Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar