Fleiri fréttir Eldur kviknaði við olíutankana á Akranesi Slökkvilið Akranes var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna elds sem logaði við birgðastöð Olís á Akranesi. Allt bendir til að eldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum og að einhver hafi farið inn á lokað svæði en eldurinn logaði í plastgámi sem innihélt tjöruhreinsi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikið mildi þykir að eldurinn náði ekki að breiðast út. Lögreglan á Akranesi fer með rannsókn málsins. 15.6.2006 22:49 Uppselt á Hróarskeldu Uppselt er á tónlistarhátíðina vinsælu í Hróarskeldu í Danmörku, sem haldin verður dagana 29.júní til 2.júlí. 75 þúsund miðar voru seldir á hátíðina og þar af rúmlega þúsund á Íslandi og er það sölumet fyrir miða á Íslandi. Þá eru ótaldir miðar Íslendinga sem keyptir eru í útlöndum eða í gegnum netið. Það er því ljóst að það verður talsverður fjöldi Íslendinga á svæðinu. 15.6.2006 22:45 Verslað með húsbyggingafyrirtæki í Akrahverfi Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Það er nýstofnað fyrirtæki, Laugarnes hf, sem keypti Laugarakur og með því byggingarverkefnið, sem fullklárað verður ríflega 45 þúsund fermetrar af húsnæði. 15.6.2006 22:24 Erfitt en ánægjulegt að hjóla í kringum landið Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 15.6.2006 22:00 Skvísa keyrir búkollu 21 árs kona fékk nóg af lágum hárgreiðslunemalaunum, tók meirapróf og keyrir nú vörubíl af stærstu gerð, svokallaða búkollu. Á níu dögum fékk hún rúmlega mánaðarlaun hárgreiðslunemans og sér ekki eftir skiptunum. 15.6.2006 19:00 Búa í tjaldi Pólverji sem vinnur á hóteli í Reykjavík hefur þurft að hírast í tjaldi í tvær vikur og sér ekki fyrir endann á því. Nokkrir aðrir Pólverjar sem komu hingað í leit að vinnu eftir fyrsta maí eru nágrannar hans á tjaldstæðinu í Laugardal. 15.6.2006 18:45 Vísitala íbúðaverðs lækkaði í maí Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði, um 0,2 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. 15.6.2006 17:59 Skildi kött eftir fæðulausan í einn mánuð Karlmaður var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um dýravernd í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn skildi kött eftir einan í íbúð sinni og án fæðu í einn mánuð árið 2005. Refsing hans þykir hæfileg 40.000 króna sekt sem greiða skal í ríkissjóð en verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, skal maðurinn sæta fjögurra daga fangelsi. 15.6.2006 17:57 Vonar að sátt verði um næsta formann Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fráfrandi formaður Framsóknarflokksins, segir það ekki í sínum verkahring að hafa áhrif á val á næsta formanni flokksins. Hann segist vona að sátt og friður verði um næsta formann innan flokksins. 15.6.2006 16:15 Halldór ekki á leið í Seðlabankann Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það. 15.6.2006 15:27 Íranar ekki samvinnuþýðir Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni. 15.6.2006 13:30 Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið. 15.6.2006 13:15 61 féll í sprengingu á Sri Lanka Að minnsta kosti 61 féll þegar sprenging varð um leið og strætisvagni var ekið yfir jarðsprengju á norðurhluta Sri Lanka í morgun. 45 særðust. Ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í einu síðan vopnahlé tók gildi árið 2002. 15.6.2006 13:00 Engir reikningar þegar heim er komið Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið. 15.6.2006 12:52 Þokast í samkomulagsátt Ýmsir þættir þokast í samkomulagsátt hjá aðilum vinnumarkaðarins og talsmenn þar telja að samkomulag geti legið fyrir eftir viku, ef stjónrvöld koma með raunhæft innlegg til samkomulags. 15.6.2006 12:45 Concerns About Freepaper 15.6.2006 12:38 PM Change Today 15.6.2006 12:32 Sjálfstæðismenn í forsætisráðuneytinu í 39 ár af 52 Sjálfstæðismenn hafa setið í forsætisráðherrastóli í tæp 39 ár í fimmtíu og tveggja ára sögu lýðveldisins og Framsóknarmenn í um 18 ár. Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra er það 24. frá stofnun lýðveldisins og er hann 15. maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra frá árinu 1944. 15.6.2006 12:15 Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs. 15.6.2006 11:45 41 sprenging í Tælandi Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta. 15.6.2006 11:30 Back Home 15.6.2006 11:29 Taylor verður fangelsaður í Bretlandi Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. 15.6.2006 11:15 Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran. 15.6.2006 11:00 Skotárás í Karachi Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. 15.6.2006 10:45 Heimsmeistarakeppni vélmenna Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind. 15.6.2006 10:30 Áhyggjur af fríblaði Dagsbrúnar Danskir stjórnmálamenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af fríblaðinu sem Dagsbrún er að byrja að gefa út í Danmörku. Margir danskir þingmenn eru sagðir tilbúnir til að endurskoða stuðning sinn við hin hefðbundnu dagblöð. 15.6.2006 10:15 Hugmyndin andvana fædd Framkvæmdarstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða segir það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að byggja og reka húsnæði fyrir eldri borgara. Hann segir hugmyndina vera andvana fædda. 15.6.2006 10:00 Framlegð í sjávarútvegi aukist Framlegð í sjávarútvegi hefur aukist áberandi meira en í öðrum greinum síðastliðna sex mánuði og horfur til næstu sex mánaða eru einnig bestar í sjávarútvegi, samkvæmt ársfjórðungslegri könnun, sem Gallup gerir í samvinnu við Samtök atvinnulífsins. 15.6.2006 09:45 Forsætisráðherraskipti í dag Í dag lætur Halldór Ásgrímsson af störfum sem forsætisráðherra og ríkisstjórn Geirs H. Haarde tekur við. Ríkisráðsfundur hófst kl. 12 á hádegi og eftir það verður gengið til hádegisverðar í boði forseta Íslands. Þá sest ný ríkisstjórn á ríkisráðsfund þar sem Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu. 15.6.2006 09:30 Sprenging í Istanbúl Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna. Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. 15.6.2006 09:15 Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. 15.6.2006 08:56 Síamstvíburar aðskildir Tæplega sólarhringslangri aðgerð sem gerð var til að aðskilja síamstvíbura lauk í nótt. Aðgerðin þykir hafa heppnast vel en hún var gerð á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. 15.6.2006 08:15 Kjaraviðræður í hnút blasa við nýrri ríkisstjórn Kjaraviðræður í hnút blasa við nýrri ríkisstjórn, sem formlega tekur til starfa eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í hádeginu. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á sérstakt skattþrep fyrir hina lægst launuðu, en því hefur ríkisstjórnin hafnað. Það kom svo verkalýðshreyfingunni í opna skjöldu í gær þegar Samtök atvinnulífsins sögðust ekki styðja lægra skattþrep, þannig að endurskoðun kjarasamninga er komin í hnút að mati þeirra sem að henni standa. 15.6.2006 08:15 Næsta lágvöruverslun við Höfn í yfir 300 km fjarlægð Konu, sem var á ferð á Höfn í Hornafirði, blöskraði hátt verðlag á staðnum og hafði samband við Neytendasamtökin vegna málsins. Á Höfn hefur einu lágvöruverslun staðarins, Krónunni, verið lokað og nú er einungis matvöruverslun 11-11 á staðnum. 15.6.2006 08:00 Forystuháskóli á alþjóðavísu í mótun Menntamálaráðherra opnaði í gær nýja stofnun um sjálfbæra þróun og þverfaglegar rannsóknir við Háskóla Íslands. Stofnuninni er ætlað að leika stórt hlutverk í að leysa mörg af alvarlegustu vandamálum alþjóðasamfélagsins. 15.6.2006 08:00 Fíkniefni fundust við leit í bílum á Akureyri Lögreglan á Akureyri fann fíkniefni við leit í tveimur bílum sem stöðvaðir voru við eftirlit í nótt. Í hvorugu tilvikinu var þó um verulegt magn að ræða, en ökumenn beggja bílanna voru handteknir en sleppt að loknum yfirheyrslum. 15.6.2006 08:00 Vonast eftir afsökunarbeiðni Dómsmál Ríkissaksóknara, Boga Nilssyni, þykir ekki vera grundvöllur til að rannsaka það frekar hvort Jón Gerald Sullenberger hafi borið ljúgvitni gegn Jóhannesi Jónssyni í Baugsmálinu og hefur rannsókninni nú verið hætt. Þetta kemur fram í bréfi sem Bogi sendi Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar, 8. júní. Jóhannes lagði fram kæru á hendur Jóni Gerald vegna þessa hinn 6. apríl. 15.6.2006 07:45 Úthýsa verkum Hornsleths Aðstandendur Q bar í Ingólfsstræti hafa brugðist við áskorunum um að taka niður listaverk danska myndlistamannsins Hornsleths, sem hafa hangið þar uppi í nokkra daga. Kvartanir bárust frá stúlkum sem hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppnum og aðstandendum þeirra, en stúlkurnar eru sýndar í málverkunum ásamt grófum texta. 15.6.2006 07:45 Krían ekki orpin Krían er ekki enn farin að verpa, en væri orpin fyrir hálfum mánuði í venjulegu árferði. Svipaða sögu er að segja af sílamávi og ritu. Fuglaáhugamenn telja þetta stafa af skorti á sandsíli í sjónum, sem er aðalfæða þessara fuglategunda. Mikill ungadauði var hjá kríunni í fyrrasumar vegna fæðuskorts en nú gæti farið svo að hún verpti alls ekki, en um 300 þúsund kríupör komu hingað til lands í vor til að verpa. 15.6.2006 07:45 Samningar Icelandair og sænska ríkisins Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið. Unnið hafi verið að honum í töluverðan tíma en hann verður undirritaður í Stokkhólmi á morgun. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um verðmæti samningsins en að sögn Sigmundar ræðst það fyrst og fremst af því hve mikið starfsmenn sænska ríkisins muni fljúga á áðurnefndum flugleiðum. Samningurinn er til eins árs en að sögn Sigmundar er það venja hjá sænska ríkinu hvað varðar flugsamninga að gera ekki lengri samninga en það. 15.6.2006 07:45 Rýrnað um 480 milljarða Áframhaldandi lækkun varð á innlendum hlutabréfum í gær, þriðja daginn í röð, og endaði Úrvalsvísitalan í næstlægsta gildi á árinu, 5.356 stigum. Hefur hún lækkað um 3,23 prósent frá áramótum. 15.6.2006 07:30 Albert Jónsson til Washington Albert Jónsson verður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. nóvember. Um þá ráðstöfun og breytingar á högum tólf annarra sendiherra var tilkynnt í gær. Var það eitt af síðustu embættisverkum Geirs Haarde sem utanríkisráðherra. 15.6.2006 07:30 Í höndum beggja foreldra Undanfarin fjögur ár hefur verið algengast að forsjá barna eftir skilnað sé í höndum beggja foreldra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. 15.6.2006 07:30 Allt að 69% verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum Verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum með sömu verkun var allt að 69 prósent í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Könnunin var gerð í samráði við Landlæknisembættið. Verðið var oftast lægst í Garðsapóteki en oftast hæst í Skipholtsapóteki og Lyfjum og heilsu í Hamraborg. Fólk sem fer með lyfseðla frá læknum í apótek getur spurt hvort samheitalyf með sömu verkun sé í boði og á þá rétt á að fá það í stað frumlyfsins þótt læknirinn hafi vísað á frumlyf. 15.6.2006 07:30 Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns. 15.6.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur kviknaði við olíutankana á Akranesi Slökkvilið Akranes var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna elds sem logaði við birgðastöð Olís á Akranesi. Allt bendir til að eldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum og að einhver hafi farið inn á lokað svæði en eldurinn logaði í plastgámi sem innihélt tjöruhreinsi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikið mildi þykir að eldurinn náði ekki að breiðast út. Lögreglan á Akranesi fer með rannsókn málsins. 15.6.2006 22:49
Uppselt á Hróarskeldu Uppselt er á tónlistarhátíðina vinsælu í Hróarskeldu í Danmörku, sem haldin verður dagana 29.júní til 2.júlí. 75 þúsund miðar voru seldir á hátíðina og þar af rúmlega þúsund á Íslandi og er það sölumet fyrir miða á Íslandi. Þá eru ótaldir miðar Íslendinga sem keyptir eru í útlöndum eða í gegnum netið. Það er því ljóst að það verður talsverður fjöldi Íslendinga á svæðinu. 15.6.2006 22:45
Verslað með húsbyggingafyrirtæki í Akrahverfi Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Það er nýstofnað fyrirtæki, Laugarnes hf, sem keypti Laugarakur og með því byggingarverkefnið, sem fullklárað verður ríflega 45 þúsund fermetrar af húsnæði. 15.6.2006 22:24
Erfitt en ánægjulegt að hjóla í kringum landið Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hjóla í íslenskri veðráttu. Því hafa hjólagarparnir Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir fengið að kynnast en þau hjóla nú hringinn í kringum Ísland. 15.6.2006 22:00
Skvísa keyrir búkollu 21 árs kona fékk nóg af lágum hárgreiðslunemalaunum, tók meirapróf og keyrir nú vörubíl af stærstu gerð, svokallaða búkollu. Á níu dögum fékk hún rúmlega mánaðarlaun hárgreiðslunemans og sér ekki eftir skiptunum. 15.6.2006 19:00
Búa í tjaldi Pólverji sem vinnur á hóteli í Reykjavík hefur þurft að hírast í tjaldi í tvær vikur og sér ekki fyrir endann á því. Nokkrir aðrir Pólverjar sem komu hingað í leit að vinnu eftir fyrsta maí eru nágrannar hans á tjaldstæðinu í Laugardal. 15.6.2006 18:45
Vísitala íbúðaverðs lækkaði í maí Vísitala íbúðaverðs lækkaði örlítið í maímánuði, um 0,2 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Verð á fjölbýli lækkaði meira á milli mánaða en verð á sérbýli. Þetta er fyrsta lækkun fasteignavísitölu síðan í desember síðastliðnum en vísitalan hækkaði talsvert á fyrstu mánuðum ársins. 15.6.2006 17:59
Skildi kött eftir fæðulausan í einn mánuð Karlmaður var í dag dæmdur fyrir brot gegn lögum um dýravernd í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn skildi kött eftir einan í íbúð sinni og án fæðu í einn mánuð árið 2005. Refsing hans þykir hæfileg 40.000 króna sekt sem greiða skal í ríkissjóð en verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, skal maðurinn sæta fjögurra daga fangelsi. 15.6.2006 17:57
Vonar að sátt verði um næsta formann Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fráfrandi formaður Framsóknarflokksins, segir það ekki í sínum verkahring að hafa áhrif á val á næsta formanni flokksins. Hann segist vona að sátt og friður verði um næsta formann innan flokksins. 15.6.2006 16:15
Halldór ekki á leið í Seðlabankann Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það. 15.6.2006 15:27
Íranar ekki samvinnuþýðir Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni. 15.6.2006 13:30
Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið. 15.6.2006 13:15
61 féll í sprengingu á Sri Lanka Að minnsta kosti 61 féll þegar sprenging varð um leið og strætisvagni var ekið yfir jarðsprengju á norðurhluta Sri Lanka í morgun. 45 særðust. Ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í einu síðan vopnahlé tók gildi árið 2002. 15.6.2006 13:00
Engir reikningar þegar heim er komið Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið. 15.6.2006 12:52
Þokast í samkomulagsátt Ýmsir þættir þokast í samkomulagsátt hjá aðilum vinnumarkaðarins og talsmenn þar telja að samkomulag geti legið fyrir eftir viku, ef stjónrvöld koma með raunhæft innlegg til samkomulags. 15.6.2006 12:45
Sjálfstæðismenn í forsætisráðuneytinu í 39 ár af 52 Sjálfstæðismenn hafa setið í forsætisráðherrastóli í tæp 39 ár í fimmtíu og tveggja ára sögu lýðveldisins og Framsóknarmenn í um 18 ár. Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra er það 24. frá stofnun lýðveldisins og er hann 15. maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra frá árinu 1944. 15.6.2006 12:15
Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs. 15.6.2006 11:45
41 sprenging í Tælandi Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta. 15.6.2006 11:30
Taylor verður fangelsaður í Bretlandi Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. 15.6.2006 11:15
Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran. 15.6.2006 11:00
Skotárás í Karachi Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. 15.6.2006 10:45
Heimsmeistarakeppni vélmenna Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind. 15.6.2006 10:30
Áhyggjur af fríblaði Dagsbrúnar Danskir stjórnmálamenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af fríblaðinu sem Dagsbrún er að byrja að gefa út í Danmörku. Margir danskir þingmenn eru sagðir tilbúnir til að endurskoða stuðning sinn við hin hefðbundnu dagblöð. 15.6.2006 10:15
Hugmyndin andvana fædd Framkvæmdarstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða segir það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að byggja og reka húsnæði fyrir eldri borgara. Hann segir hugmyndina vera andvana fædda. 15.6.2006 10:00
Framlegð í sjávarútvegi aukist Framlegð í sjávarútvegi hefur aukist áberandi meira en í öðrum greinum síðastliðna sex mánuði og horfur til næstu sex mánaða eru einnig bestar í sjávarútvegi, samkvæmt ársfjórðungslegri könnun, sem Gallup gerir í samvinnu við Samtök atvinnulífsins. 15.6.2006 09:45
Forsætisráðherraskipti í dag Í dag lætur Halldór Ásgrímsson af störfum sem forsætisráðherra og ríkisstjórn Geirs H. Haarde tekur við. Ríkisráðsfundur hófst kl. 12 á hádegi og eftir það verður gengið til hádegisverðar í boði forseta Íslands. Þá sest ný ríkisstjórn á ríkisráðsfund þar sem Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu. 15.6.2006 09:30
Sprenging í Istanbúl Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna. Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. 15.6.2006 09:15
Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. 15.6.2006 08:56
Síamstvíburar aðskildir Tæplega sólarhringslangri aðgerð sem gerð var til að aðskilja síamstvíbura lauk í nótt. Aðgerðin þykir hafa heppnast vel en hún var gerð á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. 15.6.2006 08:15
Kjaraviðræður í hnút blasa við nýrri ríkisstjórn Kjaraviðræður í hnút blasa við nýrri ríkisstjórn, sem formlega tekur til starfa eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í hádeginu. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á sérstakt skattþrep fyrir hina lægst launuðu, en því hefur ríkisstjórnin hafnað. Það kom svo verkalýðshreyfingunni í opna skjöldu í gær þegar Samtök atvinnulífsins sögðust ekki styðja lægra skattþrep, þannig að endurskoðun kjarasamninga er komin í hnút að mati þeirra sem að henni standa. 15.6.2006 08:15
Næsta lágvöruverslun við Höfn í yfir 300 km fjarlægð Konu, sem var á ferð á Höfn í Hornafirði, blöskraði hátt verðlag á staðnum og hafði samband við Neytendasamtökin vegna málsins. Á Höfn hefur einu lágvöruverslun staðarins, Krónunni, verið lokað og nú er einungis matvöruverslun 11-11 á staðnum. 15.6.2006 08:00
Forystuháskóli á alþjóðavísu í mótun Menntamálaráðherra opnaði í gær nýja stofnun um sjálfbæra þróun og þverfaglegar rannsóknir við Háskóla Íslands. Stofnuninni er ætlað að leika stórt hlutverk í að leysa mörg af alvarlegustu vandamálum alþjóðasamfélagsins. 15.6.2006 08:00
Fíkniefni fundust við leit í bílum á Akureyri Lögreglan á Akureyri fann fíkniefni við leit í tveimur bílum sem stöðvaðir voru við eftirlit í nótt. Í hvorugu tilvikinu var þó um verulegt magn að ræða, en ökumenn beggja bílanna voru handteknir en sleppt að loknum yfirheyrslum. 15.6.2006 08:00
Vonast eftir afsökunarbeiðni Dómsmál Ríkissaksóknara, Boga Nilssyni, þykir ekki vera grundvöllur til að rannsaka það frekar hvort Jón Gerald Sullenberger hafi borið ljúgvitni gegn Jóhannesi Jónssyni í Baugsmálinu og hefur rannsókninni nú verið hætt. Þetta kemur fram í bréfi sem Bogi sendi Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Jóhannesar, 8. júní. Jóhannes lagði fram kæru á hendur Jóni Gerald vegna þessa hinn 6. apríl. 15.6.2006 07:45
Úthýsa verkum Hornsleths Aðstandendur Q bar í Ingólfsstræti hafa brugðist við áskorunum um að taka niður listaverk danska myndlistamannsins Hornsleths, sem hafa hangið þar uppi í nokkra daga. Kvartanir bárust frá stúlkum sem hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppnum og aðstandendum þeirra, en stúlkurnar eru sýndar í málverkunum ásamt grófum texta. 15.6.2006 07:45
Krían ekki orpin Krían er ekki enn farin að verpa, en væri orpin fyrir hálfum mánuði í venjulegu árferði. Svipaða sögu er að segja af sílamávi og ritu. Fuglaáhugamenn telja þetta stafa af skorti á sandsíli í sjónum, sem er aðalfæða þessara fuglategunda. Mikill ungadauði var hjá kríunni í fyrrasumar vegna fæðuskorts en nú gæti farið svo að hún verpti alls ekki, en um 300 þúsund kríupör komu hingað til lands í vor til að verpa. 15.6.2006 07:45
Samningar Icelandair og sænska ríkisins Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið. Unnið hafi verið að honum í töluverðan tíma en hann verður undirritaður í Stokkhólmi á morgun. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um verðmæti samningsins en að sögn Sigmundar ræðst það fyrst og fremst af því hve mikið starfsmenn sænska ríkisins muni fljúga á áðurnefndum flugleiðum. Samningurinn er til eins árs en að sögn Sigmundar er það venja hjá sænska ríkinu hvað varðar flugsamninga að gera ekki lengri samninga en það. 15.6.2006 07:45
Rýrnað um 480 milljarða Áframhaldandi lækkun varð á innlendum hlutabréfum í gær, þriðja daginn í röð, og endaði Úrvalsvísitalan í næstlægsta gildi á árinu, 5.356 stigum. Hefur hún lækkað um 3,23 prósent frá áramótum. 15.6.2006 07:30
Albert Jónsson til Washington Albert Jónsson verður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. nóvember. Um þá ráðstöfun og breytingar á högum tólf annarra sendiherra var tilkynnt í gær. Var það eitt af síðustu embættisverkum Geirs Haarde sem utanríkisráðherra. 15.6.2006 07:30
Í höndum beggja foreldra Undanfarin fjögur ár hefur verið algengast að forsjá barna eftir skilnað sé í höndum beggja foreldra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. 15.6.2006 07:30
Allt að 69% verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum Verðmunur á frumlyfjum og samheitalyfjum með sömu verkun var allt að 69 prósent í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Könnunin var gerð í samráði við Landlæknisembættið. Verðið var oftast lægst í Garðsapóteki en oftast hæst í Skipholtsapóteki og Lyfjum og heilsu í Hamraborg. Fólk sem fer með lyfseðla frá læknum í apótek getur spurt hvort samheitalyf með sömu verkun sé í boði og á þá rétt á að fá það í stað frumlyfsins þótt læknirinn hafi vísað á frumlyf. 15.6.2006 07:30
Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns. 15.6.2006 07:30