Fleiri fréttir

Vandræði á kjörstöðum

Villur í tölvuforritum og reynsluleysi starfsfólks hafa valdið seinkunum á kjörstöðum í þingkosningunum í Bandaríkjunum. Seinkanir hafa orðið í Indíanafylki, Ohio og Flórída þar sem neyðst hefur til þess, á sumum kjörstöðum, að grípa til pappírsatkvæðaseðla.

Frjálslyndir sakaðir um að dansa á línu rasismans á Alþingi

Þingmenn Frjálslynda flokksins héldu því fram á Alþingi í dag að Íslendingar væru farnir að missa vinnuna vegna þess að þeir væru ekki samkeppnishæfir við erlent vinnuafl. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði þá dansa á línu rasismans.

Tekist á um málefni samkynhneigðra

Heitar umræður standa nú yfir á Lögþingi Færeyja um lagafrumvarp sem miðar að því að bæta réttarstöðu samkynhneigðra. Þingheimur skiptist í tvær jafnstórar fylkingar og því er afar erfitt að spá um afdrif málsins.

Segir hugmyndir um sameiningu góðar

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að vel kunni að vera að eigendur fyrirtækisins og Skjás eins hafi rætt hugmyndir um sameiningu þó svo að engar formlegar viðræður hafi verið um málið - en hugmyndin sé góð. Hann hefur áhyggjur af óbreyttu RÚV frumvarpi.

Búist við spennandi kosninganótt

Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is

Þrjár konur á móti níu körlum

Karlar eru í efstu sætum á öllum listum Samfylkingarinnar þar sem prófkjör hafa farið fram. Ef sömu úrslit verða í næstu þingkosningum og þeim síðustu fá aðeins þrjár konur þingsæti á móti níu körlum í fjórum af fimm kjördæmum.

Smábörn hafa komist í e-töflur

Yfirlæknir á Landspítalanum segir dæmi um að smábörn hafi komist í e-töflur á heimilum sínum. Nokkrir einstaklingar koma á slysadeild dag hvern vegna eituráhrifa fíkniefnaneyslu. Piltarnir tveir sem urðu alvarlega veikir af völdum e-taflna eru á batavegi.

Innflytjendur taka ekki störf Íslendinga

Atvinnurekendur segja að erlent vinnuafl hafi verið togað hingað til lands til að mæta skorti á vinnuafli og firra sé að tala um að Íslendingar hefðu getað fyllt í skörðin.Takmarkanir á flæði erlendra verkamanna hefðu hægt á hagvexti og aukið verðbólgu. Ríkisstjórnin aflétti tímabundnum takmörkunum sem lagðar voru á ný aðildarríki Evrópusambandsins 1. maí.

Viðvarandi halli á rekstri Ísafjarðarbæjar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur það óviðunandi að viðvarandi halli hafi verið á rekstri Ísafjarðarbæjar frá árinu 2002. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en það segir jafnframt að rekstrarniðurstaðan fyrir árið 2005 hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Frjálslyndir fagna takmörkun á flæði vinnuafls

Þingflokkur Frjálslynda flokksins fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að nýti sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, tilkynnti um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag.

Ekið á vegfaranda í Nóatúni

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Nóatúns og Sóltúns nú á fimmta tímanum. Lögregla er enn við störf á vettvangi og ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um hvernig slysið varð. Að sögn lögreglu var vegfarandinn fluttur á slysadeild en hann mun ekki hafa slasast alvarlega.

Herþotur lentu í Keflavík eftir að hafa lent í erfiðleikum

Tvær bandarískar F-16 herþotur lentu í Keflavík í hádeginu í dag vegna erfiðleika við að taka eldsneyti á flugi. Vélarnar voru á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu í fylgd eldsneytisvélar. Hins vegar komu upp vandamál við eldsneytistöku undan landinu og vélunum því snúið til Keflavíkur.

Hrikaleg átök í Reykjavík 20.-25. nóvember

Búast má við hrikalegum átökum í borginni dagana 20.-25. nóvember þegar keppnin um sterkasta mann heims fer þar fram. Keppnin í ár er haldin í minningu um Jón Pál Sigmarsson, einn öflugasta kraftajötun Íslendinga, sem lést langt fyrir aldur fram.

Á fjórða hundrað hefur kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Á fjórða hundrað manns hafa nú kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer næstkomandi laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Alls taka fimmtán frambjóðendur þátt í prófkjörinu, þar af allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Sleppur Hamas við að draga í land ?

Palestinskur þingmaður segir að Mahmud Abbas, forseti, hafi fengið loforð um að vestrænar þjóðir muni hætta refsiaðgerðum, ef honum takist að mynda embættismannastjórn, með Hamas samtökunum.

Viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi

Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea hafa sammælst um að viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. Þessi ríki ætla að ræða við Rússa og Kínverja um að taka sömu afstöðu.

Jón Gunnarsson verður ekki á listanum

Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, ætlar ekki að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor, að því er kemur fram á heimasíðu hans. Hann sagði auk þess í samtali við Ríkisútvarpið í dag, að hann myndi hætta í stjórnmálum.

Vilja að Saddam verði hengdur

Íranar hvöttu í dag til þess að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein verði látinn standa og að hann verði hengdur fyrir ódæðisverk sín. Ein milljón manna féll í átta ára stríði, sem hófst þegar Saddam réðst inn í Íran árið 1980.

Björn ræddi orkumál við fjármálaráðherra innan EES

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sat í dag fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins um orkumál í fjarveru Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Fundurinn fór fram í Brussel og lýsti ráðherra því í ræðu sinni hvernig Íslendingar stæðu að orkunýtingu og rakti sérstaklega aukin áhrif jarðhita í orkubúskapnum.

Baugur ýjar að málssókn gegn Ekstra-blaðinu

Baugur Group mótmælir harðlega þeim blaðagreinum sem blaðamenn danska Ekstra-blaðsins hafa skrifað um fyrirtækið að undanförnu og segir greinarnar fullar af villum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.

Kókaínfarmur á Atlantshafi

Breskt herskip stöðvaði í dag dráttarbát á Atlantshafi og handtók áhöfnina, þegar í ljós kom að farmurinn var eitt koma þrjú tonn af kókaíni.

Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið.

Heiðursmorð með bareflum og rafmagni

Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára dóttur sína með því að berja hana margsinnis í höfuðið, með barefli og hleypa svo rafmagni í hana. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag.

Vilja stuðla að jöfnum tækifærum til íþróttaiðkunar

Vinstri - grænir hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að settur verði á fót starfshópur á vegum mannréttindanefndar, Íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs sem hafi það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til íþróttaiðkunar. Þar er meðal annars átt við aðgengi að aðstöðu, fjármagni, þjálfurum og stuðningi.

Eldur á bifreiðaverkstæði í Keflavík

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að bílasprautunarverkStæði í Grófinni í KefLavík á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem kviknað hafði í gömlum kyndiklefa inni á verkstæðinu.

Alvarlegir þurrkar í Ástralíu

John Howard forsætisráðherra Ástralíu kallaði saman neyðarfund stjórnmálaleiðtoga og vísindamanna í Canberra í dag vegna mjög alvarlegra þurrka í heimsálfunni. Þurrkurnir hafa staðið í sex ár og eru þeir mestu sem vitað er um sögu Ástralíu. Ef fram heldur sem horfir mun mikilvægasta vatnakerfi álfunnar, í Murray-Darling dalnum, þorna upp á hálfu ári. Það sér um 70 prósentum af öllu ræktarlandi Ástralíu fyrir vatni. Meðal tillagna til að ráða bót á neyðarástandinu eru áætlanir til að spara vatn og tryggja skipti á vatni milli landssvæða.

Allt að 66 prósenta verðmunur á smurþjónustu

Allt að sextíu og sex prósenta verðmunur reyndist á smurþjónustu fyrir bíla í könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði um síðustu mánaðamót. Verð var kannað hjá 17 þjónustuaðilum á smurningu á þremur stærðum bíla, fólksbíl, jepplingi og stærri jeppa.

Óvíst hvort réttarhöldum yfir Saddam lýkur fyrir hengingu

Saddam Hussein mætti fyrir dómara í morgun, tveimur dögum eftir að dauðadómur var kveðinn upp yfir honum. Að þessu sinni snerust réttarhöldin um fjöldamorð hans á 180 þúsund Kúrdum á árunum 1986-1989 en óvíst er hvort þeim verður lokið áður en dauðadómnum verður fullnægt.

Mátti ekki vera að því að láta sekta sig

Tæplega þrítugur karlmaður á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt eftir að hann var stöðvaður fyrir að aka á 140 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut um miðjan dag í gær. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn hafi beðið lögreglu á vettvangi um að líta fram hjá þessu broti því hann væri á hraðferð og hefði ekki tíma til að ræða við þá.

Tvísýnt um úrslit

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Kosið er um öll fjögur hundruð þrjátíu og fimm þingsæti í fulltrúadeild og þrjátíu og þrjú öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra í þrjátíu og sex ríkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningu þar um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumur úr fósturvísum og lágmarkslaun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er ekki síst litið á kosningarnar sem atkævðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar, meðal annars í Írak. Bandaríkjaforseti hefur komið fram á kosningafundum fyrir flokksbræður sína síðustu daga og tók þátt í kosningabaráttunni fram á síðustu mínútu. Ekki voru þó allir frambjóðendur flokksins sáttir við framlag forsetans og vildu margir hverjir fjarlægja sig frá honum vegna Íraksmálsins. Sem dæmi kaus frambjóðandi flokksins til fylkisstjóra í Flórída, væntanlegur arftaki Jeb Bush í embætti, að halda síðasta kosningafund sinn fjarri forsetanum sem var mættur til að styðja flokksbróður sinn þar. Bush lét það þó ekki á sig fá og hélt fund án frambjóðandans. Forsetinn sagðist sannfærður um að Repúblíkanar færu með sigur af hólmi í dag enda væri stefna flokksins í skatta- og öryggismálum sú rétta. Ekki virðist þó áhuginn mikill fyrir kosningunum meðal almennings og ekki búist við að kjörsókn fari yfir fjörutíu prósent. Kannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað á fylgi Demókrata síðustu daga og ólíklegt talið að þeir nái meirihluta í báðum deildum. Líklegast er að Repúblíkanar haldi meirihluta sínum í Öldungadeildinni en Demókratar nái yfirhöndinni í fulltrúadeildinni. Fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar kosið utan kjörfundar en þeir sem eiga það eftir kjósa í dag í sinni heimabyggð á þar til gerðum kosningavélum. Dómsmálaráðuneytið bandaríska hefur sent um áttahundruð og fimmtíu kosningaeftirlitsmenn til á sjöunda tug borga og bæja víða um Bandaríkin. Þeirra er að gæta þess að farið sé að lögum og reglum og grípa í taumana ef kosningavélar eru sagðar bila eða gefa sig.

Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum

Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.

Stórfellt tjón hjá Náttúrufræðistofnun

Sex ernir, fimmtíu fálkar og ýmsir sjaldgæfir flækingsfuglar voru meðal þeirra tvö þúsund fuglasýna í eigu Náttúrufræðistofnunar sem fargað var á ruslahaugum í vor án vitundar stofnunarinnar.

Nýr sýslumaður í Keflavík

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Guðgeir Eyjólfsson, sýslumann á Siglufirði, til þess að vera sýslumaður í Keflavík frá og með 1. janúar 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir