Fleiri fréttir

Dómur í stórum málum

Nú klukkan fjögur mun Hæstiréttur kveða upp dóma í tveimur af helstu málum undanfarinna missera hér á landi: annars vegar Landssímamálinu svokallaða og hins vegar Líkfundarmálinu.

Hæstiréttur mildaði dómana

Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar.

Dómur í líkfundarmáli óbreyttur

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári.

Söluþóknun fasteignasala breytileg

Söluþóknun sú er fasteignasalar taka við sölu eigna er mjög breytileg samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin og Húseigendafélagið stóðu fyrir. Þóknunin er miðuð við söluverð íbúðar og er lægst 0.75 prósent en hæst 2.9 prósent og getur því munað tugum eða hundruðum þúsunda eftir því hvar eignin er seld.

Óttast að sé verið að tefja málið

"Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjarnefnd og síðar uppi í ráðuneyti," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri.

Misræmi í vörugjöldum bifreiða

Landvernd segir misræmi gilda í álagningu vörugjalda á bifreiðir þar sem álagning á pallbíla sé margfalt lægri en á aðra bíla sem standa fólki til boða til einkanota.

Fjarri stefnu stofnunarinnar

Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir það af og frá að starfsfólk hjá stofnuninni sé að ráðleggja öryrkjum að skilja til að fá hærri bætur.

Vill afnema tekjutengingu öryrkja

Félagsmálastjórinn í Reykjavík vill afnema tekjutengingu öryrkja, annarra en þeirra sem hafa umtalsverðar tekjur. Lára Björnsdóttir segir að samfélagsleg skylda eigi að hvíla á fyrirtækjum um að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu. </font /></b />

Fengu milljónir úr sjóðum

Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þróunarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum auk þess sem fjöldi kröfuhafa vill hafa hendur í hári þeirra.

Ópið ónýtt?

Norska dagblaðið Dagbladet birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að málverkin dýrmætu eftir Edvard Munch, Ópið og Madonna, hefðu verið brennd.

Berlsconi fær stuðning þingsins

Efri deild ítalska þingsins studdi í atkvæðagreiðslu nýja ríkisstjórn Silvio Berlusconi forsætisráðherra í gær en deginum áður hafði neðri deildin lagt blessun sína yfir hana.

Varpað í ljónskjaft

Hvítur suður-afrískur bóndi og undirmaður hans voru í gær fundnir sekir um að hafa hent þeldökkum vinnumanni fyrir ljón.

Ný stjórn mynduð í Írak

Stjórnarkreppunni í Írak lauk í gær þegar þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Enn á þó eftir að skipa í nokkur veigamikil embætti.

Handbók í yfirheyrslum undirbúin

Bandaríkjaher vinnur nú að nýrri handbók um yfirheyrslutækni þar sem fortakslaust bann er lagt við ýmsum þeirra aðferða sem fangar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru beittir.

Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn?

Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar.

NATO lítur til Afríku

Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að hefja viðræður við bandalag Afríkuríkja um mögulega aðstoð við hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan eftir að beiðni þess efnis hafði borist NATO.

Lien og Hu funda

Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan.

Ásdís Halla verður forstjóri Byko

Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, hefur verið ráðin forstjóri Byko. Hún tekur við starfinu í lok næsta mánaðar. Við starfi Ásdísar Höllu sem bæjarstjóri tekur Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar.

Annþór fékk 3 ára dóm

Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu.

Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum

Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum.

Staðfestir sekt en mildar refsingu

Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið.

Dómar í Landssímamálinu mildaðir

Dómar Héraðsdóms yfir Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni voru í Hæstarétti samtals mildaðir um 20 mánuði. Allir kröfðust þeir sýknu í málinu, en ákæruvaldið vildi staðfestingu héraðsdóms.

Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur

25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári.

Braust inn um glugga

Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir.

Er ekki sáttur við dóminn

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar.

Eldur logaði í útvegg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði mikinn viðbúnað vegna elds í Framheimilinu í Reykjavík laust eftir klukkan eitt í gærdag. Enginn meiddist og búið var að hefta útbreiðslu eldsins um klukkustund síðar. Nemendur í Álftamýrarskóla, sem er í næsta húsi, voru sendir heim vegna brunans.

Skilorð fyrir að berja konu

Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald.

Handrukkari fær þrjú ár

Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár, en fyrri dómur hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi. Staðfestur var tveggja ára dóm yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni.

Börðu mann við Gesthús

Héraðsdómur sektaði fimm menn um tvítugt um 75 þúsund krónur hvern fyrir að ráðast á og berja mann við Gesthús á Selfossi haustið 2003. Mennirnir eru frá Selfossi og Árborgarsvæðinu.

Leyniskýrsla lak í Bretlandi

Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert.

Út í hött, segir Grétar

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas.

Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs

Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans.

Byggð á uppfyllingu í hættu

Forstöðumaður á Siglingastofnun telur að byggð á uppfyllingum geti verið í hættu vegna hamfaraflóða eins og þess sem reið yfir Básenda árið 1799. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um áhrif sjóflóða í dag.

Keppst um nýja Landspítalalóð

Fulltrúar sjö hópa sem keppa um skipulag nýrrar lóðar Landspítala við Hringbraut fengu afhenta samkeppnislýsingu í dag. Heilbrigðisráðherra segir að sameining allrar starfsemi spítalans undir eitt þak muni kosta þrjátíu og sex milljarða króna. Ágóði af sölu Símans verði líklega notaður til að fjármagna verkið.

Atvinnurekendur hafna frumvarpi

Samtök atvinnulífsins telja að frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið brjóti bæði gegn samkeppnislögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstyrki. Það feli í sér óhóflega mismunun í skilyrðum til útvarpsrekstrar.

Iðandi mannlíf

Atvinnulífið í Fjarðabyggð iðar af lífi og bjartsýni nú þegar framkvæmdir í tengslum við fyrirhugað álver eru komnar vel á veg og áhrifin eru farin að skila sér í þjóðfélaginu.

Segja spurningum ekki svarað

Fjárlaganefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefði ekki gefið fullnægjandi svör við spurningum nefndarmanna um einkavæðingu á Búnaðarbanka og Landsbanka á árunum 2002 til 2003. Því var fallist á að kalla framkvæmdanefnd um einkavæðingu, og fyrrum nefndarmenn hennar, á fund nefndarinnar að tíu dögum liðnum.

Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð rétt utan við Egilsstaði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar fólksbíll valt þar út af veginum. Rúmlega fimmtug kona var ein í bílnum og beið hún bana.

Réttarhöldunum frestað

Dómsuppsögu yfir Mikhail Khodorkovsky, sem átti olíurisann Yukos, var frestað í Moskvu í morgun. Fréttaskýrendur segja þetta gert til að hlífa Pútín Rússlandsforseta við vandræðalegum fundum með vestrænum leiðtogum í næsta mánuði.

Jómfrúarferð stærstu þotu heims

Stærsta farþegaþota heims, Airbus A380, hóf sig til flugs í fyrsta sinn á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi á níunda tímanum í morgun. Flugtakinu hafði verið frestað um u.þ.b. eina og hálfa klukkustund en ástæðan fyrir því hefur ekki verið gefin upp.

Handtekinn á miðri flugbraut

Lögreglan í Reykjavík handtók mann inni á miðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, enda var flugumferð enn í gangi og hefði flugvélum geta stafað hætta af manninum. Hann reyndist mjög ölvaður og vissi vart hvar hann var, hvað þá heldur hvert hann væri að fara.

60 taldir af eftir lestarslys

Óttast er að allt að sextíu manns hafi farist og meira en fjörutíu slasast þegar farþegalest keyrði á rútu nærri höfuðborg Srí Lanka í nótt. Áreksturinn varð þar sem járnbrautarteinarnir og akvegur skerast.

Talsverðar annir hjá slökkviliðinu

Talsverðar annir voru hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og í gærkvöldi þegar liðið var hvað eftir annað kallað út vegna sinuelda. Hvergi hlaust þó tjón á mannvirkjum eða trjágróðri en bannað er að kveikja sinuelda á höfuðborgarsvæðinu.

Gíslarnir grátbiðja um aðstoð

Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak.

Forsendur þurfa nánari skoðun

Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja.

Sjá næstu 50 fréttir