Fleiri fréttir Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. 2.2.2007 23:07 Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. 2.2.2007 22:34 K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. 2.2.2007 22:15 Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. 2.2.2007 22:00 Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta. 2.2.2007 21:45 Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp. 2.2.2007 21:30 Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi. 2.2.2007 20:45 Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur. 2.2.2007 20:30 Syndir upp Amasón-fljótið Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga. 2.2.2007 20:15 Bush mun biðja um 100 milljarða George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara. 2.2.2007 20:00 14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. 2.2.2007 19:44 Sextán milljóna króna skuld ógreidd Byrgið fékk aukafjárveitingu árið 2002 til að greiða upp í tæplega sextán milljóna króna skuld við Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan sá ekki krónu af þeim peningum. 2.2.2007 19:27 Spennandi að skoða ókeypis strætó Stjórnarformaður Strætó telur spennandi að prófa að hafa ókeypis í almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu en telur óvíst að notkunin aukist við það. Álitlegra sé að fjölga sérakreinum fyrir strætó til að gera kostinn vænni í umferðarþunganum. 2.2.2007 19:25 Svört framtíðarsýn Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. 2.2.2007 19:17 Misskilja eðli Þróunarráðs Indlands Loftslagsskýrslan, sem boðuð var í dag, boðar ógnvænleg tíðindi að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir að samkvæmt henni geta áhrifin orðið verri en af báðum heimstyrjöldum síðustu aldar. Hann telur að gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé að hluta byggð á misskilningi og skorti á þekkingu á eðli ráðsins. 2.2.2007 18:56 Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. 2.2.2007 18:45 240 íslenskar þjónustuíbúðir á Spáni Tvöhundruð og fjörutíu þjónustuíbúðir fyrir íslenska eldri borgara verða byggðar á Spáni á næstunni. Ellilífeyririnn margfaldast á Spáni, segir forstjóri Gloria Casa. 2.2.2007 18:45 Tæplega 30 milljarðar á höfuðborgarsvæðið Um tuttugu og átta milljarðar fara í vegaframkvæmdir í Reykjavík og nágrenni samkvæmt samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi eftir helgina. Fjármunir verða tryggðir svo hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyri þannig að farþegaþotur geti tekið þar á loft fullfermdar. 2.2.2007 18:30 Sauðfjárbóndi fær yfir níu milljónir frá ríkinu Tugir sauðfjárbænda fá yfir fjórar milljónir króna úr ríkissjóði á hverju ári, en sá sem mest hefur, fær árlega rúmar níu milljónir króna í sinn hlut. Bróðurpartur þeirra fær þó miklu minna en sex af hverjum tíu sauðfjárbænum nær ekki milljón í opinbera styrki. 2.2.2007 18:30 Vann 550 milljónir í spilakassa John Bromley, 71 árs, setti 100 dollara í spilakassa í spilavíti í Nevada í Bandaríkjunum og áttaði sig ekki á því að hann hafði unnið tæpar átta milljónir dollara, eða tæplega 550 milljónir íslenskra króna, fyrr en sá sem sat við hlið hans sagði honum frá því. 2.2.2007 18:19 Átök innan Framtíðarlandsins Átök eru innan stjórnar Framtíðarlandsins um hvort ráðist verður í framboð á vegum félagsins fyrir alþingiskosningar í vor. Félagsmenn koma væntanlega saman á fundi á þriðjudagskvöldið til að ræða framboðsmálin. Á þriðja þúsund félagar eru í Framtíðarlandinu. 2.2.2007 18:06 Framkvæmdastjóri Strætó bs. lætur af störfum Ásgeir Eiríksson hefur ákveðið í samráði við stjórn byggðasamlagsins að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Strætó bs. sendi frá sér í dag. 2.2.2007 18:03 Olíufyrirtæki reyna að sverta loftslagsskýrslu Samtök sem eru styrkt af bandaríska olíufyrirtækinu Exxon Mobil buðu vísindamönnum og hagfræðingum háar greiðslur til þess að gagnrýna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um ástandið í loftslagsmálum í heiminum. Skýrslan kom út í París í dag. 2.2.2007 17:18 Andri Snær og Ólafur Jóhann fá Íslensku bókmenntaverðlaunin Andri Snær Magnason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Draumalandið og Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis. 2.2.2007 16:49 Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn þegar það var tekið úr búri sínu í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Það táknar að vorið eigi eftir að koma snemma. 2.2.2007 16:49 Jesúbúningar til sölu Embættismenn í Vatikaninu er sagðir fullir viðbjóðs eftir að sala á Jesúbúningum hófst á ítalíu. Búningurinn kostar tæpar 12 hundruð krónur og með honum fylgir þyrnikóróna úr plasti og gerviskegg. Faðir Vittorino Gorss prestur í Vatikaninu sagði að sala búninganna væri guðlast og móðgun við milljónir kristinna manna. Verslunareigandi sem selur búningana fyrir páskaföstuna sagðist ekki sjá vandamálið. "Þetta er bara hárkolla og gerviskegg." 2.2.2007 16:23 Nýr sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar Ragnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts hefur verið ráðinn sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti ráðninguna samhljóða á fundi í gær. Ragnar er með MA próf í stjórnun með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er einnig menntaður kennari í grunn- og framhaldsskóla frá KHÍ og með BS próf í landafræði og jarðfræði frá HÍ. 2.2.2007 16:13 Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. 2.2.2007 16:01 14 fórust í óveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum. 2.2.2007 15:22 Ölvun á framhaldsskólaböllum Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð. 2.2.2007 15:08 Umdeildu hafsvæði loks skipt Samskipti Íslands og Færeyja voru rædd á hádegisverðarfundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra í dag og Jóannesar Eidesgaard lögmanns Færeyja. Undirritaður var samningur um skiptingu umdeilds hafsvæðis milli landanna og sérstaklega farið yfir stöðu og framkvæmd Hoyvíkursamningsins, sem er fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja. 2.2.2007 14:55 Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag. 2.2.2007 14:30 Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt? Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14. Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna. 2.2.2007 14:17 Bardagar geysa í Ramadi Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum. 2.2.2007 14:15 Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. 2.2.2007 14:00 Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. 2.2.2007 14:00 Áhrifaleysi Seðlabankans vex Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á íslenska markaðnum stuðlar að áhrifaleysi Seðlabanka Íslands. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu í dag. Hann sagði að áhrifasvæði vaxtastefnu Seðlabankans í dag væri líklega 13% peningamarkaðarins. Þannig vísaði hann til álits Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. 2.2.2007 13:49 Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. 2.2.2007 13:42 Viðskiptasendinefnd og nýtt sendiráð í S-Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun leiða viðskiptasendinefnd Útflutningsráðs til S-Afríku í lok mánaðarins. Um 15 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í ferðinni. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands kemur fram að skráningarfrestur hafi verið framlengdur til 7. febrúar. Það sé gert til að gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í ferðinni og nýta sér þetta tækifæri til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við rétta aðila í S-Afríku. 2.2.2007 13:33 Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga. 2.2.2007 13:00 Sonur Kim Jong Il í fríi í Macau Japönsk sjónvarpsstöð náði myndum af elsta syni Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann var við fjárhættuspil í Macau, eyju sem tilheyrir Kína og er þekkt fyrir spilavíti. Maðurinn sem heitir Kim Jong Nam neitaði því staðfastlega að vera sá sem hann var talinn og neitaði að svara spurningum ágengra japanskra fréttamanna um viðskiptabann á Norður-Kóreu. 2.2.2007 12:40 Kína fellir niður skuldir Líberíu Kínverjar hafa fellt allar skuldir Líberíu við Kína niður. Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu segir skuldaniðurfellinguna mikilvæga fyrir landið og biðlar til annara skuldunauta landsins að fylgja fordæmi Kínverja. 2.2.2007 12:05 Stórauknar tekjur og fjölgun starfa Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi. 2.2.2007 11:57 Gleypti eitraðan peningaseðil Umferðarlögreglumaður frá Kenýa gleypti eitraðan peningaseðil til að koma í veg fyrir að vera handtekinn þegar lögreglumenn sem vinna að því að uppræta spillingu stóðu hann að mútuþægni. Spillingarlöggurnar leiddu umferðarlögguna í gildru með því að bjóða honum mútur þegar bíll þeirra var stöðvaður við vegtálma. Peningaseðlinum höfðu þeir hinsvegar dýft í efni sem getur verið eitrað til að auðkenna hann örugglega frá öðrum seðlum. 2.2.2007 11:42 Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. 2.2.2007 11:16 Sjá næstu 50 fréttir
Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. 2.2.2007 23:07
Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. 2.2.2007 22:34
K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. 2.2.2007 22:15
Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. 2.2.2007 22:00
Öllum leikjum helgarinnar á Ítalíu frestað Ítalska knattspyrnusambandið skýrði frá því í kvöld að það hefði ákveðið að fresta öllum leikjum helgarinn í ítalska boltanum. Ástæðan er að lögreglumaður var myrtur í átökum milli áhangenda tveggja knattspyrnuliða í kvöld. Átökin áttu sér stað í leik Catania og Palermo en þau leika bæði í Serie A sem er efsta deild ítölsku deildakeppninnar í fótbolta. 2.2.2007 21:45
Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp. 2.2.2007 21:30
Bresk börn að læra um gróðurhúsaáhrif Börnin munu berjast í fremstu víglínu í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin samkvæmt áætlunum sem bresk stjórnvöld ætla að birta á mánudaginn kemur. Hún inniheldur breytingar á námsskrá grunnskólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og á að miða að því að mennta þau um gróðurhúsaáhrif og ábyrgð þeirra sem neytenda í því samhengi. 2.2.2007 20:45
Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur. 2.2.2007 20:30
Syndir upp Amasón-fljótið Slóveni á sextugsaldri ætlar að reyna óvanalegt uppátæki. Hann ætlar fyrstur manna að synda upp eftir öllu Amasón-fljótinu, 5400 kílómetra. Maðurinn, sem heitir Martin Strel, hóf ferðina í fyrradag og ætlar að vera kominn á leiðarenda eftir 70 daga. 2.2.2007 20:15
Bush mun biðja um 100 milljarða George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun biðja bandaríska þingið um 100 milljarða dollara aukafjárveitingu til þess að sjá um kostnað vegna veru hersins í Afganistan og Írak. Talsmenn ríkisstjórnar Bush sögðu síðar í dag að á næsta ári yrði upphæðin enn hærri, eða um 141 milljarður dollara. 2.2.2007 20:00
14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. 2.2.2007 19:44
Sextán milljóna króna skuld ógreidd Byrgið fékk aukafjárveitingu árið 2002 til að greiða upp í tæplega sextán milljóna króna skuld við Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan sá ekki krónu af þeim peningum. 2.2.2007 19:27
Spennandi að skoða ókeypis strætó Stjórnarformaður Strætó telur spennandi að prófa að hafa ókeypis í almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu en telur óvíst að notkunin aukist við það. Álitlegra sé að fjölga sérakreinum fyrir strætó til að gera kostinn vænni í umferðarþunganum. 2.2.2007 19:25
Svört framtíðarsýn Sjávarborð hækkar um allt að 58 sentímetra og hitastig um 6,4 gráður, fari sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegrar sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem birt var í dag. 2.2.2007 19:17
Misskilja eðli Þróunarráðs Indlands Loftslagsskýrslan, sem boðuð var í dag, boðar ógnvænleg tíðindi að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann segir að samkvæmt henni geta áhrifin orðið verri en af báðum heimstyrjöldum síðustu aldar. Hann telur að gagnrýni á setu hans í Þróunarráði Indlands sé að hluta byggð á misskilningi og skorti á þekkingu á eðli ráðsins. 2.2.2007 18:56
Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. 2.2.2007 18:45
240 íslenskar þjónustuíbúðir á Spáni Tvöhundruð og fjörutíu þjónustuíbúðir fyrir íslenska eldri borgara verða byggðar á Spáni á næstunni. Ellilífeyririnn margfaldast á Spáni, segir forstjóri Gloria Casa. 2.2.2007 18:45
Tæplega 30 milljarðar á höfuðborgarsvæðið Um tuttugu og átta milljarðar fara í vegaframkvæmdir í Reykjavík og nágrenni samkvæmt samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi eftir helgina. Fjármunir verða tryggðir svo hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyri þannig að farþegaþotur geti tekið þar á loft fullfermdar. 2.2.2007 18:30
Sauðfjárbóndi fær yfir níu milljónir frá ríkinu Tugir sauðfjárbænda fá yfir fjórar milljónir króna úr ríkissjóði á hverju ári, en sá sem mest hefur, fær árlega rúmar níu milljónir króna í sinn hlut. Bróðurpartur þeirra fær þó miklu minna en sex af hverjum tíu sauðfjárbænum nær ekki milljón í opinbera styrki. 2.2.2007 18:30
Vann 550 milljónir í spilakassa John Bromley, 71 árs, setti 100 dollara í spilakassa í spilavíti í Nevada í Bandaríkjunum og áttaði sig ekki á því að hann hafði unnið tæpar átta milljónir dollara, eða tæplega 550 milljónir íslenskra króna, fyrr en sá sem sat við hlið hans sagði honum frá því. 2.2.2007 18:19
Átök innan Framtíðarlandsins Átök eru innan stjórnar Framtíðarlandsins um hvort ráðist verður í framboð á vegum félagsins fyrir alþingiskosningar í vor. Félagsmenn koma væntanlega saman á fundi á þriðjudagskvöldið til að ræða framboðsmálin. Á þriðja þúsund félagar eru í Framtíðarlandinu. 2.2.2007 18:06
Framkvæmdastjóri Strætó bs. lætur af störfum Ásgeir Eiríksson hefur ákveðið í samráði við stjórn byggðasamlagsins að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Strætó bs. sendi frá sér í dag. 2.2.2007 18:03
Olíufyrirtæki reyna að sverta loftslagsskýrslu Samtök sem eru styrkt af bandaríska olíufyrirtækinu Exxon Mobil buðu vísindamönnum og hagfræðingum háar greiðslur til þess að gagnrýna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um ástandið í loftslagsmálum í heiminum. Skýrslan kom út í París í dag. 2.2.2007 17:18
Andri Snær og Ólafur Jóhann fá Íslensku bókmenntaverðlaunin Andri Snær Magnason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Draumalandið og Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis. 2.2.2007 16:49
Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn þegar það var tekið úr búri sínu í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum í dag. Það táknar að vorið eigi eftir að koma snemma. 2.2.2007 16:49
Jesúbúningar til sölu Embættismenn í Vatikaninu er sagðir fullir viðbjóðs eftir að sala á Jesúbúningum hófst á ítalíu. Búningurinn kostar tæpar 12 hundruð krónur og með honum fylgir þyrnikóróna úr plasti og gerviskegg. Faðir Vittorino Gorss prestur í Vatikaninu sagði að sala búninganna væri guðlast og móðgun við milljónir kristinna manna. Verslunareigandi sem selur búningana fyrir páskaföstuna sagðist ekki sjá vandamálið. "Þetta er bara hárkolla og gerviskegg." 2.2.2007 16:23
Nýr sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar Ragnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts hefur verið ráðinn sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti ráðninguna samhljóða á fundi í gær. Ragnar er með MA próf í stjórnun með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Hann er einnig menntaður kennari í grunn- og framhaldsskóla frá KHÍ og með BS próf í landafræði og jarðfræði frá HÍ. 2.2.2007 16:13
Forseti Gambíu segist geta læknað alnæmi Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, tilkynnti í janúarlok að hann gæti læknað fólk af alnæmi og HIV á þremur til tíu dögum. Sérfræðingar í alnæmi og HIV um heim allan hafa fordæmt yfirlýsingu Jammeh og segja að hún gæti leitt til þess að smit aukist þar sem yfirlýsingin gæti gert sjúkdóminn léttvægan í augum almennings. 2.2.2007 16:01
14 fórust í óveðri í Flórída Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Hundruð heimila á svæðinu og ein kirkja gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum. Tré rifnuðu upp með rótum og raflínur eyðilögðust. Flutningabílar með dráttarvagna fuku út af einni aðalhraðbraut Florida og henni var lokað í nokkra tíma. Charlie Crist, ríkisstjóri Florida, hefur lýst fyri neyðarástandi í fjórum sýslum. 2.2.2007 15:22
Ölvun á framhaldsskólaböllum Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð. 2.2.2007 15:08
Umdeildu hafsvæði loks skipt Samskipti Íslands og Færeyja voru rædd á hádegisverðarfundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra í dag og Jóannesar Eidesgaard lögmanns Færeyja. Undirritaður var samningur um skiptingu umdeilds hafsvæðis milli landanna og sérstaklega farið yfir stöðu og framkvæmd Hoyvíkursamningsins, sem er fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja. 2.2.2007 14:55
Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag. 2.2.2007 14:30
Ríkiseinokun bjór- og vínsölu aflétt? Frumvarp um að aflétta ríkiseinokun af sölu á víni og bjór var lagt fram á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður lagði frumvarpið fram og sagði að það hafi komið honum á óvart hversu margir tóku þátt í umræðunni, en flutningsmenn voru 14. Frumvarpið leggur til að aldurstakmark sölufólks verði 20 ár eins og kaupendanna. 2.2.2007 14:17
Bardagar geysa í Ramadi Bandarískar hersveitir skutu 18 uppreisnarmenn til bana í bardögum í borginni Ramadi í Írak í morgun. Þeir gerðu líka loftárásir á höfuðstöðvar hryðjuverkahóps sem hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara. Talsmenn hersins sögðu að þeir hefðu fyrir því heimildir að leiðtogar hryðjuverkahópsins hefðu látið lífið í árásunum. 2.2.2007 14:15
Spilaðu eða deyðu Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar. 2.2.2007 14:00
Hamas og Fatah samþykkja vopnahlé Leiðtogar Hamas samtakanna og Fatah fylkingarinnar ákváðu eftir viðræður í morgun að endurvekja vopnahlé sín á milli. Vopnahléið var rofið í gær eftir harða bardaga á milli liðsmanna samtakanna. „Leiðtogar samtakanna tveggja hafa samþykkt að taka upp vopnahlé á ný.“ sagði í yfirlýsingu sem einn leiðtoga Hamas, Nizar Rayyan, las upp eftir sáttafund sem egypskir sáttasemjarar stóðu að. Yfirlýsingar sem þessar hafa venjulega ekki leitt til langvarandi friðar. 2.2.2007 14:00
Áhrifaleysi Seðlabankans vex Aukin notkun erlendra gjaldmiðla á íslenska markaðnum stuðlar að áhrifaleysi Seðlabanka Íslands. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur í þætti Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu í dag. Hann sagði að áhrifasvæði vaxtastefnu Seðlabankans í dag væri líklega 13% peningamarkaðarins. Þannig vísaði hann til álits Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins. 2.2.2007 13:49
Forseti Serbíu hafnar áætlun UN um Kosovo Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði í dag að Serbía mundi aldrei samþykkja sjálfstætt Kosovo. Þetta sagði hann í viðræðum við Martti Ahtisaari í dag. Ahtisaari er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo og lagði nýlega fram áætlun um framtíð héraðsins. Í henni felast tillögur sem Tadic segir að geti leitt til sjálfstæðis Kosovo síðar meir. 2.2.2007 13:42
Viðskiptasendinefnd og nýtt sendiráð í S-Afríku Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun leiða viðskiptasendinefnd Útflutningsráðs til S-Afríku í lok mánaðarins. Um 15 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í ferðinni. Í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands kemur fram að skráningarfrestur hafi verið framlengdur til 7. febrúar. Það sé gert til að gefa fleiri fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í ferðinni og nýta sér þetta tækifæri til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við rétta aðila í S-Afríku. 2.2.2007 13:33
Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga. 2.2.2007 13:00
Sonur Kim Jong Il í fríi í Macau Japönsk sjónvarpsstöð náði myndum af elsta syni Kim Jong Il, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann var við fjárhættuspil í Macau, eyju sem tilheyrir Kína og er þekkt fyrir spilavíti. Maðurinn sem heitir Kim Jong Nam neitaði því staðfastlega að vera sá sem hann var talinn og neitaði að svara spurningum ágengra japanskra fréttamanna um viðskiptabann á Norður-Kóreu. 2.2.2007 12:40
Kína fellir niður skuldir Líberíu Kínverjar hafa fellt allar skuldir Líberíu við Kína niður. Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu segir skuldaniðurfellinguna mikilvæga fyrir landið og biðlar til annara skuldunauta landsins að fylgja fordæmi Kínverja. 2.2.2007 12:05
Stórauknar tekjur og fjölgun starfa Skatttekjur af álverinu í Straumsvík munu aukast um allt að þrjá milljarða á ári, þar af um milljarð til Hafnarfjarðar, við stækkun þess. Beinum og óbeinum störfum fjölgar um tæplega tólf hundruð en við hvert starf í álverinu verða til 2,5 störf annars staðar, að mati Samtaka atvinnulífsins. Talsmaður Sólar í Straumsvík segir nær að styðja við bakið á annarri og minna mengandi starfsemi. 2.2.2007 11:57
Gleypti eitraðan peningaseðil Umferðarlögreglumaður frá Kenýa gleypti eitraðan peningaseðil til að koma í veg fyrir að vera handtekinn þegar lögreglumenn sem vinna að því að uppræta spillingu stóðu hann að mútuþægni. Spillingarlöggurnar leiddu umferðarlögguna í gildru með því að bjóða honum mútur þegar bíll þeirra var stöðvaður við vegtálma. Peningaseðlinum höfðu þeir hinsvegar dýft í efni sem getur verið eitrað til að auðkenna hann örugglega frá öðrum seðlum. 2.2.2007 11:42
Serbar hafna tillögu Sþ um Kosovo Serbar hafa algerlega hafnað tillögum Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo. Í þeim felst að héraðið verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar áfram undir alþjóðlegu eftirliti og NATO annist friðargæslu. 2.2.2007 11:16