Fleiri fréttir

Krefjast afvopnunar

Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn.

Öryggisráðið kemur saman klukkan þrjú í dag

Ákveðið var fyrir stundu að kalla saman Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Ísraela á bæinn Qana í nótt, sem varð 54 að bana, þar af 37 börnum. Ráðið kemur saman nú klukkan þrjú að íslenskum tíma samkvæmt ákvörðun Kofi Annans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Fjórar hassplöntur gerðar upptækar

Fjórar hassplöntur fundust í heimahúsi í Kópavogi í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um hugsanlega fíkniefnaneyslu í íbúðinni og við nánari athugun fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu sem og hassplönturnar fjórar. Húsráðandi var handtekinn og færður til yfirheyrlsu og plönturnar gerðar upp tækar.

Sviðsmynd nýjustu Bond myndarinnar gereyðilagðist

Sviðsmynd nýrrar kvikmyndar um James Bond, Casino Royale, gereyðilagðist í eldsvoða í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri á Englandi í morgun. Þegar tökum var að ljúka gaus upp mikill eldur og varð sviðsmyndin fljótt alelda. Þak kvikmyndaversins er að mestu hrunið. Ekki er vitað um slys á fólki.

Friðarhlaupi lýkur

Hinu alþjóðlega kyndilhlaupi World Harmony Run lýkur í dag. Hlaupnir hafa verið yfir 1500 kílómetrar hringinn í kringum landið. Hlaupararnir hafa lagt mikið á sig við að bera kyndilinn kringum landið. Í morgun hlupu þeir þó ekki heldur syntu yfir sjálfan Hvalfjörðinn.

Kosningar fara vel af stað í Kongó

Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára.

Brotist inn í íþróttaverslun

Brotist var inn í íþróttaverslun í Keflavík í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um innbrotið sem kom á staðinn og greip innbrotsþjófana glóðvolga þar sem þeir voru að stinga á sig skóm og fleira smálegu. Þeir voru færðir í fangafeymslur lögreglunnar.

54 falla í árás Ísraela á þorp í Líbanon

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið.

Tekinn á 164 km hraða á bifhjóli

Einn maður á bifhjóli var tekinn fyrir of hraðan akstur á Sæbraut í nótt þar sem hann ók á 164 km hraða en þar er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Íslendingur í haldi

Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, er búinn að vera í haldi öryggisvarða á flugvellinum í Tel Aviv í tíu klukkustundir. Hann fær engar upplýsingar um hvers vegna honum er haldið.

Tónleikar Sigur Rósar í kvöld

Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika á Klambratúni í kvöld og eru tónleikarnir liður í tónleikaferð sveitarinnar um Ísland. Viðbúnaður lögreglu er mikill því búist er við miklu fjölmenni. Tónleikaröðin verður tekin upp á myndband og síðar á að gera heimildamynd um hana.

Stór hluti eyra bitinn af manni

Maður beit stóran hluta af eyra annars í átökum skammt frá Kaffibarnum í nótt. Að sögn lögreglu gistir eyrnabíturinn nú fangageymslur en hinn var fluttur á slysadeild þar sem tókst að sauma eyrað saman. Mikil ölvun var í bænum og gistu átta manns fangageymslur lögreglunnar. Líkti lögreglan ástandinu í borginni við útisamkomu enda hlýtt og milt veður.

Ökuníðingur á Selfossi

Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði.

Loksins kosningar

Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú almennar kosningar í Kongó, og fara þær fram á morgun, eftir fjögurra áratuga óstjórn og átök í landinu.

Vopnahlé óþarft

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels.

Barist á tveimur vígstöðvum

Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland.

Sjómaður hætt kominn

Sjómaður, sem var einn á litlum hraðfiskibáti, var hætt kominn þegar vélin í bátnum bilaði í nótt og bátinn tók að reka í áttina að Helguvíkurbjargi á Reykjanesi. Þegar vélin bilaði kallaði bátsverjinn eftir hjálp og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og sendar farm á bjargið.

Flúðu á ofsahraða undan lögreglu

Lögreglan í Borgarnesi leitar bifhjólamanns, sem mældist á yfir 200 kílómetra hraða skammt frá bænum, í fyrrinótt og stakk af. Fjöldi mótorhjóla hefur nær tvöfaldast á einu og hálfu ári og nýjum bifhjólamönnum um rösklega fimmtán hundruð.

Hass í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi lagði í nótt hald á nokkrar kannabisplöntur, sem hún fann við leit í íbúð í bænum. Jafnframt fannst þar talsvert af laufi, sem var í vinnslu. Þrír menn voru handteknir við rannsókn málsins en þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að afurðir úr ræktuninni hafi verið ætlaðar til sölu.

Virti ekki biðskyldu

Fernt var flutt á Slysadeild Landsspítalans eftir mjög harðan árekstur á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar laust eftir miðnætti, þar sem tveir bílar lentu saman. Enginn slasaðist þó alvarlega, en bílarnir munu báðir vera ónýtir. Ökumaður annars bílsins virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir hinn, með þessum afleiðingum.

Hópslagsmál á Selfossi

Tveir menn liggja á sjúkrahúsi og fimm gista fangageymslur lögreglunnar á Selfossi eftir heiftarleg hópslagsmál, sem brutust út fyrir utan heimili þeirra slösuðu í nótt, þar sem meðal annars var beitt keðjum og bareflum.

Fischer berst við svissneskan banka

Íslendingurinn og stórmeistarinn Bobby Fischer stendur í deilum við svissneska bankann Union Bank of Switzerland. Bankinn hefur lokað reikningi hans en á honum voru um þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir króna.

Enginn að vinna að rannsókn á samráði

Eini starfsmaður ríkissaksóknara sem vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna er í sumarfríi og liggur vinna við rannsóknina því niðri til 21. ágúst. Kröfu um heimildir til fleiri vinnustunda við málið var hafnað af kjaranefnd.

Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005

Metfjölgun skattgreiðenda á síðasta ári stafar aðallega af vaxandi fjölda erlends vinnuafls hér á landi. Sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingum landsins búa í Reykjavík. Skattskrár eru öllum aðgengilegar til 11. ágúst næstkomandi.

Togarar greiða lausnargjald

Norskir dómstólar hafa dæmt spænska útgerð til að greiða rúmar 342 milljónir króna í lausnargjald fyrir þrjá togara sem gripnir voru við ólöglegar þorskveiðar nálægt Svalbarða fyrr í mánuðinum. Greiðslan er innborgun á endanlega sekt útgerðarinnar, sem verður ákveðin fyrir dómstólum seinna á árinu.

Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast

Þremur vélhjólum var ekið á ofsahraða um götur borgarinnar í fyrrakvöld. Sama kvöld hélt vélhjólafólk minningarathöfn um einn þriggja látinna vélhjólamanna á árinu. Prestur og vélhjólamaður kallar athæfið hryðjuverk.

Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir

Sameinuðu þjóðirnar fjarlægja óvopnaða eftirlitsmenn sína úr Suður-Líbanon, því árásir Ísraela á Líbanon halda áfram og svara liðsmenn Hizbollah enn í sömu mynt. Talið er að á sjöunda hundrað Líbanar hafi farist í árásunum.

Vöknuðu við óboðinn gest

Hjón á Seltjarnarnesi vöknuðu við það í fyrrinótt að maður þeim alls ótengdur var að sniglast um í svefnherbergi þeirra.

Sakaðir um blekkingarleik

Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtækisins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar.

Á þriðja þúsund fá ekki háskólavist

Háskólar landsins anna ekki eftirspurn og bekkjardeildir í nokkrum háskólum eru fullsetnar. Listaháskóli Íslands, Kennaraháskólinn og Háskólinn í Reykjavík vísa langflestum nemendum frá, jafnvel þótt fólk uppfylli öll inntökuskilyrði.

SÞ athuga viðbrögð stjórnar

Danskir múslimar hafa beðið nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um kynþáttahatur að kanna hvort viðbrögð dönsku ríkisstjórnarinnar við birtingu Jyllandsposten á tólf skopmyndum af Múhameð spámanni í fyrra hafi brotið í bága við milliríkjasamning sem ætlað er að vinna gegn kynþáttahatri.

Greiðir rúmar 170 milljónir

Álagning Arngrímur Jóhannsson flugmaður, oft kenndur við flug­félagið Atlanta, er sá einstaklingur sem greiðir hæst opinber gjöld árið 2006. Samtals greiðir hann tæpa 171 milljón króna í tekjuskatt og útsvar.

Unnið eins hratt og kostur er

Fátækt og úrræðaleysi einkenna aðstæður margra geðfatlaðra, að sögn Auðar Styrkársdóttur, talsmanns aðstandendahóps geðfatlaðra. Nú er búið að gera stórátak í búsetumálum fatlaðra en geðfatlaðir sitja eftir.

Engar æfingar við Ísland

Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi.

Féll á hliðina

Vörubíll valt á hliðina í Bakkabakka á Norðfirði um hádegisbil í gær. Var verið að hífa byggingarefni af palli bílsins og varð þunginn til þess að hann valt.

Túnið rafvætt fyrir Sigur Rós

Rafmagnskaplar hafa verið grafnir niður í göngustíga á Klambratúni til að sjá tónleikum Sigur Rósar á morgun fyrir rafmagni. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, forstöðumanns Höfuð­borgarstofu, munu raf­magns­kaplarnir verða í túninu um ókomna tíð. Þannig sé þeim möguleika haldið opnum að fleiri hljómsveitir geti haldið tónleika á svæðinu á komandi árum.

Biðlistar eru á öllum leikskólum

Nemendur við Háskóla Íslands sem eiga börn eru í miklum vandræðum með að koma þeim fyrir á leikskólum Félagsstofnunar stúdenta. Stofnunin rekur þrjá leikskóla og tekur við rekstri eins, Leikgarðs, hinn 1. september næstkomandi. Þá verður rekstri leikskólans við Efrihlíð hætt svo leikskólar stofnunarinnar verða enn þrír.

SÞ kalla eftir lokunum

Bandaríkjunum ber að loka öllum leynifangelsum sínum þegar í stað og heimila starfsfólki Rauða krossins aðgang að hverjum þeim fanga sem haldið er í tengslum við vopnuð átök. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Ný brú skapar aukið öryggi

Ferðafélag Íslands vígði á fimmtudagskvöld nýja brú yfir ána Farið sem er til móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra í suðvestur frá skála félagsins.

Lýsir yfir miklum áhyggjum

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur skrifað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hvetur hún Ísraelsstjórn til að leita leiða til að binda enda á átökin strax.

Tengivagnar verði bannaðir

Tengivagnar ættu að vera bannaðir við olíu- og vöruflutninga, að mati Guðmundar Hallvarðssonar, formanns samgöngunefndar Alþingis. Þetta verðum við að gera þar til vegakerfið er komið í staðlað form, og vegirnir verða sjö og hálfs metra breiðir, segir Guðmundur. Ef sjóflutningar lognast af verður að stoppa þessi ósköp þar til vegakerfið er komið í lag.

Frumvarp um endurgreiðslur

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í haust til að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa á vaxtabótum.

Reynir að nota falsaðar evrur

Lögreglan í Reykjavík varar við erlendum karlmanni sem reynt hefur að koma fölsuðum evrum í umferð. Maðurinn talar bjagaða ensku, er lágvaxinn, dökkur yfirlitum og líklega með gleraugu. Til hans hefur bæði sést við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Finnar og Danir fara heim

Norrænu friðargæslustarfi á Srí Lanka virðist vera að ljúka í núverandi mynd. Ellefu manna herlið Finna heldur heim 1. september og haft er eftir talsmanni friðargæslunnar að Danir ætli að gera slíkt hið sama. Standa þá eftir Íslendingar, Svíar og Norðmenn, en búist er við að Svíar tilkynni einnig um brotthvarf sitt áður en langt um líður.

Blaðið borið út að nóttu til

fréttablaðið Miklar breytingar verða gerðar á dreifikerfi Fréttablaðsins á næstunni. Á höfuðborgar­svæðinu verður blaðið nú borið út á nóttunni en ekki milli sex og sjö að morgni eins og nú. Talsverð uppstokkun verður í blaðberahópnum á þeim svæðum sem þessar breytingar ná til þar sem bannað er að ráða unglinga til starfa um nætur.

Sjá næstu 50 fréttir