Selur hjörð en ekki jörð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2025 11:21 Björgvin segir þetta í fyrsta sinn sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð. „Ég hef gert mjög mikið af því að selja jarðir ýmist í rekstri eða án reksturs og líka kúabú í rekstri og þannig selt heilu hjarðirnar en þetta er í fyrsta skipti sem maður selur staka hjörð,“ segir Björgvin Guðjónsson fasteignasali í samtali við Vísi. Hjörðin hefur verið auglýst til sölu á tveimur Facebook hópum sem tengjast nautgripum og landbúnaði. „Málið er mér skylt að því leytinu til að ég er sjálfur úr þessari starfsstétt, þó ég sé búinn að starfa miklu lengur sem fasteignasali heldur en í landbúnaði,“ útskýrir Björgvin. Um er að ræða 31 mjólkandi kýr, þar af þrjár í geldstöðu, 24 óbornar kvígur, tólf mánaða og eldri, sex kvígur sex til tólf mánaða, átta kvígukálfa sem eru núll til sex mánaða, fimmtán naut sem eru tólf mánaða og eldri og átta nautkálfar núll til tólf mánaða gamlir. Gripirnir verða til sýnis að Akbraut, Rangárþingi ytra fimmtudaginn 20. nóvember milli 13:00 og 15:00. Óskað er eftir tilboðum og rennur tilboðsfrestur út klukkan 18:00 þann 24. nóvember. Auglýsing Eignatorgs, tekin af Facebook. Jörðin nýlega seld „Þarna er verið að leggja þennan rekstur af, en þessi jörð var nýlega seld,“ segir Björgvin. Jörðin var auglýst til sölu fyrir rúmu ári. Á Fastanum kemur fram að uppsett verð hafi verið þrjúhundruð milljónir króna og jörðin seld sem kúabú í fullum rekstri. Var jörðinni lýst sem mjög fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár og að allur bústofn, framleiðsluréttur, hey og véla- og tækjakostur til búskapar myndi fylgja við sölu. Björgin segist þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga á kaupum á hjörðinni, ekki síst vegna núverandi markaðsaðstæðna og sölu á mjólk. Tíminn verði hinsvegar að leiða í ljós hvort hún muni seljast í heilu lagi eða í hlutum. „Áhuginn er kannski ekki síst vegna þess að það er borgað töluvert fyrir umfram mjólk, mjólk sem er framleidd umfram kvóta og þar af leiðandi er það tiltölulega hagstætt fyrir þá sem hafa pláss og byggingar að nýta þennan glugga á meðan er.“ Landbúnaður Dýr Rangárþing ytra Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Ég hef gert mjög mikið af því að selja jarðir ýmist í rekstri eða án reksturs og líka kúabú í rekstri og þannig selt heilu hjarðirnar en þetta er í fyrsta skipti sem maður selur staka hjörð,“ segir Björgvin Guðjónsson fasteignasali í samtali við Vísi. Hjörðin hefur verið auglýst til sölu á tveimur Facebook hópum sem tengjast nautgripum og landbúnaði. „Málið er mér skylt að því leytinu til að ég er sjálfur úr þessari starfsstétt, þó ég sé búinn að starfa miklu lengur sem fasteignasali heldur en í landbúnaði,“ útskýrir Björgvin. Um er að ræða 31 mjólkandi kýr, þar af þrjár í geldstöðu, 24 óbornar kvígur, tólf mánaða og eldri, sex kvígur sex til tólf mánaða, átta kvígukálfa sem eru núll til sex mánaða, fimmtán naut sem eru tólf mánaða og eldri og átta nautkálfar núll til tólf mánaða gamlir. Gripirnir verða til sýnis að Akbraut, Rangárþingi ytra fimmtudaginn 20. nóvember milli 13:00 og 15:00. Óskað er eftir tilboðum og rennur tilboðsfrestur út klukkan 18:00 þann 24. nóvember. Auglýsing Eignatorgs, tekin af Facebook. Jörðin nýlega seld „Þarna er verið að leggja þennan rekstur af, en þessi jörð var nýlega seld,“ segir Björgvin. Jörðin var auglýst til sölu fyrir rúmu ári. Á Fastanum kemur fram að uppsett verð hafi verið þrjúhundruð milljónir króna og jörðin seld sem kúabú í fullum rekstri. Var jörðinni lýst sem mjög fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár og að allur bústofn, framleiðsluréttur, hey og véla- og tækjakostur til búskapar myndi fylgja við sölu. Björgin segist þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga á kaupum á hjörðinni, ekki síst vegna núverandi markaðsaðstæðna og sölu á mjólk. Tíminn verði hinsvegar að leiða í ljós hvort hún muni seljast í heilu lagi eða í hlutum. „Áhuginn er kannski ekki síst vegna þess að það er borgað töluvert fyrir umfram mjólk, mjólk sem er framleidd umfram kvóta og þar af leiðandi er það tiltölulega hagstætt fyrir þá sem hafa pláss og byggingar að nýta þennan glugga á meðan er.“
Landbúnaður Dýr Rangárþing ytra Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira