Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:32 Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Vegagerð Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar