Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:01 Færa má hæglega rök fyrir því að allt það sem gagnrýna megi EES-samninginn fyrir yrði miklu verra við það að ganga í Evrópusambandið. Þannig yrði Ísland til að mynda undir allt regluverk sambandsins sett ef til inngöngu kæmi, en ekki aðeins þann hluta þess sem fellur undir samninginn, og vægi landsins yrði lítið sem ekkert innan þess. Mælikvarðinn á vægi ríkja innan Evrópusambandsins er enda fyrst og fremst íbúafjöldi þeirra. Þannig yrði vægi Íslands einungis 0,08% í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Yfirfært á Alþingi yrði það á við 5% hlutdeild í einum þingmanni.Fróðlegt er fyrir vikið þegar stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið halda því fram að ákvörðun sambandsins um að brjóta á okkur Íslendingum, með því að leggja verndartolla á landið þvert á EES-samninginn, séu rök fyrir því að ganga þar inn. Líkt og til að mynda Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, gerði í grein á Vísi í gær. Eins og ágætur maður sagði af því tilefni getur það varla talizt ástæða til þess að ganga í hjónaband með einhverjum þegar viðkomandi hefur gerzt brotlegur í sambúð. Miklu fremur rök fyrir því að staldra við og endurskoða sambúðina.Magnús heldur því fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa áhrif innan þess. Sætið við borðið. Það segir sig vitanlega sjálft að vægi á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi væri ávísun á gríðarleg áhrif! Ákvörðun sambandsins um verndartollana á Ísland og Noreg er einmitt lýsandi í þeim efnum. Margfalt fjölmennari ríki en Ísland eins og Svíþjóð, Finnland og Eystrasaltsríkin beittu sér gegn tollunum í ráðherraráðinu en urðu hins vegar undir. Það dugði ekki. Þar skipti mestu máli að fjölmenn ríki eins og Frakkland, Spánn og Pólland studdu tollana. Stóru ríkin eru einfaldlega við stjórnvölinn.Magnús segir að á tímum hnattvæðingar geti einangrun og aðgerðaleysi verið dýrkeypt. Á sama tíma kallar hann eftir því að við Íslendingar einangrum okkur innan tollamúra Evrópusambandsins, gamaldags tollabandalags sem stefnt hefur jafnt og þétt að því að verða að einu ríki, og látum það eftirleiðis stjórna því á hvaða forsendum við getum átt í viðskiptum við afganginn af heiminum þar sem framtíðarmarkaði er miklu fremur að finna. Tollabandalög eru vitanlega í eðli sínu andstaða frjálsra milliríkjaviðskipta enda tilgangurinn að vernda framleiðslu innan þeirra gegn utanaðkomandi samkeppni.Við yrðum enn fremur sjálfkrafa beinir þátttakendur í tollastríðum Evrópusambandsins í framtíðinni sem myndu í fæstum tilfellum hafa eitthvað með okkar hagsmuni að gera vegna þess hversu einhæft atvinnulíf er hér á landi miðað við mörg ríki innan sambandsins með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir íslenzkt efnahagslíf. Til að mynda vegna bifreiða- eða skóframleiðslu innan Evrópusambandsins. Við þyrftum ekki á því að halda. Við þurfum þvert á móti að hafa áfram valdið yfir okkar málum hér innanlands og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir út frá hagsmunum lands og þjóðar og hérlendum aðstæðum.Magnús segir að þegar áföll hafi dunið á hafi Ísland staðið berskjaldað. Nefnir hann bankahrunið og kórónuveirufaraldurinn. Veruleikinn er þó sá að bankakerfi Evrópusambandsins var hársbreidd frá því að falla haustið 2009 eins og þáverandi fjármálaráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, viðurkenndi í fjölmiðlum sem var ein ástæða þess að sambandið gekk jafn hart fram gegn Íslandi í Icesave-deilunni og raun bar vitni. Fórna átti okkur á altari meinagallaðs regluverks þess um innistæðutryggingar. Við gátum einmitt varizt í Icesave-deilunni sem og makríldeilunni við Evrópusambandið í krafti fullveldisins.Varðandi faraldurinn var forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseti framkvæmdastjórnar þess), Ursula von der Leyen, spurð að því af blaðamönnum í febrúar 2021 hvers vegna Bretlandi og fleiri ríkjum hefði gengið betur að bólusetja íbúa sína en sambandinu. Svar hennar var svohljóðandi: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Með öðrum orðum svifaseint, hægfara og lengi að bregðast við. Það hefur enda verið einkennandi fyrir þær krísur sem sambandið hefur staðið frammi fyrir. Þvert á móti þarf að vera hægt að bregðast hratt við eins og hraðbátur.Með inngöngu í Evrópusambandið færum við einfaldlega úr öskunni í eldinn. Miklu fremur væri að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og við gerðum um árið með góðum árangri í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Fyrirkomulag sem hefði ekki í för með sér upptöku á íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá viðsemjandanum og vaxandi framsal valds til hans eins og EES-samningurinn. Fyrirkomulag þar sem setið væri við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Færa má hæglega rök fyrir því að allt það sem gagnrýna megi EES-samninginn fyrir yrði miklu verra við það að ganga í Evrópusambandið. Þannig yrði Ísland til að mynda undir allt regluverk sambandsins sett ef til inngöngu kæmi, en ekki aðeins þann hluta þess sem fellur undir samninginn, og vægi landsins yrði lítið sem ekkert innan þess. Mælikvarðinn á vægi ríkja innan Evrópusambandsins er enda fyrst og fremst íbúafjöldi þeirra. Þannig yrði vægi Íslands einungis 0,08% í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Yfirfært á Alþingi yrði það á við 5% hlutdeild í einum þingmanni.Fróðlegt er fyrir vikið þegar stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið halda því fram að ákvörðun sambandsins um að brjóta á okkur Íslendingum, með því að leggja verndartolla á landið þvert á EES-samninginn, séu rök fyrir því að ganga þar inn. Líkt og til að mynda Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, gerði í grein á Vísi í gær. Eins og ágætur maður sagði af því tilefni getur það varla talizt ástæða til þess að ganga í hjónaband með einhverjum þegar viðkomandi hefur gerzt brotlegur í sambúð. Miklu fremur rök fyrir því að staldra við og endurskoða sambúðina.Magnús heldur því fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa áhrif innan þess. Sætið við borðið. Það segir sig vitanlega sjálft að vægi á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi væri ávísun á gríðarleg áhrif! Ákvörðun sambandsins um verndartollana á Ísland og Noreg er einmitt lýsandi í þeim efnum. Margfalt fjölmennari ríki en Ísland eins og Svíþjóð, Finnland og Eystrasaltsríkin beittu sér gegn tollunum í ráðherraráðinu en urðu hins vegar undir. Það dugði ekki. Þar skipti mestu máli að fjölmenn ríki eins og Frakkland, Spánn og Pólland studdu tollana. Stóru ríkin eru einfaldlega við stjórnvölinn.Magnús segir að á tímum hnattvæðingar geti einangrun og aðgerðaleysi verið dýrkeypt. Á sama tíma kallar hann eftir því að við Íslendingar einangrum okkur innan tollamúra Evrópusambandsins, gamaldags tollabandalags sem stefnt hefur jafnt og þétt að því að verða að einu ríki, og látum það eftirleiðis stjórna því á hvaða forsendum við getum átt í viðskiptum við afganginn af heiminum þar sem framtíðarmarkaði er miklu fremur að finna. Tollabandalög eru vitanlega í eðli sínu andstaða frjálsra milliríkjaviðskipta enda tilgangurinn að vernda framleiðslu innan þeirra gegn utanaðkomandi samkeppni.Við yrðum enn fremur sjálfkrafa beinir þátttakendur í tollastríðum Evrópusambandsins í framtíðinni sem myndu í fæstum tilfellum hafa eitthvað með okkar hagsmuni að gera vegna þess hversu einhæft atvinnulíf er hér á landi miðað við mörg ríki innan sambandsins með tilheyrandi skaðlegum áhrifum fyrir íslenzkt efnahagslíf. Til að mynda vegna bifreiða- eða skóframleiðslu innan Evrópusambandsins. Við þyrftum ekki á því að halda. Við þurfum þvert á móti að hafa áfram valdið yfir okkar málum hér innanlands og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir út frá hagsmunum lands og þjóðar og hérlendum aðstæðum.Magnús segir að þegar áföll hafi dunið á hafi Ísland staðið berskjaldað. Nefnir hann bankahrunið og kórónuveirufaraldurinn. Veruleikinn er þó sá að bankakerfi Evrópusambandsins var hársbreidd frá því að falla haustið 2009 eins og þáverandi fjármálaráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, viðurkenndi í fjölmiðlum sem var ein ástæða þess að sambandið gekk jafn hart fram gegn Íslandi í Icesave-deilunni og raun bar vitni. Fórna átti okkur á altari meinagallaðs regluverks þess um innistæðutryggingar. Við gátum einmitt varizt í Icesave-deilunni sem og makríldeilunni við Evrópusambandið í krafti fullveldisins.Varðandi faraldurinn var forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseti framkvæmdastjórnar þess), Ursula von der Leyen, spurð að því af blaðamönnum í febrúar 2021 hvers vegna Bretlandi og fleiri ríkjum hefði gengið betur að bólusetja íbúa sína en sambandinu. Svar hennar var svohljóðandi: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Með öðrum orðum svifaseint, hægfara og lengi að bregðast við. Það hefur enda verið einkennandi fyrir þær krísur sem sambandið hefur staðið frammi fyrir. Þvert á móti þarf að vera hægt að bregðast hratt við eins og hraðbátur.Með inngöngu í Evrópusambandið færum við einfaldlega úr öskunni í eldinn. Miklu fremur væri að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og við gerðum um árið með góðum árangri í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Fyrirkomulag sem hefði ekki í för með sér upptöku á íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá viðsemjandanum og vaxandi framsal valds til hans eins og EES-samningurinn. Fyrirkomulag þar sem setið væri við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar