„Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2026 10:30 Frammistaða dómaranna var eflaust til umræðu á heimilum margra landsmanna í gærkvöldi. EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT SWEDEN OUT Eftir arfaslaka frammistöðu dómaraparsins frá Norður-Makedóníu í leik Íslands og Ungverjalands í gærkvöldi leitaði Bítið á Bylgjunni viðbragða frá fagmanni. Svo mörg atriði fóru úrskeiðis hjá dómurunum í 24-23 sigri Íslands að erfitt er þau öll upp að telja. Vítaköst voru dæmd við lítil tilefni en þeim var sleppt við stærri tilefni, rauð spjöld fóru stundum á loft en stundum ekki, dómararnir fóru endalausar ferðir að myndbandsskjánum, misstu af ólöglegri miðju og flæktust bókstaflega fyrir leikmönnum Íslands, svo eitthvað sé upptalið. Magnús Kári Jónsson, dómari í efstu deild hér á landi til margra ára og fulltrúi í dómaranefnd HSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni. Hvað fannst þér um dómgæsluna, hvernig var hún að þínu faglega mati? „Það voru alls konar atriði sem orkuðu tvímælis og það sem var kannski erfiðast, var að línan í leiknum var ekki nógu góð. Hún var svolítið óljós: Hvenær er víti? Hvenær er ruðningur? Og svo var töluvert af ódýrum fríköstum sem var alveg hægt að sleppa, en það verður að segjast alveg eins og er, að þetta gat farið í báðar áttir. En við vitum að þetta er viðkvæmt málefni, sem þjóðinni þykir vænt um, og það er fullkomlega eðlilegt að þau hafi bara séð þetta í aðra áttina“ sagði Magnús Kári. Ýmir átti skilið rautt en Gísli hefði átt að fiska rautt Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum og Magnús segir þau bæði hafa verið verðskulduð, en hann hefði líka viljað sjá rautt spjald dæmt undir lok leiks þegar Gísli Þorgeir var sleginn í hálsinn. „Það var klárt mál. Bæði rauða spjaldið sem Ýmir [Örn Gíslason] fékk og það sem Ungverjarnir fengu þegar þeir brutu á Ómari [Inga Magnússyni]. Það voru tvö brot í viðbót sem voru skoðuð í skjánum, ef ég man rétt. Þegar það er slegið í hálsinn á Gísla [Þorgeiri Kristjánssyni] í seinni hálfleik, þar hefði ég viljað sjá rautt spjald. Mér fannst erfiðara þegar það var farið í öxlina á honum, það var ljótt en lítil snerting og hann var eiginlega ekki byrjaður að skjóta. Það er erfiðara að setja rautt spjald þar.“ Algjört rugl að gefa Íslandi boltann Þá var rifjað upp atvik í upphafi leiks, þegar klukkan stoppaðist en Ungverjar héldu áfram sókn og Viktor Gísli Hallgrímsson varði skot. Magnús segir algjört rugl að markvarsla Viktors Gísla hafi fengið að telja og Ísland hafi fengið boltann. „Þarna er það eina rétta sem getur gerst að Ungverjarnir fái boltann þar sem tíminn stoppaði. Ímyndið ykkur hvað við hefðum sagt ef Ungverjinn hefði skorað en tíminn hefði verið stopp með blikkandi ljós í markinu. Það gengur ekkert upp að við fáum að halda boltanum eftir þetta atriði.“ Alveg eðlilegt að fara svona oft í skjáinn Dómaraparið fór mjög oft að myndbandsskjánum og virtist nýta hvert tækifæri til að skoða brot. „Þetta var töluvert meira en maður er vanur, en það segir kannski hversu hátt spennustigið í leiknum var. Þessi atriði sem þeir skoðuðu fannst mér alveg eðlilegt að þeir skyldu skoða. Þetta voru mörg atriði en það er bara af því að þarna var mikið undir og hátt spennustig.“ Næstbesta dómarapar Norður-Makedóníu Dimitar Mitrevski og Blagojhce Todorovski þykja næstbesta dómaraparið frá Norður-Makedóníu, en besta dómaraparið fékk ekki að dæma á EM eftir að hafa svindlað á þolprófi. Magnús segir Mitrevski og Todorovski vera reynslumikla dómara, en hann efast stórlega um að þeir fái að dæma annan leik á þessu móti. „Þeir hafa örugglega dæmt 500+ handboltaleiki síðustu 10-15 ár og ég veit að þeir hafa dæmt í Meistaradeildinni, en ég held að þetta sé fyrsta stórmótið þeirra. Þetta var leikur númer tvö hjá þeim á EM, þeir dæmdu líka Svíþjóð-Holland og lentu í sömu vandræðum þar. Þeir eru búnir á þessu móti.“ „Auðvitað var þetta pínlegt“ Eftir að hafa farið yfir öll helstu atriðin sem hefðu mátt fara betur í dómgæslunni með Bítinu á Bylgjunni bætti Magnús við tveimur atriðum sem honum fannst fara úrskeiðis. „Ísland skorar mark seint í leiknum og þeir eru búnir að dæma fríkast, eða í sjónvarpinu leit það allavega út eins og þeir hefðu dæmt fríkast en síðan bara bætt við öðru flauti til að dæma mark. Þetta er langt frá því að vera faglegt ef ég sá þetta rétt. Svo var líka þessi árekstur við Óðinn [Þór Ríkharðsson], þegar dómarinn rekst í hann. Auðvitað er þetta pínlegt. Þetta er eitthvað sem maður vill alls ekki lenda í sjálfur og gerir allt til þess að koma í veg fyrir“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira
Svo mörg atriði fóru úrskeiðis hjá dómurunum í 24-23 sigri Íslands að erfitt er þau öll upp að telja. Vítaköst voru dæmd við lítil tilefni en þeim var sleppt við stærri tilefni, rauð spjöld fóru stundum á loft en stundum ekki, dómararnir fóru endalausar ferðir að myndbandsskjánum, misstu af ólöglegri miðju og flæktust bókstaflega fyrir leikmönnum Íslands, svo eitthvað sé upptalið. Magnús Kári Jónsson, dómari í efstu deild hér á landi til margra ára og fulltrúi í dómaranefnd HSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni. Hvað fannst þér um dómgæsluna, hvernig var hún að þínu faglega mati? „Það voru alls konar atriði sem orkuðu tvímælis og það sem var kannski erfiðast, var að línan í leiknum var ekki nógu góð. Hún var svolítið óljós: Hvenær er víti? Hvenær er ruðningur? Og svo var töluvert af ódýrum fríköstum sem var alveg hægt að sleppa, en það verður að segjast alveg eins og er, að þetta gat farið í báðar áttir. En við vitum að þetta er viðkvæmt málefni, sem þjóðinni þykir vænt um, og það er fullkomlega eðlilegt að þau hafi bara séð þetta í aðra áttina“ sagði Magnús Kári. Ýmir átti skilið rautt en Gísli hefði átt að fiska rautt Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum og Magnús segir þau bæði hafa verið verðskulduð, en hann hefði líka viljað sjá rautt spjald dæmt undir lok leiks þegar Gísli Þorgeir var sleginn í hálsinn. „Það var klárt mál. Bæði rauða spjaldið sem Ýmir [Örn Gíslason] fékk og það sem Ungverjarnir fengu þegar þeir brutu á Ómari [Inga Magnússyni]. Það voru tvö brot í viðbót sem voru skoðuð í skjánum, ef ég man rétt. Þegar það er slegið í hálsinn á Gísla [Þorgeiri Kristjánssyni] í seinni hálfleik, þar hefði ég viljað sjá rautt spjald. Mér fannst erfiðara þegar það var farið í öxlina á honum, það var ljótt en lítil snerting og hann var eiginlega ekki byrjaður að skjóta. Það er erfiðara að setja rautt spjald þar.“ Algjört rugl að gefa Íslandi boltann Þá var rifjað upp atvik í upphafi leiks, þegar klukkan stoppaðist en Ungverjar héldu áfram sókn og Viktor Gísli Hallgrímsson varði skot. Magnús segir algjört rugl að markvarsla Viktors Gísla hafi fengið að telja og Ísland hafi fengið boltann. „Þarna er það eina rétta sem getur gerst að Ungverjarnir fái boltann þar sem tíminn stoppaði. Ímyndið ykkur hvað við hefðum sagt ef Ungverjinn hefði skorað en tíminn hefði verið stopp með blikkandi ljós í markinu. Það gengur ekkert upp að við fáum að halda boltanum eftir þetta atriði.“ Alveg eðlilegt að fara svona oft í skjáinn Dómaraparið fór mjög oft að myndbandsskjánum og virtist nýta hvert tækifæri til að skoða brot. „Þetta var töluvert meira en maður er vanur, en það segir kannski hversu hátt spennustigið í leiknum var. Þessi atriði sem þeir skoðuðu fannst mér alveg eðlilegt að þeir skyldu skoða. Þetta voru mörg atriði en það er bara af því að þarna var mikið undir og hátt spennustig.“ Næstbesta dómarapar Norður-Makedóníu Dimitar Mitrevski og Blagojhce Todorovski þykja næstbesta dómaraparið frá Norður-Makedóníu, en besta dómaraparið fékk ekki að dæma á EM eftir að hafa svindlað á þolprófi. Magnús segir Mitrevski og Todorovski vera reynslumikla dómara, en hann efast stórlega um að þeir fái að dæma annan leik á þessu móti. „Þeir hafa örugglega dæmt 500+ handboltaleiki síðustu 10-15 ár og ég veit að þeir hafa dæmt í Meistaradeildinni, en ég held að þetta sé fyrsta stórmótið þeirra. Þetta var leikur númer tvö hjá þeim á EM, þeir dæmdu líka Svíþjóð-Holland og lentu í sömu vandræðum þar. Þeir eru búnir á þessu móti.“ „Auðvitað var þetta pínlegt“ Eftir að hafa farið yfir öll helstu atriðin sem hefðu mátt fara betur í dómgæslunni með Bítinu á Bylgjunni bætti Magnús við tveimur atriðum sem honum fannst fara úrskeiðis. „Ísland skorar mark seint í leiknum og þeir eru búnir að dæma fríkast, eða í sjónvarpinu leit það allavega út eins og þeir hefðu dæmt fríkast en síðan bara bætt við öðru flauti til að dæma mark. Þetta er langt frá því að vera faglegt ef ég sá þetta rétt. Svo var líka þessi árekstur við Óðinn [Þór Ríkharðsson], þegar dómarinn rekst í hann. Auðvitað er þetta pínlegt. Þetta er eitthvað sem maður vill alls ekki lenda í sjálfur og gerir allt til þess að koma í veg fyrir“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Sjá meira