Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2025 09:00 Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar