Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 5. desember 2025 07:15 Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun