Fleiri fréttir Ortega sigur-stranglegur Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. 28.8.2006 06:15 Murkowski tapar fyrir Palin Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikanaflokknum kusu Söruh Palin, fyrrum borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudagskvöld. 28.8.2006 06:15 Tekjuafganginum vel varið Þetta er náttúrulega stórkostleg afkoma sem kynnt var í gær [fimmudag] og ég sem fjármálaráðherra megnið af síðasta ári er mjög ánægður með þessa útkomu á mínu síðasta starfsári, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurstöðu ríkisreiknings fyrir árið 2005. 28.8.2006 06:15 Átökin ekki borgarastríð Bylgja sprengju- og skotárása gekk yfir Írak þvert og endilangt í gær. Að minnsta kosti 51 maður lét lífið í árásunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða til að auka öryggi borgaranna í höfuðborginni Bagdad og áskoranir frá forsætisráðherranum Nouri al-Maliki, sem er sjía-múslimi, um að landar hans úr ólíkum trúarhópum hætti gagnkvæmum árásum. 28.8.2006 06:00 Sáttmáli í málefnum fatlaðra Samningar náðust um sáttmála Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra á föstudag en viðræður um hann hafa tekið um fimm ár að sögn Helga Hjörvar sem sæti á í íslensku sendinefndinni. Sáttmálinn er af sama toga og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. 28.8.2006 06:00 Nær 500 börn ættleidd á 20 árum Tæplega fimm hundruð börn hafa verið ættleidd á Íslandi frá öðrum löndum undanfarin tuttugu ár. Nú hefur verið stofnað Foreldrafélag ættleiddra barna hér á landi. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður félagsins, segir hlutverk þess vera að standa vörð um hagsmuni kjörforeldra í sem víðustu samhengi, stuðla að rannsóknum á sviði ættleiðinga til hagsbóta fyrir félagsmenn og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum 28.8.2006 05:45 Tekinn fullur á bíl foreldranna Aðfaranótt sunnudags stöðvaði lögreglan í Reykjavík níu ökumenn sem eru grunaðir um ölvun við akstur. Þar af var einn fimmtán ára ökumaður sem lögregla stöðvaði í austurhluta Reykjavíkur um níuleytið um morguninn. 28.8.2006 05:15 Skutu nýrri gerð flugskeytis Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir. 28.8.2006 04:45 Jafnaðarmenn í kjörfylgi Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár. 28.8.2006 04:15 Vinstrimaður vann í Chiapas Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna. 28.8.2006 04:15 Lögregla fann engar skemmdir Skálaverðir og vegfarendur tilkynntu lögreglunni á Hvolsvelli um utanvegaakstur hóps torfærubifhjólamanna milli Hvanngils og Kaldaklofskvíslar í gær. 28.8.2006 04:00 Endaði fjörutíu metrum frá vegi Nítján ára ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um hálf átta leytið í gærmorgun á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Djúpárbakka, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. 28.8.2006 03:15 Horfur á friði í Úganda Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. 28.8.2006 03:00 Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. 27.8.2006 20:30 Víti til varnaðar Hlynur Smári Sigurðsson, Íslendingurinn sem er í fangelsi í Brasilíu vegna fíkniefnamisferlis, segist ekki lifa af marga mánuði í viðbót í fangelsinu. 27.8.2006 20:27 Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. 27.8.2006 19:11 Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 27.8.2006 18:58 Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. 27.8.2006 18:48 Regnbogabörn opna nýja heimasíðu Regnbogabörn, samtök áhugafólks um eineltismál, opnuðu heimasíðu í dag kl. 16:00. Heimasíðunni er sérstaklega beint til barna og er hugsuð sem forvarnartæki gegn einelti. 27.8.2006 18:13 Bíll valt á Sæbrautinni Ökumaður velti bíl sínum á Sæbrautinni til móts við Seðlabankann um klukkan tíu í morgun. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju en hún er nokkuð kröpp þar sem nú standa yfir framkvæmdir á svæðinu 27.8.2006 15:44 Messa undir berum himni Messað var undir berum himni í Grafarvogi í morgun. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. 27.8.2006 13:39 Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. 27.8.2006 13:25 Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. 27.8.2006 13:21 Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn 27.8.2006 13:13 Maður lést í vinnuslysi Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi. 27.8.2006 13:10 Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður. 27.8.2006 11:15 Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. 27.8.2006 11:00 Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg. 27.8.2006 10:45 Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. 27.8.2006 10:15 Slapp lifandi eftir að hafa verið hrint fyrir lest Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann. 27.8.2006 10:00 Eldur í kjallara Eldur kom upp í kjallara nýbyggingar við Dalveg í Kópavogi, rétt eftir klukkan átta í gærkvöldi. Kviknaði hafði í frauðplasti sem var þar til geymslu og lagði mikinn reyk frá eldinum. 27.8.2006 09:51 Vilja fresta því að fylla Hálslón Stjórn og þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur skorað á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta því að fylla Hálslón þar til sérstök matsnefnd, skipuð óháðum aðilum, verður fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. 27.8.2006 09:15 Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi til móts við Djúparbakka um klukkan sjö í morgun. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað hver meiðsli hans eru að svo stöddu. 27.8.2006 09:08 Íslandssafn í Sognafirði Össur Skarphéðinsson vill að íslenska ríkisstjórnin eigi frumkvæði að stofnun safns í Sognafirði í Noregi til minningar um landnámsmenn Íslands. 27.8.2006 09:00 Nýr formaður breytir engu Formannsskipti í Framsóknarflokknum breyta ekki fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks dalar en Samfylking og Vinstri græn bæta við sig. 27.8.2006 08:45 Frelsið kostar 2,5 milljónir Hlynur Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna kókaínsmygls, segist hafa fengið tilboð frá lögfræðingi sínum um að hann geti keypt sér frelsi fyrir tæpar 2,5 milljónir króna. „Það er víst hægt að gera allt í þessu landi með peningum,“ segir Hlynur. „Þetta er ekki óalgengt hér, dómarinn myndi þá skrifa undir plagg sem segði að ég hefði afplánað mína refsingu í fylkinu og ég gæti þá fengið að fara heim.“ 27.8.2006 08:30 Kveikti í dýnu í fangaklefanum Góðkunningja lögreglunnar sem gisti fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu aðfaranótt laugardags tókst að smygla inn kveikjara í sokknum sínum og kveikja í horni rúmdýnu í klefa sínum, sem orsakaði minniháttar eldsvoða. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en sú reyndist ekki raunin. Hann var sendur til baka í fangageymslu og fluttur á geðdeild þegar leið á gærdaginn. 27.8.2006 08:15 Frjálslyndir tapa miklu fylgi Frjálslyndi flokkurinn missir rúm fjögur prósentustig samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig um fjórum prósentustigum hvor, en Sjálfstæðisflokkur missir tæp þrjú prósentustig. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks. 27.8.2006 08:15 Fjölmenni á Akureyrarvöku Á fimmta þúsund manns voru í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þegar Listasumri Akureyringa lauk með Akureyrarvöku. Í tilefni dagsins var boðið upp á menningarviðburði um allan Akureyrarbæ sem góður rómur var gerður að. 27.8.2006 08:00 Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Valgerði Sverrisdóttur hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun. Gerði ekkert rangt, segir Valgerður. 27.8.2006 08:00 Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran Forseti Írans ætlar ekki að hætta við kjarnorkuáætlunina og segir að engri þjóð standi ógn af íranskri kjarnorku. Ísraelskur þingmaður segir þjóð sína þurfa að bregðast við kjarnorkutilburðum Írana. 27.8.2006 07:45 Erfitt verkefni framundan „Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27.8.2006 07:30 Vill 3 milljónir punda í bætur Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum. 27.8.2006 07:30 Vopn gerð upptæk í borginni Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóðaflugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta handsprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. 27.8.2006 07:15 Bruni í húsi við gæsluvöll Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsnæði við gæsluvöll við Heiðarból í Keflavík klukkan rúmlega átta í gærmorgun. Gluggi í húsinu var brotinn og eldurinn er talinn hafa kviknað innan frá. 27.8.2006 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ortega sigur-stranglegur Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. 28.8.2006 06:15
Murkowski tapar fyrir Palin Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikanaflokknum kusu Söruh Palin, fyrrum borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudagskvöld. 28.8.2006 06:15
Tekjuafganginum vel varið Þetta er náttúrulega stórkostleg afkoma sem kynnt var í gær [fimmudag] og ég sem fjármálaráðherra megnið af síðasta ári er mjög ánægður með þessa útkomu á mínu síðasta starfsári, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurstöðu ríkisreiknings fyrir árið 2005. 28.8.2006 06:15
Átökin ekki borgarastríð Bylgja sprengju- og skotárása gekk yfir Írak þvert og endilangt í gær. Að minnsta kosti 51 maður lét lífið í árásunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða til að auka öryggi borgaranna í höfuðborginni Bagdad og áskoranir frá forsætisráðherranum Nouri al-Maliki, sem er sjía-múslimi, um að landar hans úr ólíkum trúarhópum hætti gagnkvæmum árásum. 28.8.2006 06:00
Sáttmáli í málefnum fatlaðra Samningar náðust um sáttmála Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra á föstudag en viðræður um hann hafa tekið um fimm ár að sögn Helga Hjörvar sem sæti á í íslensku sendinefndinni. Sáttmálinn er af sama toga og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. 28.8.2006 06:00
Nær 500 börn ættleidd á 20 árum Tæplega fimm hundruð börn hafa verið ættleidd á Íslandi frá öðrum löndum undanfarin tuttugu ár. Nú hefur verið stofnað Foreldrafélag ættleiddra barna hér á landi. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður félagsins, segir hlutverk þess vera að standa vörð um hagsmuni kjörforeldra í sem víðustu samhengi, stuðla að rannsóknum á sviði ættleiðinga til hagsbóta fyrir félagsmenn og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum 28.8.2006 05:45
Tekinn fullur á bíl foreldranna Aðfaranótt sunnudags stöðvaði lögreglan í Reykjavík níu ökumenn sem eru grunaðir um ölvun við akstur. Þar af var einn fimmtán ára ökumaður sem lögregla stöðvaði í austurhluta Reykjavíkur um níuleytið um morguninn. 28.8.2006 05:15
Skutu nýrri gerð flugskeytis Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir. 28.8.2006 04:45
Jafnaðarmenn í kjörfylgi Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár. 28.8.2006 04:15
Vinstrimaður vann í Chiapas Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna. 28.8.2006 04:15
Lögregla fann engar skemmdir Skálaverðir og vegfarendur tilkynntu lögreglunni á Hvolsvelli um utanvegaakstur hóps torfærubifhjólamanna milli Hvanngils og Kaldaklofskvíslar í gær. 28.8.2006 04:00
Endaði fjörutíu metrum frá vegi Nítján ára ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um hálf átta leytið í gærmorgun á Ólafsfjarðarvegi við bæinn Djúpárbakka, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. 28.8.2006 03:15
Horfur á friði í Úganda Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. 28.8.2006 03:00
Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. 27.8.2006 20:30
Víti til varnaðar Hlynur Smári Sigurðsson, Íslendingurinn sem er í fangelsi í Brasilíu vegna fíkniefnamisferlis, segist ekki lifa af marga mánuði í viðbót í fangelsinu. 27.8.2006 20:27
Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. 27.8.2006 19:11
Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 27.8.2006 18:58
Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. 27.8.2006 18:48
Regnbogabörn opna nýja heimasíðu Regnbogabörn, samtök áhugafólks um eineltismál, opnuðu heimasíðu í dag kl. 16:00. Heimasíðunni er sérstaklega beint til barna og er hugsuð sem forvarnartæki gegn einelti. 27.8.2006 18:13
Bíll valt á Sæbrautinni Ökumaður velti bíl sínum á Sæbrautinni til móts við Seðlabankann um klukkan tíu í morgun. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju en hún er nokkuð kröpp þar sem nú standa yfir framkvæmdir á svæðinu 27.8.2006 15:44
Messa undir berum himni Messað var undir berum himni í Grafarvogi í morgun. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. 27.8.2006 13:39
Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. 27.8.2006 13:25
Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. 27.8.2006 13:21
Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn 27.8.2006 13:13
Maður lést í vinnuslysi Karlmaður á fimmtugssaldri lést í gærdag þar sem hann var við vinnu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi. 27.8.2006 13:10
Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður. 27.8.2006 11:15
Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. 27.8.2006 11:00
Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg. 27.8.2006 10:45
Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. 27.8.2006 10:15
Slapp lifandi eftir að hafa verið hrint fyrir lest Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann. 27.8.2006 10:00
Eldur í kjallara Eldur kom upp í kjallara nýbyggingar við Dalveg í Kópavogi, rétt eftir klukkan átta í gærkvöldi. Kviknaði hafði í frauðplasti sem var þar til geymslu og lagði mikinn reyk frá eldinum. 27.8.2006 09:51
Vilja fresta því að fylla Hálslón Stjórn og þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur skorað á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta því að fylla Hálslón þar til sérstök matsnefnd, skipuð óháðum aðilum, verður fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. 27.8.2006 09:15
Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi til móts við Djúparbakka um klukkan sjö í morgun. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað hver meiðsli hans eru að svo stöddu. 27.8.2006 09:08
Íslandssafn í Sognafirði Össur Skarphéðinsson vill að íslenska ríkisstjórnin eigi frumkvæði að stofnun safns í Sognafirði í Noregi til minningar um landnámsmenn Íslands. 27.8.2006 09:00
Nýr formaður breytir engu Formannsskipti í Framsóknarflokknum breyta ekki fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks dalar en Samfylking og Vinstri græn bæta við sig. 27.8.2006 08:45
Frelsið kostar 2,5 milljónir Hlynur Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna kókaínsmygls, segist hafa fengið tilboð frá lögfræðingi sínum um að hann geti keypt sér frelsi fyrir tæpar 2,5 milljónir króna. „Það er víst hægt að gera allt í þessu landi með peningum,“ segir Hlynur. „Þetta er ekki óalgengt hér, dómarinn myndi þá skrifa undir plagg sem segði að ég hefði afplánað mína refsingu í fylkinu og ég gæti þá fengið að fara heim.“ 27.8.2006 08:30
Kveikti í dýnu í fangaklefanum Góðkunningja lögreglunnar sem gisti fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu aðfaranótt laugardags tókst að smygla inn kveikjara í sokknum sínum og kveikja í horni rúmdýnu í klefa sínum, sem orsakaði minniháttar eldsvoða. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en sú reyndist ekki raunin. Hann var sendur til baka í fangageymslu og fluttur á geðdeild þegar leið á gærdaginn. 27.8.2006 08:15
Frjálslyndir tapa miklu fylgi Frjálslyndi flokkurinn missir rúm fjögur prósentustig samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig um fjórum prósentustigum hvor, en Sjálfstæðisflokkur missir tæp þrjú prósentustig. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks. 27.8.2006 08:15
Fjölmenni á Akureyrarvöku Á fimmta þúsund manns voru í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þegar Listasumri Akureyringa lauk með Akureyrarvöku. Í tilefni dagsins var boðið upp á menningarviðburði um allan Akureyrarbæ sem góður rómur var gerður að. 27.8.2006 08:00
Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Valgerði Sverrisdóttur hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun. Gerði ekkert rangt, segir Valgerður. 27.8.2006 08:00
Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran Forseti Írans ætlar ekki að hætta við kjarnorkuáætlunina og segir að engri þjóð standi ógn af íranskri kjarnorku. Ísraelskur þingmaður segir þjóð sína þurfa að bregðast við kjarnorkutilburðum Írana. 27.8.2006 07:45
Erfitt verkefni framundan „Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27.8.2006 07:30
Vill 3 milljónir punda í bætur Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum. 27.8.2006 07:30
Vopn gerð upptæk í borginni Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóðaflugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta handsprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. 27.8.2006 07:15
Bruni í húsi við gæsluvöll Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsnæði við gæsluvöll við Heiðarból í Keflavík klukkan rúmlega átta í gærmorgun. Gluggi í húsinu var brotinn og eldurinn er talinn hafa kviknað innan frá. 27.8.2006 07:00