Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 15:31 Bitcoin hafði þegar mest var tapað tæpum þrjátíu prósentum af verðmæti sínu á einum sólarhring. EPA/SASCHA STEINBACH Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta. Rafmyntir Kína Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þegar mest var hafði virði Bitcoin lækkað um nærri því þrjátíu prósent, þó það hafi hækkað eitthvað í kjölfarið. Aðrar vinsælar rafmyntir, eins og Ehterium, fengu sambærilega og jafnvel verri útreið í dag, samkvæmt frétt Financial Times. Miðillinn segir að rafmyntir hefðu misst rúmlega átta milljarða dala í virði á undanförnum sólarhring. Fjármálafyrirtæki í Kína voru vöruð við því að taka við rafmyntum í greiðslu fyrir vörur og þjónustu en yfirvöld víða um heim hafa verið að beina sjónum sínum að rafmyntum, sem hafa hingað til lútað litlum sem engum lögum og reglum. Í tilkynningu frá Seðlabanka Kína sem gefin var út í gær segir að rafmynt sé ekki „raunverulegur gjaldmiðill“ og þær ættu ekki að vera notaðar sem slíkar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld í Kína grípa til aðgerða gegn rafmyntum en öllum kauphöllum um rafmyntir var lokað þar í landi árið 2017. Þá hafa rafmyntir einnig verið undir þrýstingi vegna áhyggja af því hve „námuvinnsla“ þeirra er orkufrek. Til að mynda tilkynnti Tesla að fyrirtækið myndi ekki taka við Bitcoin sem greiðslu og þá vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri, hafði áður tilkynnt að tekið yrði á móti Bitcoin en snerist hugur. Hann hefur verið ötull talsmaður rafmynta.
Rafmyntir Kína Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira