Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 13:00 Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist í fjármálaáætlun 2026-2029, er að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu og að heilbrigðisþjónusta í landinu sé á heimsmælikvarða. Þetta eru stór orð og traustvekjandi fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem vitum að spá okkar um 63% jafna og þétta fjölgun krabbameinstilvika til ársins 2045 mun reyna mikið á heilbrigðiskerfið. Markmið ríkisstjórnarinnar eru greinilega engin uppgjöf heldur þvert á móti sókn fram á við. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina eru talsverðar þó við vildum að þær væru enn meiri. Á tíu ára tímabili hefur hlutfall karla sem eru á lífi fimm árum eftir að hafa greinst með krabbamein hækkað úr rúmum 69% í tæp 75% og sambærilegt hlutfall kvenna hækkað úr rúmum 67% í 73%. Þetta eru meðaltalstölur, hlutfallið er mjög mismunandi eftir því hvaða krabbamein á í hlut og þrátt fyrir þessar miklu framfarir eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla fólks hér á landi. Markmið okkar hjá Krabbameinsfélaginu er skýrt; að fleiri lifi sem bestu lífi, með og eftir krabbamein. Þjóðin stendur þétt að baki félaginu með þetta markmið. Til að það náist er lykilatriði að fólki bjóðist besta mögulega heilbrigðisþjónusta á hverjum tíma. Hingað til hefur árangur hér á landi staðist ágætlega samanburð við hin Norðurlöndin en blikur eru á lofti. Forstjóri Landspítala lýsti því í ítarlegri umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026 að rúman milljarð vanti í fjárveitingar til leyfisskyldra lyfja. Í umsögninni kemur fram að engin ný leyfisskyld lyf hafi verið samþykkt hér á landi á þessu ári og verði ekki heldur árið 2026 nema breyting verði á fjárveitingunni. Þetta eru að stórum hluta krabbameinslyf. Mikil þróun er í krabbameinslyfjum en Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi innleiðingu þeirra. Það er auðvitað grafalvarlegt og þýðir að fólki hér á landi býðst ekki besta mögulega meðferð. Afleiðingin getur verið að við höfum ekki sömu lífshorfur eða lífsgæði og einstaklingar í sömu stöðu í nágrannalöndunum og rímar hvorki við sýn stjórnvalda um að fólk hér á landi geti lifað við sem besta heilsu né að það fái notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Fjölga verður línuhröðlum fyrir geislameðferð Fyrr á árinu var mikil umræða um aðgengi fólks með krabbamein að geislameðferð. Allir sem komu að þeirri umræðu lýstu áhyggjum af stöðunni, fólk með krabbamein, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisráðherra, sem lýsti vandanum sem hluta af stórri innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Með því að senda ákveðna hópa erlendis til geislameðferðar og með yfirvinnu starfsfólks, sem gerir kleift að bjóða meðferð fram á kvöld og um helgar, hefur verið komið í veg fyrir að bið eftir geislameðferð lengist enn frekar. Það eru hins vegar augljóslega ekki lausnir til frambúðar. Til þess þarf að fjölga sérhæfðu starfsfólki og línuhröðlum og koma upp aðstöðu fyrir þá. Enn eru það einstaklingar sem þurfa nauðsynlega meðferð og þeirra fjölskyldur sem eiga mest undir. Viðbótarbið eftir nauðsynlegri þjónustu getur dregið úr batahorfum, veldur áhyggjum og ótta, og lengir veikindatímabil. Að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu erlendis veldur viðbótarálagi sem ætti að vera óþarft nema við sjaldgæfum sjúkdómum. Þessi staða samræmist heldur ekki sýn stjórnvalda um bestu heilsu landsmanna og er talsvert frá heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Það eru bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni fyrir þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem greinast með krabbamein á hverju ári og fjölskyldur þeirra að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og eftir aðra umræðu fjárlaga er hvorki brugðist við þörf fyrir aukin fjárframlög vegna leyfisskyldra lyfja né nauðsynlegra aðgerða til að tryggja fólki geislameðferð. Við þessu verður einfaldlega að bregðast. Við hjá Krabbameinsfélaginu biðlum til þingmanna að tryggja fjárveitingar í fjárlögum ársins 2026 þannig að við hér á landi getum fengið krabbameinsþjónustu á heimsmælikvarða, hvort sem hún er lyfja- eða geislameðferð og þannig búið við bestu heilsu. Lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun