dagbladet skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði hafnað aðkomu konungs. 11.5.2011 10:50 Verkfall í Grikklandi Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað til verkfalls í dag sem búist er við að lami landið að miklu leyti. Félögin vilja með þessu mótmæla niðurskurðar- og sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar en landið glímir við mikinn fjárhagsvanda og nýtur aðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rétta úr kútnum. 11.5.2011 10:45 Þriðjungur stjórnar FIFA í spillingarmálum Vaxandi þrýstingur er á Alþjóða knattspyrnusambandið um að rannsaka ásakanir um spillingu innan þess. Fyrrverandi formaður breska knattspyrnusambandsins Triesman lávarður bar vitni fyrir íþróttanefnd breska þingsins í gær. 11.5.2011 10:44 Ekkja Stiegs Larsson á Íslandi í dag Eva Gabrielsson, rithöfundur og ekkja Stieg Larsson, er væntanleg til landsins í dag. Hún ætlar að vera gestur á Höfundakvöldi í Norræna húsinu á morgun. 11.5.2011 10:30 Enn í haldi lögreglunnar Karlmaður sem handtekinn var í Grindavík í gær er enn í haldi lögreglunnar og verður yfirheyrður síðar í dag. Karlmaðurinn hafði í hótunum við föður sinn. Hann var ekki vopnaður, en lögreglan á Suðurnesjum fékk aðstoð frá sérsveit lögreglustjóra við að handtaka manninn. 11.5.2011 09:58 Röng íþróttasíða fylgdi Fréttablaðinu Vegna mistaka fylgdi röng íþróttasíða Fréttablaðinu í dag. Síðan sem birtist í blaðinu í gær var birt aftur í dag. Beðist er velvirðingar á þessu, en rétt síða er í vefútgáfu blaðsins sem má sjá með því að smella hér. 11.5.2011 09:39 Palli át hattinn sinn Páll Óskar Hjálmtýsson var einn þeirra sérfræðinga sem höfðu slegið því föstu að Íslendingar kæmust ekki upp úr forkeppninni í Eurovision í gærkvöldi. Þegar annað kom á daginn lofaði Palli að hann skyldi éta hatt sinn og við það stóð hann í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun þegar hann mætti með glæsilegan brauðtertuhatt sem hann át í beinni útsendingu. 11.5.2011 09:31 Breskur almenningur var hrifnari en gagnrýnendur Þótt breskir gagnrýnendur hafi ekki brugðist svo vel við Næturvaktina, sem BBC 4 sýnir þessa vikuna, gegnir allt öðru um almenning í Bretlandi sem virðist hafa skemmt sér ágætlega yfir fyrsta þættinum í fyrrakvöld. Nokkrir áhorfendur lýstu hrifningu sinni á Twitter sama kvöld og þetta fór allt saman fram. 11.5.2011 09:19 Rybak í losti á meðan Íslendingarnir brjálast Norðmenn eru með böggum hildar eftir að framlag þeirra í Eurovision þetta árið kolféll í keppninni í gær. Laginu „Haba Haba“ hafði verið spáð góðu gengi og voru frændur okkar vissir um að fara létt í úrslitin. Annað kom á daginn og þegar Ísland kom síðast upp úr hattinum í gærkvöldi var Alexander Rybak, sigurvegari Norðmanna hér um árið, þrumu lostinn. 11.5.2011 08:42 Bandaríkjamenn taka upp símaviðvörunarkerfi Bandaríkjamenn taka á næstunni í notkun nýtt kerfi sem gerir yfirvöldum kleift að senda almenningi smáskilaboð í farsíma til þess að vara þá við bráðri hættu. Kerfið verður fyrst tekið í gagnið í New York og í höfuðborginni Washington. 11.5.2011 08:30 Banaslys á Austfjörðum Banaslys varð laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi á þjóðveginum um Kambanes á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fólksbifreið hafi verið ekið út af veginum og hún farið nokkrar veltur. "Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út úr henni og lést á vettvangi skömmu seinna. Hann var á fimmtugsaldri.“ 11.5.2011 08:19 Sarah súr yfir að fá ekki að mæta í brúðkaupið Hertogaynjan af York, Sarah Ferguson, sem eitt sinn var gift Andrew Bretaprinsi, segir það hafa verið erfiða lífsreynslu að vera ekki boðið í brúðkaup Vilhjálms Prins og Katrínar. 11.5.2011 08:12 Synir Osama gagnrýna drápið á föður sínum Synir hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden gagnrýna bandarísk yfirvöld harðlega í yfirlýsingu sem þeir sendu stórblaðinu New York Times. 11.5.2011 08:10 Vildu ekki vöfflur Samningamenn Framsýnar,- verkalýðsfélaga í Þingeyjasýslum og verðalýðafélags Þórshafnar, höfnuðu hefðbundnu vöfflukaffi í húsakynnum Ríkissáttasemjara eftir að þeir höfðu undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. 11.5.2011 08:06 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11.5.2011 08:00 Biskupinn fékk bréf til andmæla Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. 11.5.2011 07:00 Frægasti hjólabrettamaður heims á Íslandi Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í gær ásamt fjölskyldu sinni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hawk er í fríi á landinu og stoppar stutt, þar sem hann sýnir listir sínar í Svíþjóð á laugardaginn. 11.5.2011 07:00 Slys á Austfjörðum Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðveginum á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur á Austfjörðum í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu voru einhverjir fluttir á sjúkrahús og rannsóknarnefnd umferðaslysa kölluð á vettvang, en ekki hefur náðst samband við lögregluyfirvöld sem rannsaka málið. 11.5.2011 06:30 Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. 11.5.2011 05:00 Facebook logar - hvar er Sigmar! Þeir voru ófáir sem vildu fá gamla Eurovison-kynninn Sigmar Guðmundsson til þess að kynna keppnina á nýog lýstu yfir óánægju sinni á samskiptavefnum Facebook. Þannig greinir fréttasíðan Fréttir af Facebook frá almennri óánægju með nýja þulinn, Hrafnhildi Halldórsdóttur, sem lýsir nú keppninni. 10.5.2011 20:55 Hamfarir í Japan hafa talsverð áhrif á hvalveiðar á Íslandi Líklega mun ástandið í Japan bitna harkalega á hvalveiðum hér á landi samkvæmt fréttaveitunni AFP. Þar er rætt við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., og hann spurður hvaða áhrif hamfarirnar í Japan munu hafa á hvalveiðarnar. 10.5.2011 20:30 Ísland stóð sig vel - sérfræðingar þó svartsýnir Þá eru Vinir Sjonna búnir að flytja framlag Íslands í Eurovison. Flutningurinn tókst vel eins og við var að búast. Laginu var vel fagnað. 10.5.2011 20:04 Sigmar Guðmundsson: 7 þjóðir öruggar - Ísland fer ekki áfram Kastljósmaðurinn Sigmar Guðmundsson, sem hefur lýst Eurovision keppninni um árabil, þó ekki ár, spári sjö þjóðum öruggu gengi í kvöld. Hann skrifar á Facebook-síðu sína að þetta sé ekki flókið: 10.5.2011 20:00 Segir það þjóðhagslega hagkvæmt að vinna Eurovison Íslendingar gætu vel haldið Eurovision hér á landi og grætt á því ef marka má niðurstöður lokaritgerðar í Hagfræði. Höfundurinn er nú er staddur úti í Dusseldorf. 10.5.2011 19:30 Vill ekki skjóta mávana - vinsamleg tilmæli nægja Borgarfulltrúi Besta flokksins beinir því til fólks að hætta að gefa öndunum á Tjörninni Reykjavík brauð til að sporna við ágangi máva. Ekki stendur til að banna brauðgjafirnar að svo stöddu. 10.5.2011 19:15 Ísland fjórtánda í röðinni Eurovision er hafið og er bein útsending á RÚV. Um er að ræða fyrri undankeppnina sem Íslendingar taka þátt í. Alls munu nítján lönd keppa um að komast áfram í kvöld. Tíu lönd komast áfram. 10.5.2011 19:03 Börn valin eftir tekjum en ekki tannskemmdum Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. 10.5.2011 19:00 Uppstokkun á kvótakerfinu Fimmtán prósent heildarafla hvers árs verða komin á frjálsan leigumarkað eftir fimmtán ár, samkvæmt frumvörpum sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sem afgreidd voru út úr ríkisstjórn í dag. Veiðigjald verður hækkað um fimmtíu prósent. 10.5.2011 18:30 Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10.5.2011 16:07 Grunnframfærsla LÍN hækkuð Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 10% samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningu frá ráðherra kemur fram að hækkunin tekur gildi á frá og með skólaárinu 2011-2012 og verður þá tæplega 133 þúsund krónur. Á yfirstandandi skólaári er grunnframfærslan tæplega 121 þúsund krónur og er því um 10% hækkun að ræða. 10.5.2011 15:27 Sjá næstu 50 fréttir
Velferðarráðherra biðlar til tannlækna um samvinnu Velferðarráðherra biðlar til tannlækna að koma til samvinnu við ríkið um tannlæknaþjónustu fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri. Markmiðið er að ríkið greiði 75 prósent af allri þjónustu barna. 11.5.2011 19:00
Ákæra gegn Geir illa ígrunduð og óskýr að mati verjanda Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, útilokar ekki að reynt verði að fá málinu vísað frá Landsdómi. Hann segir ákæruna gegn Geir illa ígrundaða og óskýra og efast um hvort hægt sé að reka mál fyrir Landsdómi á grundvelli hennar. 11.5.2011 18:39
Útgerðamenn ætla að berjast gegn kvótafrumvarpi Útgerðarmenn ætla að berjast gegn hinum umdeildu kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og finna þeim flest til foráttu. Verið sé að færa vinnu frá atvinnumönnum í hobbístarfsemi, draga úr hagræðingu, sérhæfingu, uppbyggingu og skerða afkomu og tekjur þjóðarinnar af auðlindinni. 11.5.2011 18:30
Gæslan leitaði hvítabjarna Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði ísbjarna á friðlandinu á Hornströndum eftir hádegi í dag. Segir Landhelgisgæslan að mikill almennur þrýstingur hafi verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík 2. maí síðastliðinn. 11.5.2011 16:16
Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendurskoðunar Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í skýrslu um málefni sorpbrennslna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna skýrslunnar sem birt var í dag. 11.5.2011 14:09
Fjórir mánuðir óskilorðsbundið fyrir kannabisræktun Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur kannabisræktun. Maðurinn játaði að hafa ræktað og haft í vörslum sínum 143 kannabisplöntur og um fimmtán grömm af maríjúana. 11.5.2011 13:33
Ríkisendurskoðun gagnrýnir umhverfisráðuneytið harðlega Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið brást skyldum sínum í eftirliti með sorpbrennslustöðvum. Þetta er niðurstaða Ríkisendurskoðunar sem skilaði skýrslu um málið í dag. Evrópusambandið gaf árið 2000 út tilskipun sem meðal annars setti strangari reglur en áður höfðu gilt um hámarkslosun sorpbrennslustöðva á mengandi efnum út í andrúmsloftið. Íslendingum bar að innleiða tilskipunina vegna aðildar að EES samningnum en gerðu það ekki. 11.5.2011 13:25
Assange fékk friðarverðlaun Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, fékk í gær gullmedalíu Friðarstofnunarinnar í Sidney. Assange er sá fjórði sem hlotnast þessi heiður í fjórtán ára sögu verðlaunanna en þau eru tengd háskólanum í borginni og studd af borgaryfirvöldum. Assange er enn að berjast gegn framsali frá Bretlandi til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. 11.5.2011 13:17
Opnunarhátíð Hörpunnar á sama tíma og Eurovision Eurovision partý eru órjúfanlegur hluti af Eurovision hefðinni og líklega verða göturnar í Reykjavík fáfarnar þegar íslenska lagið verður flutt í Dusseldorf. Nema kannski í nágrenni við Hörpuna, en opnunarhátíð tónlistarhússins er einmitt á laugardaginn og mun dagskráin halda áfram langt fram á kvöld. 11.5.2011 13:00
Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. 11.5.2011 12:11
Ólafur Elíasson: Óánægður með að Harpan opni ókláruð Ólafur Elíasson gagnrýnir íslenska ríkið fyrir upplýsingaskort þegar kemur að tónlistarhúsinu Hörpunni. Fjölmargir erlendir aðilar hafi ekki hugmynd um að húsið sé nú að opna. Hann segist þurfa að veita sjálfum sér meðferð vegna þess að húsið opni nú hálfklárað á byggingarsvæði. 11.5.2011 12:04
Bifreiðastöður nálægt þróttavöllum vandamál Bifreiðastöður ökutækja nærri íþróttavöllum hafa í gegnum tíðina verið vandamál. Ökumenn leggja þá gjarnan sem næst leikvöngum og þá upp á graseyjum, gangstéttum og göngustígum. Í stöku tilvikum er einnig lagt á og við gangbrautir. 11.5.2011 11:56
Þúsundir flýja Róm vegna jarðskjálfta Bílastraumur hefur verið frá Róm í dag af ótta við að þar verði risastór jarðskjálfti. Sá ótti er byggður á spádómi jarðskjálftafræðingsins Raffaele Bendandi sem lést árið 1979. 11.5.2011 11:49
Móðir Sjonna: Sjonni var með okkur „Við erum að springa úr gleði, það er ekkert annað hægt," sagði Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir, móðir Sjonna Brink, í gærkvöldi eftir að ljóst var að lagið Aftur heim eða Coming home var komið áfram úr undanriðli Eurovision. 11.5.2011 11:44
Kanar fá eiginkonur Osamas Líklegt er talið að Bandaríkjamenn fái að yfirheyra eiginkonur Osama bin Ladens, að sögn bresku Sky fréttastofunnar. Opinberlega segja Pakistanar að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá. 11.5.2011 10:53
Konungur sáttur við forsætisráðherra Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fela ekki Haraldi konungi að sæma norska hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna um síðustu helgi. Mjög sterk viðbrögð urðu við því þegar norska Dagbladet skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði hafnað aðkomu konungs. 11.5.2011 10:50
Verkfall í Grikklandi Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað til verkfalls í dag sem búist er við að lami landið að miklu leyti. Félögin vilja með þessu mótmæla niðurskurðar- og sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar en landið glímir við mikinn fjárhagsvanda og nýtur aðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rétta úr kútnum. 11.5.2011 10:45
Þriðjungur stjórnar FIFA í spillingarmálum Vaxandi þrýstingur er á Alþjóða knattspyrnusambandið um að rannsaka ásakanir um spillingu innan þess. Fyrrverandi formaður breska knattspyrnusambandsins Triesman lávarður bar vitni fyrir íþróttanefnd breska þingsins í gær. 11.5.2011 10:44
Ekkja Stiegs Larsson á Íslandi í dag Eva Gabrielsson, rithöfundur og ekkja Stieg Larsson, er væntanleg til landsins í dag. Hún ætlar að vera gestur á Höfundakvöldi í Norræna húsinu á morgun. 11.5.2011 10:30
Enn í haldi lögreglunnar Karlmaður sem handtekinn var í Grindavík í gær er enn í haldi lögreglunnar og verður yfirheyrður síðar í dag. Karlmaðurinn hafði í hótunum við föður sinn. Hann var ekki vopnaður, en lögreglan á Suðurnesjum fékk aðstoð frá sérsveit lögreglustjóra við að handtaka manninn. 11.5.2011 09:58
Röng íþróttasíða fylgdi Fréttablaðinu Vegna mistaka fylgdi röng íþróttasíða Fréttablaðinu í dag. Síðan sem birtist í blaðinu í gær var birt aftur í dag. Beðist er velvirðingar á þessu, en rétt síða er í vefútgáfu blaðsins sem má sjá með því að smella hér. 11.5.2011 09:39
Palli át hattinn sinn Páll Óskar Hjálmtýsson var einn þeirra sérfræðinga sem höfðu slegið því föstu að Íslendingar kæmust ekki upp úr forkeppninni í Eurovision í gærkvöldi. Þegar annað kom á daginn lofaði Palli að hann skyldi éta hatt sinn og við það stóð hann í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun þegar hann mætti með glæsilegan brauðtertuhatt sem hann át í beinni útsendingu. 11.5.2011 09:31
Breskur almenningur var hrifnari en gagnrýnendur Þótt breskir gagnrýnendur hafi ekki brugðist svo vel við Næturvaktina, sem BBC 4 sýnir þessa vikuna, gegnir allt öðru um almenning í Bretlandi sem virðist hafa skemmt sér ágætlega yfir fyrsta þættinum í fyrrakvöld. Nokkrir áhorfendur lýstu hrifningu sinni á Twitter sama kvöld og þetta fór allt saman fram. 11.5.2011 09:19
Rybak í losti á meðan Íslendingarnir brjálast Norðmenn eru með böggum hildar eftir að framlag þeirra í Eurovision þetta árið kolféll í keppninni í gær. Laginu „Haba Haba“ hafði verið spáð góðu gengi og voru frændur okkar vissir um að fara létt í úrslitin. Annað kom á daginn og þegar Ísland kom síðast upp úr hattinum í gærkvöldi var Alexander Rybak, sigurvegari Norðmanna hér um árið, þrumu lostinn. 11.5.2011 08:42
Bandaríkjamenn taka upp símaviðvörunarkerfi Bandaríkjamenn taka á næstunni í notkun nýtt kerfi sem gerir yfirvöldum kleift að senda almenningi smáskilaboð í farsíma til þess að vara þá við bráðri hættu. Kerfið verður fyrst tekið í gagnið í New York og í höfuðborginni Washington. 11.5.2011 08:30
Banaslys á Austfjörðum Banaslys varð laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi á þjóðveginum um Kambanes á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fólksbifreið hafi verið ekið út af veginum og hún farið nokkrar veltur. "Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út úr henni og lést á vettvangi skömmu seinna. Hann var á fimmtugsaldri.“ 11.5.2011 08:19
Sarah súr yfir að fá ekki að mæta í brúðkaupið Hertogaynjan af York, Sarah Ferguson, sem eitt sinn var gift Andrew Bretaprinsi, segir það hafa verið erfiða lífsreynslu að vera ekki boðið í brúðkaup Vilhjálms Prins og Katrínar. 11.5.2011 08:12
Synir Osama gagnrýna drápið á föður sínum Synir hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden gagnrýna bandarísk yfirvöld harðlega í yfirlýsingu sem þeir sendu stórblaðinu New York Times. 11.5.2011 08:10
Vildu ekki vöfflur Samningamenn Framsýnar,- verkalýðsfélaga í Þingeyjasýslum og verðalýðafélags Þórshafnar, höfnuðu hefðbundnu vöfflukaffi í húsakynnum Ríkissáttasemjara eftir að þeir höfðu undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. 11.5.2011 08:06
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11.5.2011 08:00
Biskupinn fékk bréf til andmæla Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. 11.5.2011 07:00
Frægasti hjólabrettamaður heims á Íslandi Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í gær ásamt fjölskyldu sinni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hawk er í fríi á landinu og stoppar stutt, þar sem hann sýnir listir sínar í Svíþjóð á laugardaginn. 11.5.2011 07:00
Slys á Austfjörðum Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðveginum á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur á Austfjörðum í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu voru einhverjir fluttir á sjúkrahús og rannsóknarnefnd umferðaslysa kölluð á vettvang, en ekki hefur náðst samband við lögregluyfirvöld sem rannsaka málið. 11.5.2011 06:30
Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. 11.5.2011 05:00
Facebook logar - hvar er Sigmar! Þeir voru ófáir sem vildu fá gamla Eurovison-kynninn Sigmar Guðmundsson til þess að kynna keppnina á nýog lýstu yfir óánægju sinni á samskiptavefnum Facebook. Þannig greinir fréttasíðan Fréttir af Facebook frá almennri óánægju með nýja þulinn, Hrafnhildi Halldórsdóttur, sem lýsir nú keppninni. 10.5.2011 20:55
Hamfarir í Japan hafa talsverð áhrif á hvalveiðar á Íslandi Líklega mun ástandið í Japan bitna harkalega á hvalveiðum hér á landi samkvæmt fréttaveitunni AFP. Þar er rætt við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., og hann spurður hvaða áhrif hamfarirnar í Japan munu hafa á hvalveiðarnar. 10.5.2011 20:30
Ísland stóð sig vel - sérfræðingar þó svartsýnir Þá eru Vinir Sjonna búnir að flytja framlag Íslands í Eurovison. Flutningurinn tókst vel eins og við var að búast. Laginu var vel fagnað. 10.5.2011 20:04
Sigmar Guðmundsson: 7 þjóðir öruggar - Ísland fer ekki áfram Kastljósmaðurinn Sigmar Guðmundsson, sem hefur lýst Eurovision keppninni um árabil, þó ekki ár, spári sjö þjóðum öruggu gengi í kvöld. Hann skrifar á Facebook-síðu sína að þetta sé ekki flókið: 10.5.2011 20:00
Segir það þjóðhagslega hagkvæmt að vinna Eurovison Íslendingar gætu vel haldið Eurovision hér á landi og grætt á því ef marka má niðurstöður lokaritgerðar í Hagfræði. Höfundurinn er nú er staddur úti í Dusseldorf. 10.5.2011 19:30
Vill ekki skjóta mávana - vinsamleg tilmæli nægja Borgarfulltrúi Besta flokksins beinir því til fólks að hætta að gefa öndunum á Tjörninni Reykjavík brauð til að sporna við ágangi máva. Ekki stendur til að banna brauðgjafirnar að svo stöddu. 10.5.2011 19:15
Ísland fjórtánda í röðinni Eurovision er hafið og er bein útsending á RÚV. Um er að ræða fyrri undankeppnina sem Íslendingar taka þátt í. Alls munu nítján lönd keppa um að komast áfram í kvöld. Tíu lönd komast áfram. 10.5.2011 19:03
Börn valin eftir tekjum en ekki tannskemmdum Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. 10.5.2011 19:00
Uppstokkun á kvótakerfinu Fimmtán prósent heildarafla hvers árs verða komin á frjálsan leigumarkað eftir fimmtán ár, samkvæmt frumvörpum sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sem afgreidd voru út úr ríkisstjórn í dag. Veiðigjald verður hækkað um fimmtíu prósent. 10.5.2011 18:30
Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10.5.2011 16:07
Grunnframfærsla LÍN hækkuð Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 10% samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningu frá ráðherra kemur fram að hækkunin tekur gildi á frá og með skólaárinu 2011-2012 og verður þá tæplega 133 þúsund krónur. Á yfirstandandi skólaári er grunnframfærslan tæplega 121 þúsund krónur og er því um 10% hækkun að ræða. 10.5.2011 15:27