Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Valur Páll Eiríksson skrifar 28. janúar 2026 19:27 Gleðin var fölskvalaus í leikslok. vísir/vilhelm Það tókst. Þvílíkir menn. Við fórum Krýsuvíkurleiðina að þessu en það tókst. Enda er það er íslenska leiðin. Undanúrslitin bíða. Ég sit að skrifum skælbrosandi eftir að hafa fylgst með fagnaðarlátum landsliðsmanna með stuðningsmönnum eftir stórglæsilegan sigur. Mig verkjar í kinnvöðvana af brosi. Án gríns. Mér er illt. Í gær verkjaði mann af annarri ástæðu. Enda þessi vika hefur verið engu lík. Sveiflurnar á því hvort Ísland væri með þetta í eigin höndum eða ekki. Klúðruðu tækifærinu gegn Króötum og Svisslendingum. Ég afskrifaði þennan möguleika oftar en ég þori að viðurkenna. Hnúturinn í maganum kom fyrir leik en breyttist í gæsahúð við þjóðsönginn. Þvílík og önnur eins stemning og stuðningur í dag. Svo keyrðu strákarnir bara yfir Slóvenana. Neyddu þá ítrekað í tapaða bolta og erfið færi en færanýtingin var vissulega vandamál til að byrja með. Í stöðunni 5-5 hefði hún átt að vera svona 10-2. Reglulega er rætt um Krýsuvíkurleiðina sem þetta lið hefur gert að sérgrein sinni að feta. Ísland hefur farið Krýsuvíkurleiðina allan þennan milliriðil með glötuðum tækifærum á lykilaugnablikum. Er Ísland raunverulega Ísland ef sú leið er ekki farin í dag einnig? Það leit lengi vel út fyrir að sú leið yrði farin. Athyglissjúkir portúgalskir dómarar héldu líka spennu í þessu með glórulausum dómum en þeim tókst ekki að skemma partýið. Maður hristi eiginlega hausinn yfir því að staðan hafi verið jöfn, 16-16, undir lok fyrri hálfleiks vegna þess að strákarnir voru að spila stórvel. Tvö síðustu mörkin skiluðu forystu í hléi, sem hefði hæglega getað verið tíu mörk. Það komu samt augnablik sem glöddu ekkert eðlilega. Aftur fyrir bak sending Viggós á Óðin sem skoraði. Konfekt. Eftir hléið var von Slóvena loksins drepin. Sagt var nei við Krýsuvíkurleiðinni í dag. Menn fiskuðu ruðninga og refsuðu með hraðaupphlaupum. Þrjú mörk í röð og allur andi í höllinni breyttist. Óðinn var andlit þess, það sem gæjinn rífur stúkuna upp. Ástríðan er smitandi og skilaði sér sannarlega, ekki bara til stuðningsmanna, liðsfélaga og fréttamanna heldur heim til Íslands. Eftir það var þetta aldrei spurning. Og loks þurftu hjartveikir ekki að snúa sér að húsverkum á meðan leik Íslands stóð yfir heldur gátu fylgst með þvílíku sýningunni sem boðið var upp á í síðari hálfleik. Slóvenar höfðu engin svör, hvorki í vörn né sókn, og þetta varð göngutúrinn í garðinum sem strákarnir áttu skilið eftir eljuna sem sett var í þennan leik, og alla á undan. Þetta vannst örugglega og gleðin ósvikin í leikslok. Sólarhring eftir einn dýpsta dal sem þetta lið hefur upplifað var það komið á fjallstindinn. Í dag sáum við sama lið og mætti Svíum fyrir örfáum dögum síðan. Lið sem á heima á úrslitahelginni í Herning. Við fórum sannarlega Krýsuvíkurleiðina að þessu en við höldum hnarreistir til Danmerkur til að spila með hinum þremur bestu liðum Evrópu. Þar eigum við heima. Andstæðingurinn liggur ekki fyrir en hvort sem það er Þýskaland eða Danmörk eigum við í fullu tréi við viðkomandi. Eins og Snorri Steinn sagði í viðtali eftir leik, þá fer enginn í svona helgi stefnandi á brons. Af hverju ekki bara að vinna gullið? Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Ég sit að skrifum skælbrosandi eftir að hafa fylgst með fagnaðarlátum landsliðsmanna með stuðningsmönnum eftir stórglæsilegan sigur. Mig verkjar í kinnvöðvana af brosi. Án gríns. Mér er illt. Í gær verkjaði mann af annarri ástæðu. Enda þessi vika hefur verið engu lík. Sveiflurnar á því hvort Ísland væri með þetta í eigin höndum eða ekki. Klúðruðu tækifærinu gegn Króötum og Svisslendingum. Ég afskrifaði þennan möguleika oftar en ég þori að viðurkenna. Hnúturinn í maganum kom fyrir leik en breyttist í gæsahúð við þjóðsönginn. Þvílík og önnur eins stemning og stuðningur í dag. Svo keyrðu strákarnir bara yfir Slóvenana. Neyddu þá ítrekað í tapaða bolta og erfið færi en færanýtingin var vissulega vandamál til að byrja með. Í stöðunni 5-5 hefði hún átt að vera svona 10-2. Reglulega er rætt um Krýsuvíkurleiðina sem þetta lið hefur gert að sérgrein sinni að feta. Ísland hefur farið Krýsuvíkurleiðina allan þennan milliriðil með glötuðum tækifærum á lykilaugnablikum. Er Ísland raunverulega Ísland ef sú leið er ekki farin í dag einnig? Það leit lengi vel út fyrir að sú leið yrði farin. Athyglissjúkir portúgalskir dómarar héldu líka spennu í þessu með glórulausum dómum en þeim tókst ekki að skemma partýið. Maður hristi eiginlega hausinn yfir því að staðan hafi verið jöfn, 16-16, undir lok fyrri hálfleiks vegna þess að strákarnir voru að spila stórvel. Tvö síðustu mörkin skiluðu forystu í hléi, sem hefði hæglega getað verið tíu mörk. Það komu samt augnablik sem glöddu ekkert eðlilega. Aftur fyrir bak sending Viggós á Óðin sem skoraði. Konfekt. Eftir hléið var von Slóvena loksins drepin. Sagt var nei við Krýsuvíkurleiðinni í dag. Menn fiskuðu ruðninga og refsuðu með hraðaupphlaupum. Þrjú mörk í röð og allur andi í höllinni breyttist. Óðinn var andlit þess, það sem gæjinn rífur stúkuna upp. Ástríðan er smitandi og skilaði sér sannarlega, ekki bara til stuðningsmanna, liðsfélaga og fréttamanna heldur heim til Íslands. Eftir það var þetta aldrei spurning. Og loks þurftu hjartveikir ekki að snúa sér að húsverkum á meðan leik Íslands stóð yfir heldur gátu fylgst með þvílíku sýningunni sem boðið var upp á í síðari hálfleik. Slóvenar höfðu engin svör, hvorki í vörn né sókn, og þetta varð göngutúrinn í garðinum sem strákarnir áttu skilið eftir eljuna sem sett var í þennan leik, og alla á undan. Þetta vannst örugglega og gleðin ósvikin í leikslok. Sólarhring eftir einn dýpsta dal sem þetta lið hefur upplifað var það komið á fjallstindinn. Í dag sáum við sama lið og mætti Svíum fyrir örfáum dögum síðan. Lið sem á heima á úrslitahelginni í Herning. Við fórum sannarlega Krýsuvíkurleiðina að þessu en við höldum hnarreistir til Danmerkur til að spila með hinum þremur bestu liðum Evrópu. Þar eigum við heima. Andstæðingurinn liggur ekki fyrir en hvort sem það er Þýskaland eða Danmörk eigum við í fullu tréi við viðkomandi. Eins og Snorri Steinn sagði í viðtali eftir leik, þá fer enginn í svona helgi stefnandi á brons. Af hverju ekki bara að vinna gullið?
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti