Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Draymond Green fór að deila við stuðningsmanna New Orleans Pelicans í miðjum leik. Getty/Sean Gardner NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025 NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025
NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira