Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar 8. desember 2025 11:01 Skýrslugerð er þjóðaríþrótt í stjórnsýslunni. Fróðlegt væri að fá nákvæmar tölur yfir hillumetra af skýrslum sem skrifaðar eru ár hvert, og enn fróðlegra væri að vita hversu margar þeirra hafa raunverulega leitt til umbóta, og hvort almannafé hafi verið vel varið í skýrsluskrifin. Í áratugi hefur verið lenska hjá hinu opinbera að bregðast við álitamálum með því að skipa starfshóp og skrifa skýrslu. Oft eru margir kallaðir að verki, unnið er vinnuskjal og loks birtist skýrsla sem ætlað er að vera vegvísir að lausn eða framförum. Þetta ferli getur tekið mánuði, jafnvel nokkur ár. Ef að væri gáð, er líklegt að flestar skýrslur endi hjá Gagnaeyðingu, flest eintökin ólesin. Líkt og flestir vita kom í ljós á dögunum að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar hafði hvorki lesið né farið eftir skýrslu sem unnin var um jarðgangakosti á Íslandi, hvað þá tillögum fagfólksins sem forveri hans hafði skipað og skilaði skýrslu að lokinni tveggja ára vinnu, í febrúar 2024. Þegar hún birtist varð þó fljótt ljóst að niðurstaðan var ráðherranum ekki þóknanleg. Fjarðarheiðargöng voru ekki efst á lista. Hann brást við með því að breyta forgangsröðinni, setti Fjarðarheiðargöng efst og gaf faglega álitinu langt nef. Síðan tók ný ríkisstjórn við og annar ráðherra fékk málin á sitt borð. Hann taldi sig óbundinn af ákvörðunum forvera síns og birti nýja samgönguáætlun með Fljótagöngum sem fyrstu framkvæmd, án þess að nokkur ný fagleg skýrsla eða óháð álit virtist liggja til grundvallar. Ráðherrar taka pólitískar ákvarðanir. Það er hlutverk þeirra. En það breytir ekki þeirri staðreynd að tilgangur skýrslunnar var að afstýra pólitískri hentisemi og tryggja faglega forgangsröðun. Þegar niðurstaðan reyndist óþægileg var hún einfaldlega sett til hliðar. Þá hlýtur að vera eðlilegt að spyrja: Er það vönduð stjórnsýsla? Og er vel farið með almannafé þegar tveggja ára faglegt starf er meðhöndlað eins og fimbulfamb? Önnur nýleg skýrsla vekur ekki síður undrun mína: skýrslan um Viðey. Þar er fyrirfram ákveðið að hrófla ekki við neinu: að halda Viðey áfram sem einhvers konar eyðieyju í borgarlandinu, líkt og hún hefur verið áratugum saman. Fjórir borgarfulltrúar og fjórir borgarstarfsmenn komu að skýrslugerðinni, sem tók rúmlega eitt ár; haldnir voru fjórtán fundir, farið í tvær vettvangsferðir og viðtöl tekin við tuttugu einstaklinga. Verkefnið átti að skila framtíðarsýn um aðgengi, vernd, þjónustu og uppbyggingu. Niðurstaðan hefði þó getað fengist yfir einum kaffibolla í Ráðhúsinu: að gera nánast ekkert. Það skortir þó ekkert á fagurgalann, eins og sjá má á þessum setningum:„Því er brýnt að hugsa til framtíðar og greina gildi Viðeyjar og tækifæri fyrir komandi kynslóðir Reykvíkinga. Mikil lífsgæði geta falist í því hlutverki Viðeyjar að vera vin í borgarlandinu…“ Með öðrum orðum: það er skýrsla í farvatninu þar sem gildi Viðeyjar verður greint! Þá bar fyrir augu mín á dögunum enn ein skýrslan: Matarstefna Reykjavíkurborgar. Ég hafði ekki lesið lengi þegar ég ákvað að hætta. Þetta blasti við mér, orðrétt: „Í Reykjavík er matur alltaf mikilvægur enda er matur persónulegur og órjúfanlegur þáttur af daglegu lífi fólks því við verðum að nærast til að lifa.“ Ég spurði í glettni á Facebook hvort þessar staðhæfingar giltu líka um önnur sveitarfélög. Eina svarið frá borginni var að láta skýrsluna hverfa af netinu. Þegar smellt er á hlekk sem áður virkaði kemur nú upp: „Úbbs… Þetta er vandræðalegt.“ Það er erfitt að vera ósammála því. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Skýrslugerð er þjóðaríþrótt í stjórnsýslunni. Fróðlegt væri að fá nákvæmar tölur yfir hillumetra af skýrslum sem skrifaðar eru ár hvert, og enn fróðlegra væri að vita hversu margar þeirra hafa raunverulega leitt til umbóta, og hvort almannafé hafi verið vel varið í skýrsluskrifin. Í áratugi hefur verið lenska hjá hinu opinbera að bregðast við álitamálum með því að skipa starfshóp og skrifa skýrslu. Oft eru margir kallaðir að verki, unnið er vinnuskjal og loks birtist skýrsla sem ætlað er að vera vegvísir að lausn eða framförum. Þetta ferli getur tekið mánuði, jafnvel nokkur ár. Ef að væri gáð, er líklegt að flestar skýrslur endi hjá Gagnaeyðingu, flest eintökin ólesin. Líkt og flestir vita kom í ljós á dögunum að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar hafði hvorki lesið né farið eftir skýrslu sem unnin var um jarðgangakosti á Íslandi, hvað þá tillögum fagfólksins sem forveri hans hafði skipað og skilaði skýrslu að lokinni tveggja ára vinnu, í febrúar 2024. Þegar hún birtist varð þó fljótt ljóst að niðurstaðan var ráðherranum ekki þóknanleg. Fjarðarheiðargöng voru ekki efst á lista. Hann brást við með því að breyta forgangsröðinni, setti Fjarðarheiðargöng efst og gaf faglega álitinu langt nef. Síðan tók ný ríkisstjórn við og annar ráðherra fékk málin á sitt borð. Hann taldi sig óbundinn af ákvörðunum forvera síns og birti nýja samgönguáætlun með Fljótagöngum sem fyrstu framkvæmd, án þess að nokkur ný fagleg skýrsla eða óháð álit virtist liggja til grundvallar. Ráðherrar taka pólitískar ákvarðanir. Það er hlutverk þeirra. En það breytir ekki þeirri staðreynd að tilgangur skýrslunnar var að afstýra pólitískri hentisemi og tryggja faglega forgangsröðun. Þegar niðurstaðan reyndist óþægileg var hún einfaldlega sett til hliðar. Þá hlýtur að vera eðlilegt að spyrja: Er það vönduð stjórnsýsla? Og er vel farið með almannafé þegar tveggja ára faglegt starf er meðhöndlað eins og fimbulfamb? Önnur nýleg skýrsla vekur ekki síður undrun mína: skýrslan um Viðey. Þar er fyrirfram ákveðið að hrófla ekki við neinu: að halda Viðey áfram sem einhvers konar eyðieyju í borgarlandinu, líkt og hún hefur verið áratugum saman. Fjórir borgarfulltrúar og fjórir borgarstarfsmenn komu að skýrslugerðinni, sem tók rúmlega eitt ár; haldnir voru fjórtán fundir, farið í tvær vettvangsferðir og viðtöl tekin við tuttugu einstaklinga. Verkefnið átti að skila framtíðarsýn um aðgengi, vernd, þjónustu og uppbyggingu. Niðurstaðan hefði þó getað fengist yfir einum kaffibolla í Ráðhúsinu: að gera nánast ekkert. Það skortir þó ekkert á fagurgalann, eins og sjá má á þessum setningum:„Því er brýnt að hugsa til framtíðar og greina gildi Viðeyjar og tækifæri fyrir komandi kynslóðir Reykvíkinga. Mikil lífsgæði geta falist í því hlutverki Viðeyjar að vera vin í borgarlandinu…“ Með öðrum orðum: það er skýrsla í farvatninu þar sem gildi Viðeyjar verður greint! Þá bar fyrir augu mín á dögunum enn ein skýrslan: Matarstefna Reykjavíkurborgar. Ég hafði ekki lesið lengi þegar ég ákvað að hætta. Þetta blasti við mér, orðrétt: „Í Reykjavík er matur alltaf mikilvægur enda er matur persónulegur og órjúfanlegur þáttur af daglegu lífi fólks því við verðum að nærast til að lifa.“ Ég spurði í glettni á Facebook hvort þessar staðhæfingar giltu líka um önnur sveitarfélög. Eina svarið frá borginni var að láta skýrsluna hverfa af netinu. Þegar smellt er á hlekk sem áður virkaði kemur nú upp: „Úbbs… Þetta er vandræðalegt.“ Það er erfitt að vera ósammála því. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun