Fleiri fréttir

Þrautaganga þorsksins heldur áfram

Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum

Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf

Föstudaginn 24. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í bústað forseta í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku.

Afganistan efst á baugi

Enn frekari stækkun til austurs og hernaðurinn í Afganistan, eru efst á baugi á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Lettlandi í dag. Georgía og Úkraína eru á meðal þeirra ríkja sem gætu fengið aðild að bandalaginu á næstu misserum.

Ungir framsóknarmenn á móti því að RÚV verði gert að hlutafélagi

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um RÚV ohf. Meðal annars kemur fram í ályktuninni að SUF telur að hvorki sé hagsmunum RÚV, né almennings, best borgið með hlutafélagavæðingu heldur sé réttara að huga að því að breyta RÚV í sjálfseignarstofnun með breska ríkisútvarpið BBC sem fyrirmynd.

Hefur sótt um embætti dómara

Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Stríð gegn hryðjuverkum notað sem skálkasjól til hlerana

Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum.

Falsaðir seðlar í umferð

Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.

Íslendingar miðla málum í Sri Lanka

Anna Jóhannsdóttir, yfirmaður íslensku friðargæslunnar, hitti í dag leiðtoga pólitísks arms Tamíltígranna ásamt föruneyti sínu og var tilgangurinn að kynnast aðeins fyrir hugsanlegar viðræður sem hin íslenska friðargæsla myndi taka þátt í. Jón Óskar Sólnes og Þorfinnur Ómarsson sátu einnig fundinn.

Bemba í stjórnarandstöðu

Jean-Pierre Bemba, maðurinn sem tapaði forsetakosningunum í Austur-Kongó fyrir Joseph Kabila í gær, hefur sagt að hann muni starfa í stjórnarandstöðu til þess að vernda hinn viðkvæma frið sem er í landinu um þessar mundir og bjarga þannig landinu frá óreiðu og ofbeldi. Í yfirlýsingu sem Bemba gaf frá sér sagði hann að hann stæði við kvartanir sínar sem var vísað frá dómi í gær en myndi engu að síður vilja styrkja lýðræðið í landinu og myndi því starfa í stjórnarandstöðu.

Correa næsti forseti Ekvador

Hæstaréttardómari í kjörstjórn í Ekvador sagði í dag að Rafael Correa hefði unnið sigur í forestakosningum í Ekvador eftir að 94% atkvæða höfðu verið talin. Sagði hann að Correa væri með alls 57% atkvæða og að niðurstöður ættu ekki eftir að breytast. Hins vegar var annar dómari sem vildi ekki staðfesta sigur Correa strax og sagði að réttara væri að bíða uns öll atkvæði hefðu verið talin.

Actavis hyggur á útrás í Þýskalandi

Þýskt dagblað greindi frá því í dag að lyfjarisinn Actavis ætlaði sér frekari fjárfestingar þar í landi. Vitnaði blaðið í viðtal við Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, þar sem hann sagði að fyrirtæki myndi tilkynna um nýjar fjárfestingar fyrir jól. Það var aðeins fyrir viku síðan að Actavis keypti rússneska lyfjafyrirtækið ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða íslenskra króna.

Kynjakvóti tekinn upp í Frakklandi

Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett saman nýtt frumvarp sem á að neyða flokka til þess að koma fleiri konum í fremstu víglínu í stjórnmálum. Samkvæmt nýja frumvarpinu verða héraðs- og sveitastjórnir þar í landi að hafa jafnmargar konur og karlmenn. Einnig er kveðið á um að flokkar sem nái ekki þessu takmarki í landskosningum missi 75% af ríkisstyrkjum sínum.

Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót

Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun.

Bush ergir Putin

George Bush sagði, í Lettlandi í dag, að hann styddi aðild Georgíu að NATO. Fyrsta ráðstefna NATO í fyrrverandi kommúnistaríki, hefst í Riga í kvöld.

Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum.

"Í guðanna bænum Patrick"

Hann er líklega heimskasti eða óheppnasti þjófur á Írlandi, nema hvorttveggja sé. Í eitt skiptið flutti lögreglan hann á sjúkrahús eftir að hann rændi veðbanka, og hljóp fyrir vörubíl, á flóttanum.

Tap HB Granda ríflega milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda nam rúm einum og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri. Er það nærri milljarði meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins rúmlega milljarður en ríflega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra.

Fréttir Stöðvar 2 fá nýtt útlit og lengjast

Í kvöld verða breytingar hjá sjónvarpsfréttastofu 365 miðla. Tekið verður upp upprunalega heitið Fréttastofa Stöðvar 2 og samfara því fær fréttastofan og öll umgjörð fréttaútsendingarinnar - sem og Ísland í dag og Ísland í bítið - nýja og gerbreytta ásýnd. Fréttastef hafa líka verið endurunnin. Fréttatími Stöðvar 2 lengist á þessum tímamótum og hefst frá og með deginum í dag kl. 18.18.

Abbas gefst upp á stjórnarmyndun með Hamas

Forseti Palestínu hefur tilkynnt konungi Jórdaníu að viðræðurnar við Hamas, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur og hann munu nú leita annarra leiða til að mynda ríkisstjórn. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum palestinskum embættismanni.

Rafmagn fór af í Reykhólasveit í slæmu veðri

Rafmagn er nú komið á á flestum stöðum í Reykhólasveit á Vestfjörðum en rafmagn fór þar af fyrr í dag. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, var slæmu veðri líklega um að kenna og er dísilrafstöð nú notuð til rafmagsframleiðslu að Reykhólum.

Evrópa laug um fangaflutninga og leynifangelsi

Evrópuríki lugu og reyndu að hindra rannsókn á leynifangelsum CIA fyrir meinta hryðjuverkamenn, að því er segir í frumskýrslu rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um málið. Bæði ríkisstjórnir og nafngreindir, hátt settir embættismenn, fá harða gagnrýni í skýrslunni.

Keyrði ítrekað á annan bíl

Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir.

Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku

Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna.

Innbrotum fækkar í Reykjavík

Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar.

NATO-ríki vilja ekki láta hermenn sína berjast

Nokkur evrópsk aðildarríki NATO hafa verið gagnrýnd fyrir að halda hermönnum sínum fjarri öllum bardögum í Afganistan. Breskir, kanadiskir og hollenskir hermenn hafa borið hitann og þungann af bardögum undanfarin misseri.

Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Blair tilbúinn að tala við Pútin um morð á njósnara

Tony Blair sagði í dag að ef nauðsyn krefði myndi hann ræða morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko, persónulega við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Blair sagði að hann liti málið mjög alvarlegum augum og allt yrði gert sem þyrfti, til þess að upplýsa það.

Gæsluvarðhald enn framlengt í Danmörku

Gæsluvarðhald yfir fimm múslimum, sem voru handteknir í Danmörku í september síðastliðnum, hefur verið framlengt til nítjánda desember. Mennirnir eru sakaðir um að hafa safnað að sér sprengiefni til þess að vinna hryðjuverk í Danmörku.

Guðni tekur undir orð Jóns

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni.

Franskir hermenn berjast í Mið-Afríku Lýðveldinu

Franskar hersveitir hafa aðstoðað stjórnarher Mið-Afríku Lýðveldisins við að endurheimta borgina Birao úr höndum skæruliða sem hertóku hana um síðustu mánaðamót. Stjórnarherinn er þegar búinn að ná flugvelli borgarinnar á sitt vald.

Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða.

Segjast til í viðræður

Norður-Kóreumenn segjast nú reiðubúnir til viðræðna um kjarnorkumál sökum þess að staða þeirra hefur vænkast verulega með tilraunasprengingum þeirra.

Helgi Magnús tekur við efnahagsbrotadeildinni

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, tekur við embætti saksóknara efnahagsbrota og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í tenglsum við umfangsmiklar skipulagsbreytingar á löggæslumálum.

Páfi kominn til Tyrklands

Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Tyrklands hófst í morgun en búist er við háværum mótmælum vegna hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt heimsækir ríki sem er að mestu byggt múslimum frá því að hann tók við páfadómi.

Íslenska ríkið sýknað af kröfum Ásatrúarfélagsins

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslu sambærilegra gjalda félagsmanna og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða.

Óveður undir Hafnarfjalli

Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Þá er stórhríð í Reykhólasveit á Vestfjörðum og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er hálka og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði.

Íslendingar meti varnarþörf sína

Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi.

OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári.

Vaxtarverkir í skattkerfinu

Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu.

Sigrún tekur líklega við stöðu bæjarstjóra

Gengið verður frá bæjarstjóraskiptum á Akureyri á morgun. Samfylkingin, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar styður Sigrúnu Björk til starfans.

Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja.

Sjá næstu 50 fréttir