KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2025 20:04 Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sex mörk í kvöld. Vísir/Vilhelm KA og Haukar komust í kvöld í undanúrslit Powerade-bikars karla í handbolta. KA sló ríkjandi meistara úr leik. Leikur KA og Fram á Akureyri var spennandi lengst af. Fátt fékk liðin skilin að og þau skiptust á að skora – heimamenn þó alltaf skrefi á undan. KA-menn leiddu 14-11 undir lok hans en tvö mörk Framara þýddu að munurinn var eitt mark, 14-13 í hálfleik. Fram komst í fyrsta skipti yfir í leiknum fljótlega eftir hléið í stöðunni 17-16 og juku þann mun í tvö mörk, 20-18. Heimamenn nýttu þá stemninguna í húsinu til að taka yfir leikinn um stund, skoruðu sex mörk gegn einu og leiddu 24-21. Forystuna létu KA-menn ekki af hendi eftir það. Munurinn endaði í fimm mörkum, 30-25. Morten Linder var markahæstur Norðanmann með sjö mörk en Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sex. Danjál Ragnarsson skoraði tíu fyrir gestina sem verja ekki titil sinn í ár. Aron Rafn stórkostlegur Þá áttust við HK og Haukar í Kórnum. Haukar voru taldir líklegri aðilinn fyrir fram en leikurinn var jafn framan af. Munurinn varð ekki meira en eitt mark fyrstu 20 mínútur leiksins eða svo. Aron Rafn Eðvarðsson varði 19 skot og skoraði eitt mark í lokin til að kóróna frábæran leik sinn.Vísir/Hulda Margrét Þá hrukku gestirnir úr Hafnarfirði í gang og munurinn fimm mörk þegar hálfleiksflautið gall, 16-11 fyrir Hauka. Liðin skiptust á áhlaupum eftir hléið en forystuna létu Haukar aldrei af hendi. Beint rautt spjald Ólafs Ægis Ólafssonar á lokakaflanum hafði lítið að segja um niðurstöðuna þar sem Haukar unnu þægilegan 28-21 sigur. Mikið munaði um Aron Rafn Eðvarðsson í marki Hauka. Hann varði 19 skot í kvöld á meðan markverðir HK vörðu sjö samtals. Freyr Aronsson úr Haukum var markahæstur í kvöld með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum. Haukar og KA fara því í úrslitahelgina í Laugardalshöll í mars. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Afturelding eða FH og Fjölnir eða ÍR fylgi þangað. Powerade-bikarinn KA Haukar Fram HK Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira
Leikur KA og Fram á Akureyri var spennandi lengst af. Fátt fékk liðin skilin að og þau skiptust á að skora – heimamenn þó alltaf skrefi á undan. KA-menn leiddu 14-11 undir lok hans en tvö mörk Framara þýddu að munurinn var eitt mark, 14-13 í hálfleik. Fram komst í fyrsta skipti yfir í leiknum fljótlega eftir hléið í stöðunni 17-16 og juku þann mun í tvö mörk, 20-18. Heimamenn nýttu þá stemninguna í húsinu til að taka yfir leikinn um stund, skoruðu sex mörk gegn einu og leiddu 24-21. Forystuna létu KA-menn ekki af hendi eftir það. Munurinn endaði í fimm mörkum, 30-25. Morten Linder var markahæstur Norðanmann með sjö mörk en Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sex. Danjál Ragnarsson skoraði tíu fyrir gestina sem verja ekki titil sinn í ár. Aron Rafn stórkostlegur Þá áttust við HK og Haukar í Kórnum. Haukar voru taldir líklegri aðilinn fyrir fram en leikurinn var jafn framan af. Munurinn varð ekki meira en eitt mark fyrstu 20 mínútur leiksins eða svo. Aron Rafn Eðvarðsson varði 19 skot og skoraði eitt mark í lokin til að kóróna frábæran leik sinn.Vísir/Hulda Margrét Þá hrukku gestirnir úr Hafnarfirði í gang og munurinn fimm mörk þegar hálfleiksflautið gall, 16-11 fyrir Hauka. Liðin skiptust á áhlaupum eftir hléið en forystuna létu Haukar aldrei af hendi. Beint rautt spjald Ólafs Ægis Ólafssonar á lokakaflanum hafði lítið að segja um niðurstöðuna þar sem Haukar unnu þægilegan 28-21 sigur. Mikið munaði um Aron Rafn Eðvarðsson í marki Hauka. Hann varði 19 skot í kvöld á meðan markverðir HK vörðu sjö samtals. Freyr Aronsson úr Haukum var markahæstur í kvöld með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum. Haukar og KA fara því í úrslitahelgina í Laugardalshöll í mars. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Afturelding eða FH og Fjölnir eða ÍR fylgi þangað.
Powerade-bikarinn KA Haukar Fram HK Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira