Fleiri fréttir Sonur Castros segir föður sinn á batavegi Fidel Castro Diaz Balart, sonur Castros Kúbuleiðtoga, kveðst fullviss um að faðir sinn nái fullri heilsu innan skamms. Balart, sem er 57 ára, sagði á bókasýningu í Havana í gær að skýr teikn væru um bata hins aldna leiðtoga en hann gekkst undir erfiða skurðaðgerð í júlí síðastliðnum. 16.2.2007 13:00 Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess. 16.2.2007 12:45 Reynt að bregðast við hlýnuninni Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni. 16.2.2007 12:15 Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngum milli Eyja og lands Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngumálum milli Vestamannaeyja og lands eins og staðan er nú, segir Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra. Hann segir að sérstaka samþykkt þurfi hjá Alþingi til að ráðast í rannsóknir á hagkvæmni jarðganga milli lands og Eyja. 16.2.2007 12:15 Kókaín í tonnavís á Spáni Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis. 16.2.2007 12:00 Handrukkurum sleppt úr haldi Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld. 16.2.2007 12:00 Þurfa að sæta réttarhaldi Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður. 16.2.2007 11:36 Pornographers To Convene In Reykjavík Uncovering a story that has already enraged Iceland’s feminist collective to an oft-reached boiling point, RÚV reported yesterday that up to 150 veterans of the international pornography industry will convene for a week of networking and fun in Iceland next month. The annual convention is referred to as Snowgathering and is apparently one of the largest aggregations of web-based porn-merchants in the world. 16.2.2007 11:24 Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan. 16.2.2007 11:22 Breskir unglingar skotnir til bana Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta. 16.2.2007 11:18 Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. 16.2.2007 11:00 Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða. 16.2.2007 10:52 Thatcher heiðruð Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul, var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum. 16.2.2007 10:44 Grimmar reykingalöggur Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið. 16.2.2007 10:30 Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum. 16.2.2007 10:23 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot Þrír piltar, 15-19 ára, voru á miðvikudag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um allnokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Í fórum piltanna fannst þýfi úr nokkrum innbrotum. 16.2.2007 10:01 Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. 16.2.2007 10:00 Bush skortir heimild til að ráðast á Íran Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins. 15.2.2007 23:19 Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. 15.2.2007 22:59 Verða að kunna skil á bandarískum gildum Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið. 15.2.2007 22:53 Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira. 15.2.2007 22:10 Fordæmdi árásirnar í Madríd Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar. 15.2.2007 21:43 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda. 15.2.2007 21:21 Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja. 15.2.2007 21:00 Munu ekki styðja við uppreisnarhópa Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk. 15.2.2007 20:30 Einn handtekinn vegna flugráns Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir. 15.2.2007 20:17 Pútin styrkir tök sín í Téteníu Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands. 15.2.2007 20:15 Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag. 15.2.2007 20:00 Reyndu ákaft að komast til Bandaríkjanna Vera má að gyðingastúlkan Anna Frank væri enn á lífi ef bandarísk stjórnvöld hefðu veitt fjölskyldu hennar hæli á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. 15.2.2007 19:45 Niðurlægðu vistmennina Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins. 15.2.2007 19:15 Flugrán framið í Máritaníu Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til. 15.2.2007 19:14 Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. 15.2.2007 18:51 Kosning hafin um álversstækkun Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. 15.2.2007 18:50 Samgönguráðherra er brandarakarl Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. 15.2.2007 18:46 Sigldi á varðskipið Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. 15.2.2007 18:45 Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. 15.2.2007 18:45 Engin sátt um ferjuhöfn á Bakkafjöru Það er fáránlegt og ekki boðlegt að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að jarðgangakostur til Vestmannaeyja hafi verið rannsakaður. Þetta segir Árni Johnsen, sem telur jarðgöng mun hagkvæmari lausn. 15.2.2007 18:31 Vill engum spurningum svara Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag. 15.2.2007 18:30 Matvörur í fóstur Talsmaður neytenda leggur til að hver og einn einasti neytandi taki eina vöru eða þjónustu í fóstur. Þannig geti þeir fylgst með af alvöru hvort birgjar og kaupmenn standi sig í að lækka vöru og þjónustu eftir fyrsta mars næstkomandi. Hann segir þetta þó ekki losa stjórnvöld frá eftirlitsskyldu sinni. 15.2.2007 18:30 Jóhanna hundskammar bankana fyrir okur, græðgi og samráð Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, sakaði bankana um yfirgengilegt okur og græðgi, samráð og samkeppnishindranir í þingræðu í dag. Hún sagði þá hunsa tilmæli samkeppniseftirlits og hvatti viðskiptaráðherra til að brjóta upp samstarf þeirra með lögum. 15.2.2007 18:27 Útlent nautakjöt selt sem íslenskt Á sjötta hundrað tonn af nautakjöti voru flutt til Íslands á síðasta ári. Þó virðist heyra til undantekninga að íslenskir neytendur séu upplýstir um upprunaland vörunnar. Hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum, eins og Hollandi og Frakklandi. 15.2.2007 18:15 Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela. 15.2.2007 18:14 Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. 15.2.2007 17:53 Kalt bað Íbúar, í nágrenni nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, lentu í vandræðum með heita vatnið á heimilum sínum þegar vatni var hleypt á útisundlaug, og munu hafa velt fyrir sér hvort heitar sturtur heima við heyrðu nú sögunni til. Byggingafulltrúi bæjarins segir það af og frá. Hins vegar eigi eftir að ganga frá tengingum og frágangi á vatnslögnum við laugina. 15.2.2007 17:30 Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar. 15.2.2007 17:17 Sjá næstu 50 fréttir
Sonur Castros segir föður sinn á batavegi Fidel Castro Diaz Balart, sonur Castros Kúbuleiðtoga, kveðst fullviss um að faðir sinn nái fullri heilsu innan skamms. Balart, sem er 57 ára, sagði á bókasýningu í Havana í gær að skýr teikn væru um bata hins aldna leiðtoga en hann gekkst undir erfiða skurðaðgerð í júlí síðastliðnum. 16.2.2007 13:00
Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess. 16.2.2007 12:45
Reynt að bregðast við hlýnuninni Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni. 16.2.2007 12:15
Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngum milli Eyja og lands Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngumálum milli Vestamannaeyja og lands eins og staðan er nú, segir Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra. Hann segir að sérstaka samþykkt þurfi hjá Alþingi til að ráðast í rannsóknir á hagkvæmni jarðganga milli lands og Eyja. 16.2.2007 12:15
Kókaín í tonnavís á Spáni Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis. 16.2.2007 12:00
Handrukkurum sleppt úr haldi Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld. 16.2.2007 12:00
Þurfa að sæta réttarhaldi Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður. 16.2.2007 11:36
Pornographers To Convene In Reykjavík Uncovering a story that has already enraged Iceland’s feminist collective to an oft-reached boiling point, RÚV reported yesterday that up to 150 veterans of the international pornography industry will convene for a week of networking and fun in Iceland next month. The annual convention is referred to as Snowgathering and is apparently one of the largest aggregations of web-based porn-merchants in the world. 16.2.2007 11:24
Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan. 16.2.2007 11:22
Breskir unglingar skotnir til bana Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta. 16.2.2007 11:18
Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. 16.2.2007 11:00
Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða. 16.2.2007 10:52
Thatcher heiðruð Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul, var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum. 16.2.2007 10:44
Grimmar reykingalöggur Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið. 16.2.2007 10:30
Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum. 16.2.2007 10:23
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot Þrír piltar, 15-19 ára, voru á miðvikudag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um allnokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Í fórum piltanna fannst þýfi úr nokkrum innbrotum. 16.2.2007 10:01
Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. 16.2.2007 10:00
Bush skortir heimild til að ráðast á Íran Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins. 15.2.2007 23:19
Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. 15.2.2007 22:59
Verða að kunna skil á bandarískum gildum Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið. 15.2.2007 22:53
Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira. 15.2.2007 22:10
Fordæmdi árásirnar í Madríd Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar. 15.2.2007 21:43
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda. 15.2.2007 21:21
Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja. 15.2.2007 21:00
Munu ekki styðja við uppreisnarhópa Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk. 15.2.2007 20:30
Einn handtekinn vegna flugráns Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir. 15.2.2007 20:17
Pútin styrkir tök sín í Téteníu Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands. 15.2.2007 20:15
Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag. 15.2.2007 20:00
Reyndu ákaft að komast til Bandaríkjanna Vera má að gyðingastúlkan Anna Frank væri enn á lífi ef bandarísk stjórnvöld hefðu veitt fjölskyldu hennar hæli á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. 15.2.2007 19:45
Niðurlægðu vistmennina Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins. 15.2.2007 19:15
Flugrán framið í Máritaníu Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til. 15.2.2007 19:14
Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. 15.2.2007 18:51
Kosning hafin um álversstækkun Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. 15.2.2007 18:50
Samgönguráðherra er brandarakarl Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. 15.2.2007 18:46
Sigldi á varðskipið Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. 15.2.2007 18:45
Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. 15.2.2007 18:45
Engin sátt um ferjuhöfn á Bakkafjöru Það er fáránlegt og ekki boðlegt að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að jarðgangakostur til Vestmannaeyja hafi verið rannsakaður. Þetta segir Árni Johnsen, sem telur jarðgöng mun hagkvæmari lausn. 15.2.2007 18:31
Vill engum spurningum svara Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag. 15.2.2007 18:30
Matvörur í fóstur Talsmaður neytenda leggur til að hver og einn einasti neytandi taki eina vöru eða þjónustu í fóstur. Þannig geti þeir fylgst með af alvöru hvort birgjar og kaupmenn standi sig í að lækka vöru og þjónustu eftir fyrsta mars næstkomandi. Hann segir þetta þó ekki losa stjórnvöld frá eftirlitsskyldu sinni. 15.2.2007 18:30
Jóhanna hundskammar bankana fyrir okur, græðgi og samráð Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, sakaði bankana um yfirgengilegt okur og græðgi, samráð og samkeppnishindranir í þingræðu í dag. Hún sagði þá hunsa tilmæli samkeppniseftirlits og hvatti viðskiptaráðherra til að brjóta upp samstarf þeirra með lögum. 15.2.2007 18:27
Útlent nautakjöt selt sem íslenskt Á sjötta hundrað tonn af nautakjöti voru flutt til Íslands á síðasta ári. Þó virðist heyra til undantekninga að íslenskir neytendur séu upplýstir um upprunaland vörunnar. Hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum, eins og Hollandi og Frakklandi. 15.2.2007 18:15
Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela. 15.2.2007 18:14
Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. 15.2.2007 17:53
Kalt bað Íbúar, í nágrenni nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, lentu í vandræðum með heita vatnið á heimilum sínum þegar vatni var hleypt á útisundlaug, og munu hafa velt fyrir sér hvort heitar sturtur heima við heyrðu nú sögunni til. Byggingafulltrúi bæjarins segir það af og frá. Hins vegar eigi eftir að ganga frá tengingum og frágangi á vatnslögnum við laugina. 15.2.2007 17:30
Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar. 15.2.2007 17:17