Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar 6. desember 2025 10:01 Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun