Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar 20. nóvember 2025 14:30 „Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun