Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar 15. desember 2025 08:02 Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Í umræðu um loftslagsmál hefur sífellt oftar heyrst sú fullyrðing að Ísland sé svo lítið ríki og standi sig svo vel að frekari aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óþarfar og íþyngjandi. Þessu sjónarmiði er meðal annars haldið á lofti í bók Frosta Sigurjónssonar, Hitamál, þar sem vísað er til endurnýjanlegrar húshitunar og þeirrar staðreyndar að Ísland beri aðeins ábyrgð á um 0,02% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, á meðan Kína losi um þriðjung heildarinnar. Af þessu er dregin sú ályktun að íslenskar loftslagsaðgerðir skipti litlu máli en leggi þungar byrðar á samfélagið. Þessi röksemdafærsla er villandi. Endurnýjanleg orka er ekki afsökun fyrir aðgerðarleysi Í fyrsta lagi er rétt að Ísland nýtur sérstöðu þegar kemur að raforku og húshitun. Nýting jarðhita er einn stærsti innviðasigur þjóðarinnar. En þessi árangur er ekki rök fyrir aðgerðarleysi í dag. Þvert á móti sýnir saga hitaveitunnar að stór kerfisleg skref eru möguleg þegar vilji og framsýni fara saman. Hitaveitan var ekki byggð vegna loftslagsmarkmiða heldur vegna hagkvæmni, lýðheilsu og orkuöryggis. Loftslagsávinningurinn kom síðar sem afar mikilvægur ávinningur. Að vísa í þennan árangur til að réttlæta aðgerðarleysi nú er því þversögn. Prósentur af heimslosun segja lítið Í öðru lagi er samanburður í prósentum af heimslosun lélegur mælikvarði á ábyrgð eða árangur ríkja. Mjög fá ríki í heiminum bera ábyrgð á meira en 1% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flest ríki, þar á meðal öll Norðurlöndin, eru langt undir einu prósenti. Ef þessi rök væru tekin gild mættu nær öll ríki heims hætta aðgerðum. Slík nálgun leiðir ekki til lausna heldur sameiginlegs aðgerðaleysis. Losun á hvern íbúa dregur fram slæma stöðu Íslands Mun skýrari mynd fæst þegar horft er til losunar á hvern íbúa. Þar stendur Ísland ekki framarlega. Losun Íslands, án landnotkunar, er um 12 tonn CO₂-ígilda á mann á ári. Til samanburðar er losun á mann um 7–8 tonn í Noregi, 6–7 tonn að meðaltali í Evrópusambandinu og um 9 tonn í Kína. Inni í þessum 12 tonnum er ekki öll losun vegna flugs og millilandasiglinga. Hvergi í heiminum er dælt jafn miklu af jarðefnaeldsneyti á flugvélar á hvern íbúa og á Íslandi. Á síðasta ári var hér dælt um 317 þúsund tonnum af þotueldsneyti, sem losar um 1 milljón tonna af CO₂, eða 2,5 tonn á íbúa. Millilandasiglingar bæta við um 0,8 tonnum á mann, án þess að tekið sé tillit til eldsneytis sem tekið er á í erlendum höfnum, til dæmis vegna skemmtiferðaskipa. Framræst votlendi er okkar stærsti vandi Þegar losun vegna landnotkunar er tekin með hækkar losun Íslands verulega, úr um 12 tonnum á mann upp í 25–30 tonn á mann, sem setur Ísland í hóp þeirra verstu á heimsvísu. Þetta gerist þrátt fyrir endurnýjanlega raforku. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarleg losun frá framræstu votlendi, sem losar meira en allir aðrir losunarflokkar til samans. Þetta er stærsta einstaka loftslagsáskorun Íslands. Loftslagsaðgerðir eru ekki byrði heldur fjárfesting Í bók Frosta eru loftslagsaðgerðir oft settar fram sem kostnaður eða skerðing á lífsgæðum. Sú framsetning stenst illa. Margar loftslagsaðgerðir skila samhliða ávinningi: minni loftmengun, betri lýðheilsu, auknu orkuöryggi og nýjum atvinnutækifærum. Þar að auki draga þær úr hættu á alvarlegum og óafturkræfum loftslagsbreytingum sem vísindin vara skýrt við. Smáríki bera einnig ábyrgð Ísland er ríkt samfélag með sterka innviði og gott aðgengi að lausnum. Því fylgir ábyrgð. Rökin um að Ísland sé „of lítið til að skipta máli“ standast hvorki fræðilega né siðferðilega skoðun. Lausn loftslagsvandans byggist á sameiginlegri ábyrgð ríkja, í hlutfalli við losun og getu. Ísland hefur burði til að gera meira. Fyrri árangur á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi heldur áminning um að við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun