„Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2026 11:01 Remy Martin varð bikarmeistari með Keflavík 2024. vísir/vilhelm Í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds var rætt um endurkomu Remys Martin til Keflavíkur. Martin lék með Keflavík á þarsíðasta tímabili þegar liðið varð bikarmeistari. Hann sleit hásin í undanúrslitarimmunni gegn Grindavík og hefur ekkert spilað síðan. Þrátt fyrir það hafa Keflvíkingar sótt Martin á ný og Jón Halldór Eðvaldsson er spenntur fyrir því að sjá Bandaríkjamanninn aftur í bláa búninginn. „Ef maðurinn er, segjum bara á svipuðum stað og hann var áður en hann sleit þessa hásin, er þetta, ekki bara fyrir Keflvíkinga heldur einnig íslenskan körfubolta, stórkostlegt,“ sagði Jón Halldór í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um endurkomu Remys Martin Martin er mjög atkvæðamikill sóknarmaður og Hlynur Bæringsson segir að hann eigi fáa sér líka á þeim enda vallarins. „Hann var á öðru stigi en aðrir leikmenn hérna. Það var ekkert hægt að eiga við hann. Það þurfti að setja helvíti marga á hann til að eiga möguleika í hann. Maður upplifði stundum ákveðið vonleysi. Það eru mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann,“ sagði Hlynur. Meiðsli sem fara illa í marga Hann þurfti þó smá umhugsunarfrest þegar Stefán Árni Pálsson spurði hann hvort hann hefði tekið sömu ákvörðun og Keflvíkingar; að fá Martin aftur. „Já, ég held það. Hásinarmeiðsli fara mjög illa í margt íþróttafólk og menn geta bara verið búnir. En þeir hljóta að hafa fengið einhverja vissu um að hann væri í ákveðið góðu standi. Hann er ekki að fá einhverja meðhöndlun hérna á Íslandi einu sinni í mánuði. Hann var með topp endurhæfingu. Ég held að ég hefði gert það út af því hvaða þak hann gefur þeim,“ sagði Hlynur. Ótrúlegt áhugaleysi á vörn Gamli landsliðsfyrirliðinn benti þó á annmarka Martins þegar kemur að varnarleiknum. „Hann sýndi alveg ótrúlegt áhugaleysi á vörn. Það er hin hliðin á þessu. Það var eins og honum væri alveg sama hvort hitt liðið skoraði. Það var ekki út af því að hann gat það ekki líkamlega. Hann átti stöður inni á milli þar sem hann tók greinilega einhverju persónulega og ætlaði að stoppa og gat það alveg,“ sagði Hlynur. „Ég held að við munum ekki sjá það aftur frá honum núna. Hann er ekki að fara að breytast í besta varnarmanninn í deildinni en hann mun sýna meira framlag. Hann eyðir rosalegri orku sóknarmegin. Hann var alltaf með boltann og mögulega var hann eitthvað að hvíla sig en það þarf að bæta það því það eru nokkur lið sem munu nýta sér þann veikleika ef hann ætlar að spila svipað og síðast.“ Martin var ekki kominn með leikheimild þegar Keflavík tapaði fyrir ÍR í Skógarselinu á sunnudaginn, 89-96. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Val í VÍS-bikarnum á mánudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ „Það er erfitt að fíla ekki Sigga,“ sagði Hlynur Bæringsson í Bónus Körfuboltakvöldi á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Þar barst talið að Sigurði Péturssyni sem tölurnar sýna að er nær ómissandi fyrir lið Álftaness. 5. janúar 2026 09:30 Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Darryl Morsell verður áfram í Bónusdeild karla í körfubolta þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi látið hann fara á dögunum. 4. janúar 2026 23:31 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Martin lék með Keflavík á þarsíðasta tímabili þegar liðið varð bikarmeistari. Hann sleit hásin í undanúrslitarimmunni gegn Grindavík og hefur ekkert spilað síðan. Þrátt fyrir það hafa Keflvíkingar sótt Martin á ný og Jón Halldór Eðvaldsson er spenntur fyrir því að sjá Bandaríkjamanninn aftur í bláa búninginn. „Ef maðurinn er, segjum bara á svipuðum stað og hann var áður en hann sleit þessa hásin, er þetta, ekki bara fyrir Keflvíkinga heldur einnig íslenskan körfubolta, stórkostlegt,“ sagði Jón Halldór í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um endurkomu Remys Martin Martin er mjög atkvæðamikill sóknarmaður og Hlynur Bæringsson segir að hann eigi fáa sér líka á þeim enda vallarins. „Hann var á öðru stigi en aðrir leikmenn hérna. Það var ekkert hægt að eiga við hann. Það þurfti að setja helvíti marga á hann til að eiga möguleika í hann. Maður upplifði stundum ákveðið vonleysi. Það eru mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann,“ sagði Hlynur. Meiðsli sem fara illa í marga Hann þurfti þó smá umhugsunarfrest þegar Stefán Árni Pálsson spurði hann hvort hann hefði tekið sömu ákvörðun og Keflvíkingar; að fá Martin aftur. „Já, ég held það. Hásinarmeiðsli fara mjög illa í margt íþróttafólk og menn geta bara verið búnir. En þeir hljóta að hafa fengið einhverja vissu um að hann væri í ákveðið góðu standi. Hann er ekki að fá einhverja meðhöndlun hérna á Íslandi einu sinni í mánuði. Hann var með topp endurhæfingu. Ég held að ég hefði gert það út af því hvaða þak hann gefur þeim,“ sagði Hlynur. Ótrúlegt áhugaleysi á vörn Gamli landsliðsfyrirliðinn benti þó á annmarka Martins þegar kemur að varnarleiknum. „Hann sýndi alveg ótrúlegt áhugaleysi á vörn. Það er hin hliðin á þessu. Það var eins og honum væri alveg sama hvort hitt liðið skoraði. Það var ekki út af því að hann gat það ekki líkamlega. Hann átti stöður inni á milli þar sem hann tók greinilega einhverju persónulega og ætlaði að stoppa og gat það alveg,“ sagði Hlynur. „Ég held að við munum ekki sjá það aftur frá honum núna. Hann er ekki að fara að breytast í besta varnarmanninn í deildinni en hann mun sýna meira framlag. Hann eyðir rosalegri orku sóknarmegin. Hann var alltaf með boltann og mögulega var hann eitthvað að hvíla sig en það þarf að bæta það því það eru nokkur lið sem munu nýta sér þann veikleika ef hann ætlar að spila svipað og síðast.“ Martin var ekki kominn með leikheimild þegar Keflavík tapaði fyrir ÍR í Skógarselinu á sunnudaginn, 89-96. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Val í VÍS-bikarnum á mánudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ „Það er erfitt að fíla ekki Sigga,“ sagði Hlynur Bæringsson í Bónus Körfuboltakvöldi á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Þar barst talið að Sigurði Péturssyni sem tölurnar sýna að er nær ómissandi fyrir lið Álftaness. 5. janúar 2026 09:30 Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Darryl Morsell verður áfram í Bónusdeild karla í körfubolta þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi látið hann fara á dögunum. 4. janúar 2026 23:31 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ „Það er erfitt að fíla ekki Sigga,“ sagði Hlynur Bæringsson í Bónus Körfuboltakvöldi á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Þar barst talið að Sigurði Péturssyni sem tölurnar sýna að er nær ómissandi fyrir lið Álftaness. 5. janúar 2026 09:30
Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Darryl Morsell verður áfram í Bónusdeild karla í körfubolta þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi látið hann fara á dögunum. 4. janúar 2026 23:31