Fleiri fréttir

Stangveiði á Húna II

Á miðvikudagskvöldum í ágúst verður boðið upp á sögusiglingar frá Torfunefsbryggju á Akureyri. Siglt verður með Húna II í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri en alls sigldu um 300 farþegar með bátnum um verslunar­mannahelgina.

Hyggst mæta í Yasukuni-hof

Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í gær að hann vildi standa við loforð sitt um að biðjast fyrir í Yasukuni-hofinu hinn 15. ágúst, daginn sem Japanar gáfust upp árið 1945.

Gosið fitar

Mikil neysla gosdrykkja og annara sætra drykkja seinustu fjóra áratugina er ein helsta ástæða gríðarlegs offituvandamáls bandarísku þjóðarinnar, kemur fram í niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskólann. Sýnir hún að einn sætur gosdrykkur á dag getur valdið allt að sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári.

Þjónusta við akstur bætt

Breytingar á reglum um akstursþjónustu eldri borgara voru samþykktar á fundi Velferðar­ráðs Reykjavíkurborgar í gær. Markmið þjónustunnar er að gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima.

Ráðist á hjálparstarfsmenn á Srí Lanka

Srí Lanka, ap Sprengja varð fimm manns að bana á yfirráðasvæði Tamílatígra í norðurhluta Srí Lanka seint á þriðjudagskvöld. Fólkið var í sjúkrabíl og meðal þeirra sem létust voru tvær hjúkrunarkonur og einn læknir.

Ungmenni leita til AFLs

Að undanförnu hafa fjölmörg ungmenni á Austurlandi leitað til AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, vegna svokallaðs jafnaðarkaups sem þeir fá greitt.

Laxveiði í meðallagi

Laxveiði í sumar hefur gengið í meðallagi vel, en misvel eftir ám, að sögn Óðins Sigþórssonar, formanns Landssambands Veiðifélaga.

Njósnað um Bretaprins

Lögreglan handtók þrjá menn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið fyrir hlerunum í símakerfi skrifstofu Karls ­Breta­­prins. Einum manni á sextugsaldri var sleppt eftir yfirheyrslur en lögreglan segir hann þó ekki lausan allra mála; hann verði kallaður til yfirheyrslu á ný. Einn hinna handteknu mun vera ritstjóri konunglegra tíðinda á slúðurblaðinu breska News of the World.

Blindir fara á sjó og ríða út

Verkefni á vegum Sérsveitarinnar í Hinu húsinu fer fram þessa dagana þar sem þátttakendur eru allir blindir eða sjónskertir. Verkefnið, sem heitir „Everyone can do it“, eða „Allir geta gert það“ á íslensku, felst meðal annars í því að fjalla um hindranir blindu og hvað blindir og sjónskertir geta sjálfir gert til að auðvelda sér hversdaginn.

Skiptibókamarkaðir að opna

Skólabókamarkaðir hafa víða verið opnaðir nú þegar og verslanir eru farnar að taka við notuðum bókum á skiptimarkaði. Kennsla í grunnskólum landsins hefst á flestum stöðum 21. ágúst næstkomandi, en það er svipaður tími og undanfarin ár, að sögn fulltrúa menntaráðs Reykjavíkur. Kennsla í flestum framhaldsskólum hefst í sömu viku, en þó í stöku skólum öllu síðar.

Ók á 153 kílómetra hraða

Erlendur ökumaður mældist á 153 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi rétt austan við Hellu í gær.

Ragnar sækir um aðgang

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sótti á þriðjudag formlega um aðgang að gögnum um símahleranir í kalda stríðinu, sem nýlega voru flutt úr dómsmálaráðuneytinu í Þjóðskjalasafn. Ráðuneytið sendi frá sér gögnin nokkrum dögum áður en fyrri beiðni Ragnars var formlega hafnað, á þeim forsendum að þau væru ekki í ráðuneytinu lengur.

Á tvöföldum hámarkshraða

Tveir ökumenn stungu lögregluna í Keflavík af í fyrrinótt. Þeir mældust báðir á of miklum hraða en virtu hvorugur stöðvunarmerki lögreglu.

Göngumennirnir fundnir

Göngumennirnir fjórir sem leitað var við Heklu fundust nú fyrir stuttu. Þeir komust sjálfir niður á Landveg þar sem björgunarsveitarmaður keyrði fram á þau. Fjórmenningarnir eru allir heilir á húfi en þeirra hefur verið leitað síðan klukkan átta í kvöld.

Ísraelski herinn eflir árásir sínar

Ísraelski herinn efldi í kvöld árásir sínar í suðurhluta Líbanon eftir að stjórvöld í Ísrael samþykktu að auka landhernað sinn í Líbanon.

Leit hafin að fjórum erlendum ferðamönnum

Leitað er fjögurra erlendra ferðamanna sem urðu viðskila við gönguhóp á Heklu. Ferðamennirnir áttu að sameinast gönguhóp klukkan fimm í dag en skiluðu sér ekki eins og til stóð.

Seðlabankastjóri útilokar ekki stýrivaxtahækkanir

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, útilokar ekki stýrivaxtahækkanir strax í næstu viku. Að mati sérfræðinga OECD verður ríkisstjórnin að draga úr útgjöldum sínum. Enn er of mikið ójafnvægi í efnahagsmálum.

Gætu þurft að skýra betur verðbreytingar

Ferðaskrifstofur gætu þurft að gera skýrar grein fyrir verðbreytingum sínum á næstunni eftir að Neytendastofa komst að því að hækkun fyrr á árinu vegna gengisbreytinga væri ólögmæt. Neytendasamtökin ráðleggja fólki sem hyggst skipta niður greiðslum vegna pakkaferða að gera það með fyrirvara þar til úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.

Fá ráðgjöf til að komast hjá skatti

Ríkisskattstjóri segir það færast í aukana að fjármálafyrirtæki ráðleggi fólki hvernig það geti komist hjá því að greiða skatta. Ráðgjöfin sem slík sé ekki ólögleg en þeir sem eftir henni fari geti gerst brotlegir við lög.

Verðbreytingar ferðaskrifstofa ólögmætar

Ferðaskrifstofur gætu þurft að gera skýrari grein fyrir verðbreytingum sínum á næstunni eftir að Neytendastofa komst að því að hækkun fyrr á árinu vegna gengisbreytinga væri ólögmæt.

Telja fram fjármagnstekjur í stað launa

Þeim fjölgar sem lifa einungis af fjármagnstekjum sínum og greiða lægri skatta en þeir sem hafa tekjur af atvinnu. Fjármálaráðherra sér ekki ástæðu til að breyta leikreglunum.

Síamstvíburar aðskildir

Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum segja það hafa gengið framar vonum að aðskilja tvíburasysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem voru samvaxnar fyrir neðan mitti. Aðgerðin var framkvæmd í gær og tók sextán klukkutíma.

Fundu stóran landnámsskála að Hrísbrú

Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbrú í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin. Stærð skálans og munir sem fundist hafa við uppgröftinn renna stoðum undir það að þar hafi búið höfðingjar á landnámsöld.

Landnámsskáli uppgötvaður

Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbúi í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin.

Óperutónleikar í boði BM Vallár

BM Vallá ætlar að bjóða Reykvíkingum upp á óperutónleika á Menningarnótt 2006 í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins.

Teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Hvolsvelli tók erlendan ferðamann fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi, rétt austan við Hellu, í dag. Maðurinn var á 153 km hraða og var gert að greiða 37.500 krónur fyrir brotið.

Varð ekki meint af eiturgufum

Mennirnir tveir sem fluttir voru á slysadeild eftir að hafa andað að sér eiturgufum í nýbyggingu IKEA í Garðabæ í morgun hafa verið útskrifaðir. Gufurnar mynduðust í slysi þar sem akrílgrunnur sem notaður er á gólf blandaðist við herði í röngum hlutföllum.

Átak hjá lögreglunni

Lögreglan í Reykjavík var í átaki í dag og klippti númer af þó nokkrum bílum. Þeir sem eru með óskoðaða bíla eða ótryggða ættu að huga að því að koma öllu í lag þar sem lögreglan mun halda áfram að klippa af ólöglegum farartækjum.

Engin sturta í Breiðholtshverfum

Ekkert heitt vatn verður í Breiðholtshverfum eitt og tvö frá klukkan sjö í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Verið er að sinna viðhaldi í dælustöð fyrir heitt vatn við Stekkjabakka, en tiltölulega hlýr árstími var valinn til þess. Tilkynningar hafa verið bornar í öll hús í hverfunum tveimur sem um ræðir.

Lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi

Félag fréttamanna vill minna löggæslumenn á að lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla. Myndatökumaður fréttastofu sjónvarps lenti í ryskingum við yfirlögregluþjón lögreglunnar á Egilsstöðum í gær. Lögreglumaðurinn baðst afsökunar í kjölfarið.

Gekk of langt segir yfirlögregluþjónn

Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að félaginu hafi ekki borist neinar kvartanir vegna samstuðs myndatökumanns og lögreglu á Egilsstöðum í gær.

Ekki frekari fjárfestingar í stóriðju

Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni.

Á þriðja þúsund lifa af fjármagnstekjum

Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum og greiddu mun lægri skatta en almenningur.

Ölvaður rútubílstjóri stofnaði farþegum í hættu

Ölvaður ökumaður langferðabíls stofnaði lífi og limum 16 farþega og annarra vegfarenda í bráða hættu með háskaakstri um helgina. Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr hópferðabílstjóranum. Bílstjórinn, frá Kynnisferðum, missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð, þeirra á meðal börn. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður auk þess sem vitni segja að hann hafi sýnilega borið þess merki.

Sjá næstu 50 fréttir