Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2025 07:02 Fasteignamarkaðurinn er kaupendamarkaður um þessar mundir, að mati fasteignasala. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hlutfallið fór hæst í 22 prósent í desember 2023, þegar leigufélög festu kaup á fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni til að leigja til Grindvíkinga. Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 983 í september og fjölgaði um fimm prósent milli mánaða. Þá benda gögn til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið svipuð í október en um 1.019 eignir voru teknar af söluskrá í mánuðinum. Fyrstu tölur um fjölda kaupsamninga í október gefa til kynna að sú óvissa sem skapaðist í kjölfar vaxtadómsins svokallaða, með tilheyrandi samdrætti í lánaframboði, hafi ekki haft veruleg áhrif á fjölda kaupsamninga í mánuðinum. Enn hægir þó á umsvifum að mati fasteignasala en 90 prósent telja virkni markaðarins litla miðað við árstíma. Markaðurinn er meiri kaupendamarkaður og verðþrýstingur minni, að mati fasteignasala. Vísitala íbúðaverðs í október stóð í stað milli mánaða en íbúðaverð hefur lækkað um 0,4 prósent að raunvirði milli október 2024 og 2025. Íbúðaverð hefur hækkað um 3,87 prósent á sama tíma og verðbólga mælist 4,3 prósent. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið í verði en vísitala sérbýlis er þó öllu sveiflukenndari en vísitala fjölbýlis. Meðalkaupverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu var í kringum 149 milljónir króna í september. Enn eru það ódýrustu íbúðirnar sem seljast best en best gengur að selja íbúðir sem kosta allt að 65 milljónir króna. Hér má finna skýrsluna í heild. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hlutfallið fór hæst í 22 prósent í desember 2023, þegar leigufélög festu kaup á fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni til að leigja til Grindvíkinga. Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 983 í september og fjölgaði um fimm prósent milli mánaða. Þá benda gögn til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið svipuð í október en um 1.019 eignir voru teknar af söluskrá í mánuðinum. Fyrstu tölur um fjölda kaupsamninga í október gefa til kynna að sú óvissa sem skapaðist í kjölfar vaxtadómsins svokallaða, með tilheyrandi samdrætti í lánaframboði, hafi ekki haft veruleg áhrif á fjölda kaupsamninga í mánuðinum. Enn hægir þó á umsvifum að mati fasteignasala en 90 prósent telja virkni markaðarins litla miðað við árstíma. Markaðurinn er meiri kaupendamarkaður og verðþrýstingur minni, að mati fasteignasala. Vísitala íbúðaverðs í október stóð í stað milli mánaða en íbúðaverð hefur lækkað um 0,4 prósent að raunvirði milli október 2024 og 2025. Íbúðaverð hefur hækkað um 3,87 prósent á sama tíma og verðbólga mælist 4,3 prósent. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið í verði en vísitala sérbýlis er þó öllu sveiflukenndari en vísitala fjölbýlis. Meðalkaupverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu var í kringum 149 milljónir króna í september. Enn eru það ódýrustu íbúðirnar sem seljast best en best gengur að selja íbúðir sem kosta allt að 65 milljónir króna. Hér má finna skýrsluna í heild.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent