„Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2026 08:35 Gaupi hefur fylgst stoltur með syni sínum Snorra Steini koma Íslandi í undanúrslit á EM. Samsett/Vísir Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi, er einn helsti handboltasérfræðingur landsins en hann er líka pabbi landsliðsþjálfarans Snorra Steins og fylgdist stoltur með í Malmö þegar Ísland vann sig inn í undanúrslit EM í gær. En það er líka erfitt að vera pabbi þegar allt er undir á stórmóti. „Ef við myndum ná í verðlaun þá yrði það algjörlega stórkostlegt,“ sagði Gaupi spenntur fyrir morgundeginum. Það er þó ekki víst að hann verði í Herning til að verða vitni að því, því hann heldur heim í dag. „Ég er svo bilaður. Núna er ég að fara heim til Íslands og ætla að fylgjast með leik í 3. flokki karla á Hlíðarenda í bikarnum. Þar er Bjarki Snorrason að spila, bráðefnilegur piltur. Þá tekur maður það fram yfir að fara upp til Herning og svo tekur maður bara stöðuna eftir þann leik með frúnni, þegar við erum komin heim í Eskihlíðina,“ sagði Gaupi léttur í Bítinu í morgun en hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Aðspurður hvort að hann horfði á leiki Íslands sem sérfræðingur eða sem pabbi landsliðsþjálfarans svaraði Gaupi: „Eiginlega bæði. Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu. Ég hef stundum sagt að ég verði þeirri stund fegnastur þegar drengurinn hættir þessu og einhver annar tekur við. Þá getur maður bara farið að gagnrýna þetta eins og hinir,“ sagði Gaupi kankvís en hann nýtur þess þó að sjálfsögðu að fylgjast með landsliðinu: „Þetta er bara bráðskemmtilegt. Ég er nú búinn að fylgjast með handbolta á hverjum degi í 57 ár, frá því að Íslendingar unnu Dani 15-10, og ég er ekkert laus við þá bakteríu.“ Gaupi segir að eiginkonu sinni og mömmu Snorra, Karen Christensen, líði ekkert betur en honum á leikjum: „Ég held að henni líði nú bölvanlega á vellinum. Hún segir nú stundum upp úr eins manns hljóði þegar hún er að horfa: Guð af hverju var hann að gera þetta?“ sagði Gaupi léttur. „Tala aldrei við hann á leikdegi“ Sjálfur var Gaupi aðstoðarmaður þjálfarans Bogdan Kowalczyk þegar Pólverjinn stýrði íslenska landsliðinu og lagði grunn sem lengi hefur verið byggt á. En hann passar að skipta sér ekki of mikið af störfum sonarins: „Ég hef þá reglu að ég tala aldrei við hann á leikdegi. Þegar liðið er valið skipti ég mér ekkert af því en ég heyri í honum oftar en ekki eftir leiki, ef tækifæri er til, og þá ræðum við um þetta mjög almennt. En ég ligg ekkert í honum að spyrja af hverju valdirðu þennan, þessi getur ekkert? Ég var í þessu sjálfu í átta ár,“ sagði Gaupi sem heldur enn góðu sambandi við Bogdan sem fylgist vel með íslenska landsliðinu: „Honum finnst íslenska liðið frábært, eitt besta lið sem við höfum átt. Ég er ekki frá því að leikurinn við Svía sé einn besti leikur sem við höfum nokkru sinni spilað. Hann var nánast fullkominn og verður seint toppaður.“ Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum annað kvöld en sextán ár eru síðan liðið komst síðast í undanúrslit á stórmóti. „Þetta er stórkostlegur árangur hjá liðinu og teyminu öllu eins og það leggur sig. Þetta er auðvitað búið að taka sinn tíma en þeir tóku við liðinu fyrir tæpum þremur árum. Það tók Snorra þrjú ár hjá Val á sínum tíma að búa til lið sem væri samkeppnishæft á evrópskan mælikvarða. Ég sagði að það tæki jafnlangan tíma með landsliðið að gera þetta og þeir eru komnir á skrið með það. Þessi árangur undirstrikar að þeir eru á réttri leið,“ sagði Gaupi. Sérfræðingarnir fyrstir til að fara á taugum En á Ísland góða möguleika gegn Dönum? Gaupi hefur að minnsta kosti trú á sínum manni og hnýtti í íslenska spekinga. „Ég er ekki frá því að við eigum möguleika gegn liði eins og Dönum. Auðvitað spila þeir á heimavelli í Herning og eru með besta lið í heimi en við megum ekki gleyma að við erum líka með gott lið. Mér finnst á umfjölluninni allri heima að það séu sérfræðingarnir sem fari fyrstir á taugum, yfir frammistöðunni. Til að mynda í leiknum gegn Króatíu vorum við frábærir í seinni hálfleik og svo hittir maður kollega sína, fréttamenn sem eru að fjalla um þetta og þjálfara, sem tala um að „in game management“ hafi verið frábært hjá Íslandi á móti Króatíu. En svo fer maður í gegnum íslensku miðlana og þá las maður eitthvað allt annað.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
„Ef við myndum ná í verðlaun þá yrði það algjörlega stórkostlegt,“ sagði Gaupi spenntur fyrir morgundeginum. Það er þó ekki víst að hann verði í Herning til að verða vitni að því, því hann heldur heim í dag. „Ég er svo bilaður. Núna er ég að fara heim til Íslands og ætla að fylgjast með leik í 3. flokki karla á Hlíðarenda í bikarnum. Þar er Bjarki Snorrason að spila, bráðefnilegur piltur. Þá tekur maður það fram yfir að fara upp til Herning og svo tekur maður bara stöðuna eftir þann leik með frúnni, þegar við erum komin heim í Eskihlíðina,“ sagði Gaupi léttur í Bítinu í morgun en hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Aðspurður hvort að hann horfði á leiki Íslands sem sérfræðingur eða sem pabbi landsliðsþjálfarans svaraði Gaupi: „Eiginlega bæði. Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu. Ég hef stundum sagt að ég verði þeirri stund fegnastur þegar drengurinn hættir þessu og einhver annar tekur við. Þá getur maður bara farið að gagnrýna þetta eins og hinir,“ sagði Gaupi kankvís en hann nýtur þess þó að sjálfsögðu að fylgjast með landsliðinu: „Þetta er bara bráðskemmtilegt. Ég er nú búinn að fylgjast með handbolta á hverjum degi í 57 ár, frá því að Íslendingar unnu Dani 15-10, og ég er ekkert laus við þá bakteríu.“ Gaupi segir að eiginkonu sinni og mömmu Snorra, Karen Christensen, líði ekkert betur en honum á leikjum: „Ég held að henni líði nú bölvanlega á vellinum. Hún segir nú stundum upp úr eins manns hljóði þegar hún er að horfa: Guð af hverju var hann að gera þetta?“ sagði Gaupi léttur. „Tala aldrei við hann á leikdegi“ Sjálfur var Gaupi aðstoðarmaður þjálfarans Bogdan Kowalczyk þegar Pólverjinn stýrði íslenska landsliðinu og lagði grunn sem lengi hefur verið byggt á. En hann passar að skipta sér ekki of mikið af störfum sonarins: „Ég hef þá reglu að ég tala aldrei við hann á leikdegi. Þegar liðið er valið skipti ég mér ekkert af því en ég heyri í honum oftar en ekki eftir leiki, ef tækifæri er til, og þá ræðum við um þetta mjög almennt. En ég ligg ekkert í honum að spyrja af hverju valdirðu þennan, þessi getur ekkert? Ég var í þessu sjálfu í átta ár,“ sagði Gaupi sem heldur enn góðu sambandi við Bogdan sem fylgist vel með íslenska landsliðinu: „Honum finnst íslenska liðið frábært, eitt besta lið sem við höfum átt. Ég er ekki frá því að leikurinn við Svía sé einn besti leikur sem við höfum nokkru sinni spilað. Hann var nánast fullkominn og verður seint toppaður.“ Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum annað kvöld en sextán ár eru síðan liðið komst síðast í undanúrslit á stórmóti. „Þetta er stórkostlegur árangur hjá liðinu og teyminu öllu eins og það leggur sig. Þetta er auðvitað búið að taka sinn tíma en þeir tóku við liðinu fyrir tæpum þremur árum. Það tók Snorra þrjú ár hjá Val á sínum tíma að búa til lið sem væri samkeppnishæft á evrópskan mælikvarða. Ég sagði að það tæki jafnlangan tíma með landsliðið að gera þetta og þeir eru komnir á skrið með það. Þessi árangur undirstrikar að þeir eru á réttri leið,“ sagði Gaupi. Sérfræðingarnir fyrstir til að fara á taugum En á Ísland góða möguleika gegn Dönum? Gaupi hefur að minnsta kosti trú á sínum manni og hnýtti í íslenska spekinga. „Ég er ekki frá því að við eigum möguleika gegn liði eins og Dönum. Auðvitað spila þeir á heimavelli í Herning og eru með besta lið í heimi en við megum ekki gleyma að við erum líka með gott lið. Mér finnst á umfjölluninni allri heima að það séu sérfræðingarnir sem fari fyrstir á taugum, yfir frammistöðunni. Til að mynda í leiknum gegn Króatíu vorum við frábærir í seinni hálfleik og svo hittir maður kollega sína, fréttamenn sem eru að fjalla um þetta og þjálfara, sem tala um að „in game management“ hafi verið frábært hjá Íslandi á móti Króatíu. En svo fer maður í gegnum íslensku miðlana og þá las maður eitthvað allt annað.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti