Fleiri fréttir Samgönguráðherra biðst afsökunar Samgönguráðherra Noregs hefur beðið landsmenn afsökunar á því að þúsundir manna sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman, í snjókomunni í gær. Liv Signe Navarseti kennir um útboðum á viðhaldi vega, þar sem meira sé hugsað um verð en gæði þjónustunnar. Hún er þó ekki á því að Vegagerðin taki aftur við viðhaldi og mokstri. 24.2.2007 21:02 Bensínbíll sprengdur við mosku Að minnsta kosti 40 manns létu lífið og yfir 60 særðust þegar bensínflutningabíll með áfestum sprengjum sprakk í loft upp í grennd við mosku Súnní múslima í Írak í dag. Í gær gagnrýndi klerkur moskunnar hryðjuverkasveitir al-Kæda og er talið að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir það. Konur og börn voru meðal hinna föllnu. 24.2.2007 20:46 Óheppnir hryðjuverkamenn Þrír pakistanskir hryðjuverkamenn, á reiðhjóli, sprungu í loft upp þegar þeir fóru yfir hraðahindrun í Punjab héraði, í Pakistan, í dag. Sprengjan sem þeir voru með mun hafa verið heimatilbúin, en ekkert er vitað um hvar þeir ætluðu að koma henni fyrir. 24.2.2007 20:11 Fjögur stór vötn undir íshellunni Vísindamenn hafa uppgötvað fjögur stór stöðuvötn undir íshellu Suðurskautslandsins. Vísindamennirnir segja að vötnin hafi mikið að segja um hversu hratt íshellan brotnar og breytist í borgarísjaka sem rekur á haf út. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Nature. Þeir segja líka að það sé mikilvægt að skilja eðli samspils vatnanna og íssins til að geta spáð nákvæmar fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. 24.2.2007 20:00 Þak á stórverslun hrundi í Danmörku Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma. 24.2.2007 19:15 Rannsakað hvað olli lestarslysi Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvað olli lestarslysi í norðvesturhluta landsins í gær. Kona á níræðisaldri týndi lífi í slysinu og átta liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. 120 manns voru um borð. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow þegar allir níu vagnar hennar fóru af sporinu í vatnahéraði Cumbríu norðvestur af Lundúnum. 24.2.2007 19:00 Skógrækt og landgræðsla gegn mengun Skógrækt á Íslandi gæti orðið gróðafyrirtæki þegar mengunarkvótar verða markaðsvara, að mati sérfræðings Skógræktar ríkisins. Hann segir að með aukinni skógrækt og landgræðslu ætti að vera unnt að binda tvo þriðju hluta af útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis. 24.2.2007 18:58 Framtíð starfmanna Marels á Ísafirði óljós Framtíð starfsmanna Marels á Ísafirði er óljós eftir að fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að það myndi hætta allri starfsemi í bænum. Tuttugu manns missa vinnuna og ljóst að ekki fá allir atvinnu við sitt hæfi á Ísafirði. 24.2.2007 18:56 Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn. 24.2.2007 18:45 Hass í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hafði í nótt afskipti af manni og konu, þar sem þau voru í Hörgárdal á leið til Akureyrar. Grunur vaknaði um að þau gætu verið með fíkniefni í fórum sínum og við leit í bifreiðinni fannst böggull, sem talinn er geyma rúm 700 grömm af hassi. 24.2.2007 17:48 Fækkar í grunnskólum -fjölgar í einkaskólum Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur grunnskólanemendum fækkað um 461 frá síðasta skólaári eða um 1,0%. Aftur á móti hefur nemendum í einkaskólum fjölgað um 100 frá fyrra ári, eða 21,2%. Gera má ráð fyrir að grunnskólanemendum haldi áfram að fækka því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi. 24.2.2007 17:42 Ingibjörg Sólrún vill stytta vinnutíma Konur í baráttuhug var rauði þráðurinn á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem hófst í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði þar að pólitíkin sé ennþá karlaheimur og hin pólitíska menning og leikreglur mótaðar af aldalöngu forræði karla. 24.2.2007 16:35 Vilja stækka í Straumsvík Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins í dag. 24.2.2007 16:08 Björk Vilhelmsdóttir í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar Fyrrverandi liðsmaður Vinstri-grænna, Björk Vilhelmsdóttir, hefur gengið til liðs við Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar. Björk sagði sig úr Vinstri-grænum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og fór í óháð framboð í samstarfi við Samfylkinguna. 24.2.2007 16:06 Banna reykingar í heimahúsum Í Bandaríkjunum er nú stefnt að því að banna fólki að reykja á heimilum sínum og er slíkt reykingabann raunar víða komið á nú þegar. Þá eru einstök bæjarfélög búin að banna einnig reykingar utan dyra. Aðstandendur bannsins blása á mótmæli reykingamanna og segja að þeir hafi einfaldlega engin réttindi, það sé þvert á móti réttur allra manna að anda að sér fersku lofti. Reykur geti síast á milli íbúða. 24.2.2007 15:56 Risastór hola gleypti mörg hús Að minnsta kosti tveir létu lífið og fleiri er saknað eftir að jörðin opnaðist undir húsum þeirra í fátækrahverfi í Guatemalaborg, í gærkvöldi. Risastór eitthundrað metra djúp hola opnaðist skyndilega og gleypti húsin. Yfir eittþúsund hús voru rýmd af ótta við að holan stækkaði. 24.2.2007 15:09 Nær allur pakistanski flugflotinn í bann Pakistanska flugfélagið PIA er að íhuga að leigja bæði flugvélar og áhafnir vegna yfirvofandi banns Evrópusambandsins á meira en þrjá fjórðu af flugflota félagsins, af öryggisástæðum. Flugfélagið á 42 flugvélar og öllum nema sjö þeirra verður bannað að fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins, á næstu dögum. 24.2.2007 13:45 Vel sótt í sjóð Orkuveitunnar Nýjum umhverfis- og orkurannsóknarsjóði hjá Orkuveitu Reykjavíkur bárust alls 95 umsóknir um styrki. Umsóknirnar eru samtals að upphæð um 450 milljónir króna og því ljóst að stjórnar sjóðsins bíður vandasamt verkefni, en stjórn Orkuveitunnar hefur lagt 100 milljónir króna til sjóðsins. 24.2.2007 13:15 Rottugangur á KFC/Taco Bell stað í New York Þær voru hungraðar rotturnar sem hlaupu um gólf KFC/Taco Bell veitingastaðarins í New York snemma í gærmorgun. Sjónvarpsstöð í borginni náði myndum af rottunum þar sem þær klifruðu upp í barnastóla og hlupu milli borða í leit að æti. 24.2.2007 12:45 Prodi beðinn um að sitja áfram Ítalíuforseti hefur beðið Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, um að sitja áfram í embætti. Prodi sagði af sér á miðvikudaginn. 24.2.2007 12:30 ,,Allt annað líf" Í dag fer fram málefnastarf á öðrum degi Landsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem stendur yfir á Grand Hótel Reykjavík, undir yfirskriftinni ,,Allt annað líf". Meðal þess sem finna má í drögum að samþykktum landsfundarins eru rótttækar aðgerðir í jafnfréttismálum þar sem lagt er til að bundið verði í stjórnarskrá jafnt hlutfall kvenna og karla á Alþingi og í sveitarstjórnum. Jafnframt er lagt til að lögbinda jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir að launaleynd verði afnumin. 24.2.2007 12:23 Alvarlegt lestarslys á Englandi Einn týndi lífi og tæplega 80 slösuðust, þar af 5 lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um 120 farþega. 24.2.2007 12:15 Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum. 24.2.2007 12:00 Jórdaníukonungur setur Palestínumönnum kosti Abdullah konungur Jórdaníu segir að það sé breitt samkomulag um það meðal Arabaþjóðanna að hin nýja þjóðstjórn Palestínu verði að hlíta kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svonefnda. Kröfurnar eru þær að tilveruréttur Ísraelsríkis verði viðurkenndur, að ofbeldi verði hafnað og að staðið verði við bráðabirgðasamninga sem gerðir hafa verið um frið. 24.2.2007 11:52 Málverki stolið af Reykjalundi Málverki eftir Tolla var stolið frá endurhæfingastöð SÍBS, Reykjalundi í Mosfellsbæ. Athæfið átti sér líklega stað um síðustu helgi en málverkið er engin smásmíð, um 140x120 cm að stærð. Þeir sem geta veitt upplýdingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 24.2.2007 11:48 Prodi lætur reyna á traust á þingi Forseti Ítalíu hefur beðið Romano Prodi að halda áfram sem forsætisráðherra landsins og láta reyna á traustsyfirlýsingu í þinginu. Giorgio Napolitano, forseti tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess að stjórnin segði af sér, en stuðningsmenn Prodis fóru fram á að hann fengi tækifæri til þess að sýna framá að hann geti myndað meirihluta á þingi. 24.2.2007 11:17 Færð á vegum Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir og éljagangur á heiðum, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðaheiði og ófært yfir Eyrarfjall. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 24.2.2007 11:07 Fjórði njósnahnöttur Japana kominn í gagnið Japanar skutu á loft sínum fjórða njósnahnetti í morgun. Þetta gera þeir til að geta fylgst betur með þeim hættum sem steðja að landinu og nefna í því sambandi sérstaklega N-Kóreu. 24.2.2007 11:04 Lestarvagnar fóru á hvolf Einn týndi lífi og rúmlega tuttugu slösuðust, þar af fimm lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um hundrað og tuttugu farþega. 24.2.2007 10:23 Skíðasvæðin 24.2.2007 10:21 Jóhanna kvaddi X-Factor 24.2.2007 10:16 Vilja lögbinda jafnt hlutfall kvenna 24.2.2007 10:14 Sviptur á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann á þrítugsaldri í ofsaakstri um klukkan hálf eitt í nótt á Hringbraut á móts við Bjarkargötu. Hann mældist á hundrað þrjátíu og þriggja kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum stað er 50 kílómetrar. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum. 24.2.2007 10:08 Ný ríkisstjórn líklega mynduð á morgun Forseti Ítalíu ráðfærði sig í dag við leiðtoga stjórnmálaflokka í landinu til að reyna að leysa pólitískan hnút sem upp er kominn eftir að Romano Prodi forsætisráðherra sagði af sér á miðvikudaginn eftir níu mánaða valdatíð. 23.2.2007 23:25 Öllum eldhústækjunum stolið Brotist var inn í íbúðarhús í byggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði í dag. Innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér ískáp, helluborð og önnur eldhústæki, öll ný. Lögregla veit ekki hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Þá var ökumaður stöðvaður ölvaður undir stýri á Nýbýlavegi í Kópavogi um tíuleytið í kvöld. Virtist hann lítilsháttar ölvaður samkvæmt öndunarsýni en nógu ölvaður þó til þess að hann var tekinn í blóðprufu. Þá var lögreglu tilkynnt um sinubruna í Norðurbænum í Hafnarfirði í dag, eldurinn hafði kviknað í grasbala neðan við Kaupfélagsblokkina svokölluðu við Miðvang. Vel gekk að slökkva eldinn. 23.2.2007 22:58 Höfðust við í neyðarskýli Tveir bílar með sex manns innanborðs veðurtepptust á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi í dag. Fólkið náði sambandi við Vaktstöð siglinga í gegnum talstöð og fóru björgunarsveitarmenn frá Koðra í Súðavík af stað að hjálpa fólkinu sem hafðist við í neyðarskýli á fjallinu. Vel gekk að losa bílana úr snjónum og komu þeir til byggða í fylgd björgunarsveita nú undir kvöld. 23.2.2007 22:21 Simpansar veiða með vopnum Sést hefur til simpansa í Senegal sem nota spjót til að veiða sér til matar. Alls hafa vísindamenn skásetta á þriðja tug dæma um þetta. Simpansarnir nota trjágreinar sem þeir tálga með tönnunum. Vísindamennirnir segja þetta merkilega uppgötvun sem geti að einhverju leyti varpað nýju ljósi á þróun mannkyns. 23.2.2007 22:06 Vilja endurskoða heimild Bush til stríðsrekstrar í Írak Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings undirbúa nú lagasetningu um að heimild Bush forseta frá árinu 2002 til stríðsrekstrar í Írak verði endurskoðuð og í stað hennar komi mun þrengri heimild. 23.2.2007 21:35 Tígrisdýr drap stúlku í dýragarði Sex ára stúlka dó þegar tígrísdýr beit hana í dýragarði í Kunming í suðvesturhluta Kína í dag. Stúlkan var að sitja fyrir á mynd þegar tígrísdýrið fældist við leifturljós myndavélarinnar og beit stúlkuna í höfuðið. 23.2.2007 21:11 Hæstiréttur hafnar hryðjuverkalögum Hæstiréttur í Kanada hefur hafnað umdeildum lögum sem veita yfirvöldum auknar heimildir til að handtaka og senda úr landi grunaða hryðjuverkamenn. 23.2.2007 21:04 Senda þúsund hermenn til Afganistan Bretar ætla að senda þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands staðfesti þetta í kvöld. Hermönnunum er ætlað að aðstoða við að hrinda sókn Talibana í landinu sem hafa gert usla undanfarnar vikur. 23.2.2007 20:47 Síðasta tækifæri friðar Abdullah konungur Jórdaníu segir lítinn tíma mega fara til viðbótar í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir tækifærið sem nú hefur skapast við myndun þjóðstjórnar Palestínumanna ef til vill það síðasta sem gefst og því þurfi að vanda til verka. „Nú geta orðið þáttakil. Ég hef á tilfinningunni að þetta geti orðið allra síðasta tækifæri okkar til að tryggja frið", sagði Abdullah í sjónvarpsávarpi í kvöld. 23.2.2007 20:31 Saka viðskiptaráðherra um að ganga erinda tryggingafélaga Forsvarsmenn Læknafélags Íslands saka viðskiptaráðherra og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda tryggingafélaganna. Formaður félagsins segir það sína persónulegu skoðun að verið sé að lögfesta mannréttindabrot. Samtök fjármálafyrirtækja saka læknafélagið um fordóma. Viðskiptaráðherra segist ekki trúa því að Læknafélagið standi að baki fullyrðingum framkvæmdastjóra félagsins. 23.2.2007 19:19 Nafnlausa bréfið skaðar sókn málsins Nafnlaust bréf sem barst lykilmönnum í Baugsmálinu og hæstaréttardómurum skaðar sókn málsins að mati setts ríkissaksóknara. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni. 23.2.2007 19:15 Segir ummæli Hjartar guðlast Hörð ummæli fríkirkjuprests í Kompásþætti í garð Þjóðkirkjunnar hafa vakið hastarleg viðbrögð. Þannig segir sóknarprestur í Landakirkju að ásakanirnar feli í sér guðlast. 23.2.2007 19:10 Sjá næstu 50 fréttir
Samgönguráðherra biðst afsökunar Samgönguráðherra Noregs hefur beðið landsmenn afsökunar á því að þúsundir manna sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman, í snjókomunni í gær. Liv Signe Navarseti kennir um útboðum á viðhaldi vega, þar sem meira sé hugsað um verð en gæði þjónustunnar. Hún er þó ekki á því að Vegagerðin taki aftur við viðhaldi og mokstri. 24.2.2007 21:02
Bensínbíll sprengdur við mosku Að minnsta kosti 40 manns létu lífið og yfir 60 særðust þegar bensínflutningabíll með áfestum sprengjum sprakk í loft upp í grennd við mosku Súnní múslima í Írak í dag. Í gær gagnrýndi klerkur moskunnar hryðjuverkasveitir al-Kæda og er talið að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir það. Konur og börn voru meðal hinna föllnu. 24.2.2007 20:46
Óheppnir hryðjuverkamenn Þrír pakistanskir hryðjuverkamenn, á reiðhjóli, sprungu í loft upp þegar þeir fóru yfir hraðahindrun í Punjab héraði, í Pakistan, í dag. Sprengjan sem þeir voru með mun hafa verið heimatilbúin, en ekkert er vitað um hvar þeir ætluðu að koma henni fyrir. 24.2.2007 20:11
Fjögur stór vötn undir íshellunni Vísindamenn hafa uppgötvað fjögur stór stöðuvötn undir íshellu Suðurskautslandsins. Vísindamennirnir segja að vötnin hafi mikið að segja um hversu hratt íshellan brotnar og breytist í borgarísjaka sem rekur á haf út. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Nature. Þeir segja líka að það sé mikilvægt að skilja eðli samspils vatnanna og íssins til að geta spáð nákvæmar fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. 24.2.2007 20:00
Þak á stórverslun hrundi í Danmörku Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma. 24.2.2007 19:15
Rannsakað hvað olli lestarslysi Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvað olli lestarslysi í norðvesturhluta landsins í gær. Kona á níræðisaldri týndi lífi í slysinu og átta liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. 120 manns voru um borð. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow þegar allir níu vagnar hennar fóru af sporinu í vatnahéraði Cumbríu norðvestur af Lundúnum. 24.2.2007 19:00
Skógrækt og landgræðsla gegn mengun Skógrækt á Íslandi gæti orðið gróðafyrirtæki þegar mengunarkvótar verða markaðsvara, að mati sérfræðings Skógræktar ríkisins. Hann segir að með aukinni skógrækt og landgræðslu ætti að vera unnt að binda tvo þriðju hluta af útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis. 24.2.2007 18:58
Framtíð starfmanna Marels á Ísafirði óljós Framtíð starfsmanna Marels á Ísafirði er óljós eftir að fyrirtækið tilkynnti fyrir helgi að það myndi hætta allri starfsemi í bænum. Tuttugu manns missa vinnuna og ljóst að ekki fá allir atvinnu við sitt hæfi á Ísafirði. 24.2.2007 18:56
Moody´s: Lánshæfismat stóru íslensku bankanna hækkað Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur hækkað lánshæfismat stóru íslensku bankanna þriggja og gefur þeim nú öllum bestu einkunn. Þetta er gert í samræmi við breytta aðferðafræði fyrirtækisins. Hástökkvarinn er Landsbankinn. 24.2.2007 18:45
Hass í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hafði í nótt afskipti af manni og konu, þar sem þau voru í Hörgárdal á leið til Akureyrar. Grunur vaknaði um að þau gætu verið með fíkniefni í fórum sínum og við leit í bifreiðinni fannst böggull, sem talinn er geyma rúm 700 grömm af hassi. 24.2.2007 17:48
Fækkar í grunnskólum -fjölgar í einkaskólum Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur grunnskólanemendum fækkað um 461 frá síðasta skólaári eða um 1,0%. Aftur á móti hefur nemendum í einkaskólum fjölgað um 100 frá fyrra ári, eða 21,2%. Gera má ráð fyrir að grunnskólanemendum haldi áfram að fækka því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi. 24.2.2007 17:42
Ingibjörg Sólrún vill stytta vinnutíma Konur í baráttuhug var rauði þráðurinn á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem hófst í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði þar að pólitíkin sé ennþá karlaheimur og hin pólitíska menning og leikreglur mótaðar af aldalöngu forræði karla. 24.2.2007 16:35
Vilja stækka í Straumsvík Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins í dag. 24.2.2007 16:08
Björk Vilhelmsdóttir í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar Fyrrverandi liðsmaður Vinstri-grænna, Björk Vilhelmsdóttir, hefur gengið til liðs við Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar. Björk sagði sig úr Vinstri-grænum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og fór í óháð framboð í samstarfi við Samfylkinguna. 24.2.2007 16:06
Banna reykingar í heimahúsum Í Bandaríkjunum er nú stefnt að því að banna fólki að reykja á heimilum sínum og er slíkt reykingabann raunar víða komið á nú þegar. Þá eru einstök bæjarfélög búin að banna einnig reykingar utan dyra. Aðstandendur bannsins blása á mótmæli reykingamanna og segja að þeir hafi einfaldlega engin réttindi, það sé þvert á móti réttur allra manna að anda að sér fersku lofti. Reykur geti síast á milli íbúða. 24.2.2007 15:56
Risastór hola gleypti mörg hús Að minnsta kosti tveir létu lífið og fleiri er saknað eftir að jörðin opnaðist undir húsum þeirra í fátækrahverfi í Guatemalaborg, í gærkvöldi. Risastór eitthundrað metra djúp hola opnaðist skyndilega og gleypti húsin. Yfir eittþúsund hús voru rýmd af ótta við að holan stækkaði. 24.2.2007 15:09
Nær allur pakistanski flugflotinn í bann Pakistanska flugfélagið PIA er að íhuga að leigja bæði flugvélar og áhafnir vegna yfirvofandi banns Evrópusambandsins á meira en þrjá fjórðu af flugflota félagsins, af öryggisástæðum. Flugfélagið á 42 flugvélar og öllum nema sjö þeirra verður bannað að fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins, á næstu dögum. 24.2.2007 13:45
Vel sótt í sjóð Orkuveitunnar Nýjum umhverfis- og orkurannsóknarsjóði hjá Orkuveitu Reykjavíkur bárust alls 95 umsóknir um styrki. Umsóknirnar eru samtals að upphæð um 450 milljónir króna og því ljóst að stjórnar sjóðsins bíður vandasamt verkefni, en stjórn Orkuveitunnar hefur lagt 100 milljónir króna til sjóðsins. 24.2.2007 13:15
Rottugangur á KFC/Taco Bell stað í New York Þær voru hungraðar rotturnar sem hlaupu um gólf KFC/Taco Bell veitingastaðarins í New York snemma í gærmorgun. Sjónvarpsstöð í borginni náði myndum af rottunum þar sem þær klifruðu upp í barnastóla og hlupu milli borða í leit að æti. 24.2.2007 12:45
Prodi beðinn um að sitja áfram Ítalíuforseti hefur beðið Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, um að sitja áfram í embætti. Prodi sagði af sér á miðvikudaginn. 24.2.2007 12:30
,,Allt annað líf" Í dag fer fram málefnastarf á öðrum degi Landsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem stendur yfir á Grand Hótel Reykjavík, undir yfirskriftinni ,,Allt annað líf". Meðal þess sem finna má í drögum að samþykktum landsfundarins eru rótttækar aðgerðir í jafnfréttismálum þar sem lagt er til að bundið verði í stjórnarskrá jafnt hlutfall kvenna og karla á Alþingi og í sveitarstjórnum. Jafnframt er lagt til að lögbinda jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir að launaleynd verði afnumin. 24.2.2007 12:23
Alvarlegt lestarslys á Englandi Einn týndi lífi og tæplega 80 slösuðust, þar af 5 lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um 120 farþega. 24.2.2007 12:15
Moody´s hækkar lánshæfismat íslensku bankanna Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hækkaði í dag lánshæfismat íslensku bankanna. Allir fá þeir hæstu eikunn. Landsbankinn er hástökkvarinn og fer upp úr þriðja styrkleikaflokk en Glitnir og Kaupþing úr öðrum. 24.2.2007 12:00
Jórdaníukonungur setur Palestínumönnum kosti Abdullah konungur Jórdaníu segir að það sé breitt samkomulag um það meðal Arabaþjóðanna að hin nýja þjóðstjórn Palestínu verði að hlíta kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svonefnda. Kröfurnar eru þær að tilveruréttur Ísraelsríkis verði viðurkenndur, að ofbeldi verði hafnað og að staðið verði við bráðabirgðasamninga sem gerðir hafa verið um frið. 24.2.2007 11:52
Málverki stolið af Reykjalundi Málverki eftir Tolla var stolið frá endurhæfingastöð SÍBS, Reykjalundi í Mosfellsbæ. Athæfið átti sér líklega stað um síðustu helgi en málverkið er engin smásmíð, um 140x120 cm að stærð. Þeir sem geta veitt upplýdingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 24.2.2007 11:48
Prodi lætur reyna á traust á þingi Forseti Ítalíu hefur beðið Romano Prodi að halda áfram sem forsætisráðherra landsins og láta reyna á traustsyfirlýsingu í þinginu. Giorgio Napolitano, forseti tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess að stjórnin segði af sér, en stuðningsmenn Prodis fóru fram á að hann fengi tækifæri til þess að sýna framá að hann geti myndað meirihluta á þingi. 24.2.2007 11:17
Færð á vegum Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir og éljagangur á heiðum, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðaheiði og ófært yfir Eyrarfjall. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 24.2.2007 11:07
Fjórði njósnahnöttur Japana kominn í gagnið Japanar skutu á loft sínum fjórða njósnahnetti í morgun. Þetta gera þeir til að geta fylgst betur með þeim hættum sem steðja að landinu og nefna í því sambandi sérstaklega N-Kóreu. 24.2.2007 11:04
Lestarvagnar fóru á hvolf Einn týndi lífi og rúmlega tuttugu slösuðust, þar af fimm lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um hundrað og tuttugu farþega. 24.2.2007 10:23
Sviptur á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók ökumann á þrítugsaldri í ofsaakstri um klukkan hálf eitt í nótt á Hringbraut á móts við Bjarkargötu. Hann mældist á hundrað þrjátíu og þriggja kílómetra hraða en hámarkshraði á þessum stað er 50 kílómetrar. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum. 24.2.2007 10:08
Ný ríkisstjórn líklega mynduð á morgun Forseti Ítalíu ráðfærði sig í dag við leiðtoga stjórnmálaflokka í landinu til að reyna að leysa pólitískan hnút sem upp er kominn eftir að Romano Prodi forsætisráðherra sagði af sér á miðvikudaginn eftir níu mánaða valdatíð. 23.2.2007 23:25
Öllum eldhústækjunum stolið Brotist var inn í íbúðarhús í byggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði í dag. Innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér ískáp, helluborð og önnur eldhústæki, öll ný. Lögregla veit ekki hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Þá var ökumaður stöðvaður ölvaður undir stýri á Nýbýlavegi í Kópavogi um tíuleytið í kvöld. Virtist hann lítilsháttar ölvaður samkvæmt öndunarsýni en nógu ölvaður þó til þess að hann var tekinn í blóðprufu. Þá var lögreglu tilkynnt um sinubruna í Norðurbænum í Hafnarfirði í dag, eldurinn hafði kviknað í grasbala neðan við Kaupfélagsblokkina svokölluðu við Miðvang. Vel gekk að slökkva eldinn. 23.2.2007 22:58
Höfðust við í neyðarskýli Tveir bílar með sex manns innanborðs veðurtepptust á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi í dag. Fólkið náði sambandi við Vaktstöð siglinga í gegnum talstöð og fóru björgunarsveitarmenn frá Koðra í Súðavík af stað að hjálpa fólkinu sem hafðist við í neyðarskýli á fjallinu. Vel gekk að losa bílana úr snjónum og komu þeir til byggða í fylgd björgunarsveita nú undir kvöld. 23.2.2007 22:21
Simpansar veiða með vopnum Sést hefur til simpansa í Senegal sem nota spjót til að veiða sér til matar. Alls hafa vísindamenn skásetta á þriðja tug dæma um þetta. Simpansarnir nota trjágreinar sem þeir tálga með tönnunum. Vísindamennirnir segja þetta merkilega uppgötvun sem geti að einhverju leyti varpað nýju ljósi á þróun mannkyns. 23.2.2007 22:06
Vilja endurskoða heimild Bush til stríðsrekstrar í Írak Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings undirbúa nú lagasetningu um að heimild Bush forseta frá árinu 2002 til stríðsrekstrar í Írak verði endurskoðuð og í stað hennar komi mun þrengri heimild. 23.2.2007 21:35
Tígrisdýr drap stúlku í dýragarði Sex ára stúlka dó þegar tígrísdýr beit hana í dýragarði í Kunming í suðvesturhluta Kína í dag. Stúlkan var að sitja fyrir á mynd þegar tígrísdýrið fældist við leifturljós myndavélarinnar og beit stúlkuna í höfuðið. 23.2.2007 21:11
Hæstiréttur hafnar hryðjuverkalögum Hæstiréttur í Kanada hefur hafnað umdeildum lögum sem veita yfirvöldum auknar heimildir til að handtaka og senda úr landi grunaða hryðjuverkamenn. 23.2.2007 21:04
Senda þúsund hermenn til Afganistan Bretar ætla að senda þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands staðfesti þetta í kvöld. Hermönnunum er ætlað að aðstoða við að hrinda sókn Talibana í landinu sem hafa gert usla undanfarnar vikur. 23.2.2007 20:47
Síðasta tækifæri friðar Abdullah konungur Jórdaníu segir lítinn tíma mega fara til viðbótar í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir tækifærið sem nú hefur skapast við myndun þjóðstjórnar Palestínumanna ef til vill það síðasta sem gefst og því þurfi að vanda til verka. „Nú geta orðið þáttakil. Ég hef á tilfinningunni að þetta geti orðið allra síðasta tækifæri okkar til að tryggja frið", sagði Abdullah í sjónvarpsávarpi í kvöld. 23.2.2007 20:31
Saka viðskiptaráðherra um að ganga erinda tryggingafélaga Forsvarsmenn Læknafélags Íslands saka viðskiptaráðherra og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að ganga erinda tryggingafélaganna. Formaður félagsins segir það sína persónulegu skoðun að verið sé að lögfesta mannréttindabrot. Samtök fjármálafyrirtækja saka læknafélagið um fordóma. Viðskiptaráðherra segist ekki trúa því að Læknafélagið standi að baki fullyrðingum framkvæmdastjóra félagsins. 23.2.2007 19:19
Nafnlausa bréfið skaðar sókn málsins Nafnlaust bréf sem barst lykilmönnum í Baugsmálinu og hæstaréttardómurum skaðar sókn málsins að mati setts ríkissaksóknara. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni. Afrit af bréfinu fylgir fréttinni. 23.2.2007 19:15
Segir ummæli Hjartar guðlast Hörð ummæli fríkirkjuprests í Kompásþætti í garð Þjóðkirkjunnar hafa vakið hastarleg viðbrögð. Þannig segir sóknarprestur í Landakirkju að ásakanirnar feli í sér guðlast. 23.2.2007 19:10