Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. nóvember 2025 11:31 Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Veður Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun