Handbolti

Átta ís­lensk mörk í svekkjandi tapi

Aron Guðmundsson skrifar
Andrea í leik með Blomberg Lippe
Andrea í leik með Blomberg Lippe

Átta íslensk mörk litu dagsins ljós þegar að Íslendingalið Blomberg Lippe laut í lægra haldi gegn Esztergomi í Evrópudeildinni í handbolta. Lokatölur 33-32 sigur Esztergomi.

Þær Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir spila með Blomberg Lippe sem var alltaf einu skrefi á eftir andstæðingi sínum í Evrópudeildinni í kvöld í annarri umferð B-riðils. 

Leiknum lauk með eins marks sigri Esztergomi en um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlinum.

Blomberg Lippe er hins vegar án stiga og sigurs eftir fyrstu tvo leiki sína og á botni B-riðils. 

Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk í leik kvöldsins og var með eina stoðsendingu, Díana Dögg skoraði þrjú mörk og var með þrjár stoðsendingar og Elín Rósa var með fjórar stoðsendingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×