Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar 2. desember 2025 14:02 Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun