Fleiri fréttir

Tíu sveitarfélög undir eftirliti

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent tíu sveitarfélögum boð um samning um fjárstyrk vegna fjárhagsvanda. Byggist þetta á reglum sem samþykktar voru í tengslum við sérstakt 200 milljóna króna framlag ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Tók áminningu til baka

Ólína Þorvarðardóttir, skólastjóri Menntaskólans á Ísafirði, segir dómssátt hafa náðst í máli sem komið var fyrir Héraðsdóm Vestfjarða, en enskukennari við skólann höfðaði mál gegn Menntaskólanum á Ísafirði. Enskukennarinn ítrekaði afsökunarbeiðni og í framhaldinu felldi Ólína áminningu úr gildi sem hún hafði veitt kennaranum vegna yfirferðar á prófum.

Fækkað um helming hjá varnarliðinu

Hermönnum á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um ríflega helming frá 1990. Þá voru tæplega 3300 hermenn staðsettir hérlendis en þeir voru um 1450 í byrjun þessa árs. Íslenskum starfsmönnum varnarliðsins fækkaði um 38 af hundraði á sama tíma, úr 1086 í 674.

Lengstu neðansjávargöng í heimi

Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kílómetra löng. Kostnaður er áætlaður um 60 milljarðar íslenskra króna.

Ekki sammála um niðurstöðu

Fulltrúar ítalskra og bandarískra yfirvalda, sem rannsökuðu lát ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Caliparis sem skotinn var í Írak í byrjun síðasta mánaðar, komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu beggja aðila sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í dag.

Súrrealískt ástand

Gríðarleg bjartsýni ríkir í Fjarðabyggð nú þegar framkvæmdirnar eru þar í fullum gangi en ástandið er auðvitað ekki "eðlilegt". Stríður straumur er af þungavinnuflutningum um bæinn á hverjum degi. Fasteignaviðskipti hafa aldrei við blómlegri og samkeppni er í matvöruverslun.

Kanna skaðabótamál í Símamáli

Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar.

Fóru yfir skiptingu vegafjár

Áhugi þingmanna höfuðborgarsvæðisins á vegamálum virðist hafa vaknað. Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeirra á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, svo og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mættu allir á skrifstofu vegamálastjóra í dag til að fara yfir skiptingu vegafjár á höfuðborgarsvæðinu.

Konurnar í ríkisstjórninni

Þótt ekki hafi tekist að öllu leyti vel til við skipan nýrrar ríkisstjórnar í Írak þá er sú staðreynd að sjöttungur embættanna er skipaður konum fagnaðarefni.

Enn getur brugðið til beggja vona

Skipan ríkisstjórnar í Írak er mikilvægt skref í átt til friðar í þessu stríðshrjáða landi. Bágborin staða súnnía innan hennar getur hins vegar orðið til þess að ástandið í landinu versni enn frekar.

Haturshermaður dæmdur

Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins.

Fjölmenni mótmælti ofbeldi

Um eitt þúsund manns komu saman á Akureyri í dag til að mótmæla auknu ofbeldi. Ofbeldi var sýnt rauða spjaldið og segir einn skipuleggjenda að atburðir eins og orðið hafa í bænum að undanförnu, verði ekki liðnir. Bæjarstjórinn fagnar þessu átaki og segir fólk komið með upp í kok af ofbeldi.

Harmar aðild að hrottalegri árás

Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki.

Þjófur fúlsar við græjum

Brotist var inn í og kveikt í bifreið í Höfðahverfi í Reykjavík aðfaranótt föstudags. Þjófurinn reif úr græjurnar og fúlsaði svo við þeim.

Axlarbrot á Hellu

Talið er að maður um tvítugt hafi axlarbrotnað þegar hann féll við á stóru og þungu bifhjóli innanbæjar á Hellu um klukkan níu í gærmorgun. Lögreglan á Hvolsvelli sagði að maðurinn hefði verið fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Blásið á athugasemdir dómara

Umfjöllun fjölmiðla kann að hafa þrýst á um að máli var áfrýjað. Hæstiréttur taldi mann ekki eiga sér málsbætur fyrir að berja eiginkonu sína. Héraðsdómur tók áður fram að hún hefði reitt hann til reiði.

Grásleppuveiðarnar ólöglegar

Hæstiréttur staðfesti í vikunni fyrri dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá því í september sl. yfir manni á Ströndum fyrir ólöglegar grásleppuveiðar. Sá vildi meina að hann hefði heimild til veiða í netlögum jarðarinnar og leyfi landeigenda fyrir veiðunum.

Vill sérstök heimilisofbeldislög

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður telur nýfallinn dóm Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um að misþyrma eiginkonu sinni sýna að hér vanti sérstaka löggjöf um heimilisofbeldi. Árásin var felld undir minniháttar líkamsárás og dæmt eftir því.

Norðmönnum hótað málshöfðun

Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu.

Mælir með áfrýjun tóbaksdóms

Lögmaður tóbaksframleiðandans JT International og Sölva Óskarssonar í tóbaksversluninni Björk mælir með áfrýjun á nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu tóbaksvara og umfjöllun um tóbak.

Telur ÁTVR brjóta áfengislög

Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður telur að séu niðurstöður nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu og umfjöllun um tóbaks heimfærðar upp á áfengislöggjöfina megi draga þá ályktun að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brjóti þá löggjöf.

"Páfabíll" á eBay

Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi.

Vill að ákvörðun verði endurskoðuð

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir utanríkisráðherra, og hvetur til þess að hrundið verði þeirri ákvörðun að synja þeim sem særðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl um bætur frá Tryggingastofnun.

Engin sátt um Íraksrannsókn

Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið.

Pútín heitir Palestínumönnum hjálp

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar.

Egg verður að vera boðið

Það er ekki hægt að biðja einhvern um egg til frjóvgunar, það verður að vera boðið, segir Anna Þorvaldsdóttir, sem þarf á eggi frá annarri konu að halda til að geta eignast barn. Fjöldi eggjagjafa hefur aukist lítillega síðan tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hóf að bjóða gjöfunum greiðslu, en biðlistarnir eru enn langir.

Utangarðsmenn gegn leiðindunum

Mörgum hefur þótt skorta á spennu í kosningabaráttuna í Bretlandi enda bendir flest til að Tony Blair fái endurnýjað umboð til að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upplyftingar sem þykir svo spennulaus barátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og "gólandi lávarðurinn" Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany.

Ný samkeppnislög fyrir þinghlé

Ný samkeppnislög verða keyrð í gegn og lögfest fyrir sumarfrí Alþingis. Þetta varð ljóst í dag þegar stjórnarmeirihlutinn afgreiddi frumvarpið úr þingnefnd.

Friðargæslumenn aldrei í fríi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra telur að íslensku friðargæsluliðarnir, sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrra, eigi rétt á bótum. <font face="Helv"></font>

Hótel Borg verður Keahótel

Hótel Borg er orðið sjötta hótelið í keðju Keahótela ehf. sem hefur undirritað leigusamning við Hótel Borg ehf. um rekstur hótelsins til fimmtán ára.

Kona lést í bílveltu

Rúmlega fimmtug kona lést þegar bíll sem hún ók fór út af og valt nokkrum sinnum á Upphéraðsvegi um einn kílómetra frá Egilsstöðum á leiðinni inn í Hallormsstað á tíunda tímanum á þriðjudagskvöldið. Bremsuför á vettvangi benda til þess að konan hafi misst stjórn á bílnum en að öðru leyti eru tildrög slyssins ókunn. Konan var ein í bílnum.

Ekkert lát á árásum

Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun.

Verkamannaflokkurinn með forystu

Verkamannaflokkurinn mælist með sjö til tíu prósentum meira fylgi en Íhaldsflokkurinn samkvæmt tveimur nýjum könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem segjast vissir um hvern þeir ætla að kjósa er munurinn hins vegar aðeins tvö prósent.

Sauðfé fjölgar í Garðabæ

Sauðfé hefur fækkað í Kópavogi og Hafnarfirði, en því hefur heldur fjölgað í Garðabæ og á Álftanesi, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðiseftirliti svæðisins. Ekki er þó hægt að segja að stórbúunum sé fyrir að fara á þessu svæði.

Siglingaverndarreglur of strangar

Samtök atvinnulífsins telja að reglur um svonefnda siglingavernd, sem innleiddar voru hér á landi í kjölfar hryðjuverkaárasanna í Bandaríkjunum árið 2001, séu mun strangari hér á landi en víðast annars staðar og sömuleiðis kostnaður við að framfylgja þeim.

Ný ríkisstjórn samþykkt

Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða.

De Gaulle notaður í ESB-rimmunni

Charles de Gaulle, fyrrverandi forseti Frakklands, er nú notaður beggja vegna borðsins í baráttunni um kjör Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins. De Gaulle, sem er mjög vinsæll meðal almennings, átti enga heitari ósk í lifanda lífi en stóra sameinaða Evrópu, segja þeir sem vilja að Frakkar samþykki stjórnarskrána.

Enn finnast lík í brakinu

Enn finnast lík undir braki lestar sem fór út af sporinu nærri Osaka í Japan á mánudaginn og nú er ljóst að meira en hundrað manns létust í slysinu. Eitt líkið sem fannst var af einkennisklæddum manni og telur lögregla líklegt að það sé af lestarstjóranum sem ákaft hefur verið leitað.

Vanþekking á Netinu afdrifarík

Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu.

Má kjósa í formannskjörinu

Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar.

Blair laug og laug

Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins <em>Daily Mail</em> í dag. <em>Guardian</em> segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla.

Friðargæsluliðarnir fá ekki bætur

Íslensku friðargæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kjúklingstræti í Kabúl í Afganistan í fyrra, fá ekki bætur frá Tryggingastofnun. Ástæðan er sú að þeir voru ekki í vinnunni þegar ráðist var á þá. Einn friðargæsluliðanna segist hafa talið sig vera í vinnunni alla dvölina.

Viðskipti ferðamanna minnka um 10%

Viðskipti erlendra ferðamanna á svonefndum Tax Free kjörum, þar sem virðisaukaskattur fæst endurgeiddur, minnkuðu um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um tuttugu prósent á sama tímabili.

Önnur alvarleg líkamsárás

Lögreglan á Akureyri hefur lokið rannsókn á líkamsárás þar sem sautján ára piltur var lokkaður upp í bíl og lokaður í farangursgeymslu þar sem ráðist var á hann með ofbeldi. Árásarmennirnir óku með piltinn út út Akureyrarbæ og hann sleginn þar sem hann lá í myrkri farangursgeymslunni, auk þess sem honum var ógnað með kúbeini.

Eldur í Framheimilinu

Unnið er að slökkvistarfi í Framheimilinu í Safamýri en nú fyrir skömmu logaði eldur í útvegg og í hluta af þaki hússins. Mikill viðbúnaður er á staðnum en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna þessa.

Sjá næstu 50 fréttir