Fleiri fréttir

Bendir á rétt útlendinga

Fyrirtæki á Akranesi hafa fengið bréf frá lögreglunni í bænum þar sem hún áréttar lög um skyldur þeirra gagnvart erlendum starfsmönnum frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Upptökin voru sígarettuglóð

Tæpur hektari lands á Gára í landi Landgræðslunnar í Rangárvallasýslu varð eldi að bráð í gær. Þakka má snarræði starfsmanna Landgræðslunnar í Gunnarsholti að ekki fór miklu verr þar sem tæpir þrjú þúsund hektarar af þurrum gróðri, sem er gömul uppgræðsla er þarna í kring og hefði hæglega getað orðið eldinum að bráð.

Alþjóðahúsið í hvalaskoðunarferð

Alþjóðahúsið bauð innflytjendum og öðrum sem sækja samtökin í hvalaskoðunarferð í kvöld. Met aðsókn var í ferðina og streymdi fólk niður á Reykjavíkurhöfn.

Segir alla í forystusveit Hisbollah óhulta

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum. Nasrallah sagði alveg ljóst að ísraelsku hermönnunum yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna.

Leggjast yfir gögn Ríkiskaupa

Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi.

Jarðgöng mikilvæg á Vestfjörðum

Engin aðgerð kemur vestfirskum byggðum jafnmikið til góða og jarðgangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að mati íbúa á Vestfjörðum.

Bush beitir neitunarvaldi

Bush Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi í gær til að koma í veg fyrir lög um styrki til stofnfrumurannsókna. Hann hefur ekki beitt neitunarvaldinu áður.

Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon

Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon á næstu dögum. Ísraelsher varpaði í dag meira en tuttugu tonnum af sprengjum á Líbanon og talsmenn hersins segjast á góðri leið með að knésetja Hisbollah-samtökin.

Flokksbræður deila um greiðslur

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu.

196 þúsund tonn af rusli til Sorpu

Sorpa tekur við rusli á hverju ári sem gæti fyllt Hallgrímskirkjuturn 200 sinnum. Eftir innreið flatskjáa var 80 prósentum meira af sjónvörpum og tölvuskjám hent í Sorpu eftir síðustu jól en jólin þar á undan.

Leikskólagjöld lækka í haust

Leikskólagjöld í Reykjavík snarlækka í haust og systkinaafsláttur verður hækkaður, rétt eins og meirihlutinn lofaði í kosningabaráttunni.

Helga Jónsdóttir ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar

Helga Jónsdóttir, lögræðingur hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar til næstu fjögurra ára. Allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið.

Lifandi vegvísar

Lifandi vegvísa má sjá víðsvegar um borgina í sumar. Vegvísarnir eru unglingar úr Vinnuskólanum sem starfa við að leiðbeina ferðamönnum um Reykjavík.

Deloitte & Touche gerir stjórnsýsluúttekt á Strætó

Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte & Touche hefur verið ráðið til að gera stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. Stefnt er að því að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í september.

Heimsmeistarakeppnin í Mýrarfótbolta haldin í níunda sinn

Heimsmeistaramótið í Mýararfótbolta var haldið í níunda sinn í Hirinsalmi í Finnlandi um síðustu helgi. Lítið var þó um leðjuna að þessu sinni sökum rigningarleysis og því voru keppendur snyrtilegri nú en oft áður.

Fimm ára fangelsi fyrir mansal

Dómstóll í Finnlandi dæmdi í dag átta einstaklinga til fangelsisvistar í allt að fimm ár fyrir mansal.

Þriðjungur fallinna börn

Þriðjungur þeirra sem fallið hefur í átökum milli Ísraels og Líbanon eru börn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að deilunni yrði að ljúka strax til að koma í veg fyrir að fleiri saklausir borgarar láti lífið. Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon

Samfylkingin vill helmings lækkun á matarskatti

Samfylkingin styður hugmyndir um afnám vörugjalda og innflutningstolla á landbúnaðarafurðir í áföngum, í samræmi við tillögur sem kynntar eru í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar.

Umferðaróhapp á Akureyri

Umferðaróhapp var í Vestursíðu á Akureyri í hádeginu. Bifhjóli var ekið fram úr bíl sem beygði inná bílastæði með með afleiðingum að bifhjólið og ökumaður þess hafnaði inní garði. Ekki eru talin mikil meiðsl á ökumanni bifhjólsins, eitthvert tjón var á bifhjóli og bifreið.

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist að bryggju í Grundarfirði í morgun. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að með skipinu séu 350 farþegar og 170 manna áhöfn. Flestir farþeganna eru Þjóðverjar en farþegarnir munu fara í skoðunaferð um nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið leikur við mannskapinn líkt og hér í höfuðborginni en í Grundarfirði er ekki ský á himni og um 13 gráðu hiti.

Mikill áhugi fyrir skólaskipinu Sedov

Fjöldi manns var saman komin á Reykjavíkurhöfn í morgun til að skoða rússneska skólaskipið Sedov. Skólaskipið Sedov kom til hafnar í Reykjavík í gær og var opnað almenningi til skoðunar um klukkan hálf tíu í morgun.

Dýrverndunarsinnar mótmæla mávamorðum

Mávar halda vöku fyrir Reykvíkingum og stela kótilettum af grillum. Guðmundur Björnsson meindýraeyðir Reykjavíkurborgar segir mávadrápin ganga samkvæmt áætlun en Dýraverndunarsamband Íslands mótmælir drápunum.

Eimskip eignast ráðandi hlut í stóru skipafélagi

Eimskip hafa eignast ráðandi hlut í skipafélaginu Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltsríkjunum í einkaeigu með kaupum á 20% hlut í félaginu. Þessi hluti kemur til viðbótar 50% hlut sem Eimskip eignaðist fyrr á árinu.

Síversnandi ástand hjá hálfri milljón flóttamanna í Líbanon

Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon. Erfitt reynist að koma hjálpargögnum til þeirra þar sem sprengingar Ísraela hafa nær eyðilagt samgöngukerfið í Suður-Líbanon. Hálf milljón manna hefur flúið heimili sín vegna átakanna í Líbanon undanfarna daga. Margir þeirra hafast nú við í neyðarskýlum, við misgóðan aðbúnað.

Grímur Atlason ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík

Grímur Atlason þroskaþjálfi, sem betur er þekktur fyrir að hafa flutt inn þekkta tónlistarmenn síðustu misserin og efnt til tónleika, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann var einn af tíu umsækjendum um stöðuna. Það er nýr meirihluti Bæjarmálafélags Bolungarvíkur og Afls til áhrifa, sem stendur að ráðningunni.

Meirihluti netsíðna með myndum af ofbeldi hýstar í BNA

Rúmur helmingur allra netsíðna sem innihalda ólöglegar myndir af ofbeldi gegn börnum eru hýstar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðanetsvöktunarstofnunarinnar. Einnig kemur fram í skýrslu stofnunarinnar að netsíður með ólöglegu myndefni eru stundum opnar í allt að fimm ár frá því tilkynnt er um þær til yfirvalda.

Kaupum frestað á Orkla media

Breska fjárfestingarfélagið Mecom, sem ætlar að kaupa Orkla Media, sem Dagsbrún hafði áhuga á, fyrr á árinu, virðist ekki geta reitt kaupverðið fram og hefur undirskrift samninga verið frestað dag frá degi frá því um síðustu helgi.

Grunaður um að hafa reynt að selja fíkniefni

Lögreglan á Akureyri handtók í nótt mann, sem lá nær meðvitundarlaus af öl- og fíkniefnavímu fyrir utan veitinghús í bænum. Fíkniefni fundust á honum og kom í ljós að hann hafði fyrr um kvöldið verið að reyna að selja þau. Maðurinn verður yfirheyrður þegar af honum verður runnið í dag

Aðstæður til einkaframkvæmdar í samgöngum kannaðar

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að leggja fram tillögur um við hvaða aðstæður einkaframkvæmd í samgöngum getur talist vænlegur kostur. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að nefndinni sé falið að skila inn tillögum 1. september næstkomandi svo hægt sé að hafa álit hennar til hliðsjónar við afgreiðslu samgönguáætlunar 2007 til 2018.

Aðeins tímabundin ráðstöfun

Aðkoma einkaaðila að öryggisleit á Keflavíkurflugvelli er tímabundin ráðstöfun sem verður endurskoðuð á haustmánuðum að sögn Björns Inga Knútssonar, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Álíta margir þetta fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu öryggisgæslu á vellinum.

Íbúðarlán halda áfram að dragast saman

Íbúðalán viðskiptabankanna hafa dregist saman um 75% síðustu tuttugu mánuðina. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins námu þau röskum 34 milljörðum króna þegar mest var í október árið 2004, en sú tala var fallinn niður í 7,5 milljarð í maí síðastliðnum. Fasteignaverð snar hækkaði þegar bankarnir hófi innreið sína á húsnæðislánamarkaðinn, en nú spá greiningadeildir bankanna allt að tíu prósetna raunlækkun á húsnæði.

Hitabylgja verður mönnum að aldurtila

Hitamet falla nú víða um Evrópu og hefur hitinn orðið nokkrum Evrópubúum að aldurtila. Segja heilbrigðisyfirvöld víða um Evrópu að hitabylgjan nú sé farin að minna á alræmda hitabylgju sumarið 2003 þegar í það minnsta 20 þúsund manns létust í Evrópu af völdum hitaslags og ofþornunar.

Sjá næstu 50 fréttir